Læknablaðið - 01.03.1952, Side 8
100
LÆKNABLAÐIÐ
dugar, nefnilega raflost- með-
ferðin. — Við melankoli
veitir hún bata í 80—90% til-
fellanna. 1 einstöku tilfelli af
klimakteriel og praesenil mel-
ankoli reynist lostmeðferðin
árangurslaus, enda gætir þá
oftast paranoid einkenna. 1
þeim tilfellum langvinns þung-
lyndis, kemur lobotomia ekki
aðeins til greina, beldur er hún
beinlínis indiceruð og gefur oft-
ast góða raun. Er vert að minn-
ast þess hér, að þunglyndi er
bæði þjáningafullur og lífs-
hættulegur sjúkdómur. Lobo-
tomi kemur ekki oft til greina
í sambandi við maniodepressiv
geðveiki, en stundum eru köst-
in í þeim sjúkdómi svo tíð eða
svo langvinn, að til fullkominn-
ar örorku leiði, og þá er lobo-
tomia sú eina meðferð, sem
veitir meiri eða minni bót.
3. Schizophrenia er sá sjúk-
dómur, sem leikur geð'smuni
harðást, án þess að snerta lík-
amann verulega, og það er bún,
sem fyllir geðveikrahælin. Hún
lætur lítt undan meðferð enn
sem komið er. Raflostið má
heita gagnslaust. Insúlín-lost
reynist nokkru betur, en þó
hvergi nærri vel. Það er |)ví
skiljanlegt, að lobotomia befir
mikið verið reynd við þennan
vonlausa sjúkdóm. Er þar
skemmst af að segja, að þótt
aðgerðin nái ekki fyrir rætur
sjúkdómsins, færir bún oft
sjúkl. mikla bót. Beztur er á-
rangurinn þar sem ranghug-
myndir og ofskynjanir valda
geðrænni þjáningu, óróa og
ofsa, og því betri sem grunn-
persónuleiki sj úklingsins er
minna skertur. Um einstaka
tegundir sjúkdómsins er þetta
að segja: Paranoid schizofreni
lætur bezt undan aðgerðinni og
þar næst katatónisk óró, mun
verr aftur á móti bebefreni og
schizophrenia simplex. Sem
dæmi um árangur skal getið
skýrslu tveggja Bandaríkja-
lækna (Rotchild og Kaye í
Worcester). Þeir segja þar frá
100 schizofreni tilfellum, sem
gerð var lobotomia á. Eftir-
grenslan fór fram allt að 20
mánuðum eftir aðgerðina.
Þeirra árangur er þannig: —
10 urðu miklu betri, 32 betri,
42 lítið eitt betri, 14 óbreytt-
ir og 2 verri, með öðrum orð-
um fengu 84% einhverja bót
á illkynja sjúkdómi, meiri eða
minni. önnur skýrsla (Watts
og Freeman) segir frá afdrif-
um 178 schizofreni-sjúklinga
1—10 árum eftir aðgerðina. Þar
er talinn góður árangur í
40% tilfellanna og nokkur bót
í 30%. Svipaðar eru fjölmargar
aðrar frásagnir um þetta efni.
I einu ríkisgeðveikrahæla
Bandaríkjanna voru valdir 53
allra erfiðustu sjúklingarnir til
lobotomi, þeir sem mest voru
ruglaðir, mesta skemmdar- og
ofbeldishneigð sýndu og óhrein-
legastir voru. Allir, að þrem