Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1952, Page 12

Læknablaðið - 01.03.1952, Page 12
104 LÆKNABLAÐIÐ senda héim til sín, en sumir hafa þó farið að Amarholti og nokkr- ir á Elliheimilið. Eftir að þeir liafa farið af spítalanum, hafa þeir fengið eftirmeðferð um langan tíma hjá sérfræðingi í geðsj úkdómum. Aðalhætturnar við frontal lobotomi eru þrjár: 1. Blæðing. Sé þess gætt, að fara ekki of djúpt inn með leucotominn, er lítil hætta á blæðingu. Komið getur fvrir, að maður hitti á fastan streng í hinni mjúlcu, deigkenndu heila- hvitu, og er það þá æð, sem verður að varast að slíta sundur. 2. Opnun heilahliðarhols. Jafnvel lítil hlæðing inn í lieila- hol getur orðið hættuleg, og verður því að gæta þess, aö skurðurinn í heilahvítuna sé fyrir framan framhorn beggja heilahliðarhola. 3. Skurðurinn í heilahvítuna of aftarlega. Verða þá sjúkling- arnir sljóir og sinnulausir og getur það endað í dái (coma) og dauða. Dánartala við frontal lobo- tomi er frá 2—6%. Af 90 fyrstu sjúklingunum, sem frontal lobo- tomi varð gerð á á taugaskurð- deild Ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn, dóu 5. Tveir dóu vegna hlæðingar inn í heilahlið- arhol, og þrír vegna þess að skurðurinn í heilahvítuna var lagður of aftarlega. Eg hef gert 28 frontal loho- tomíur á St. Jósefs spítalanum í Reykjavík., af þeim hefir einn dáið. Það var 44 ára gömul kona, sem hafði hal't schizofreni í 17 ár. Hún var við komuria á spít- alann, mjög sljó og slöpp. Loho- tomian gekk eðlilega, án blæð- inga eða annara erfiðleika. Fékk strax eftir aðgerðina háan hita. Blóðþrýstingur og púls var eðlilegur, og það voru engin einkenni upp á blæðingu í heila, en sjúklingurinn varð sljórri með liverjum degi, og dó á áttunda degi eftir aðgerðina. Það var ekki gerð krufning á sjúklingnum, en ég held að þessi sjúklingur hafi dáið, vegna þess að skurðurinn í heilahvítuna hafi verið lagður of aftarlega. Annars hafa aðgerðirnar gengið vel, og það hafa ekki verið aðrir fylgikvillar en þeir, að einn sjúklingur, 31 árs gömul kona með schizofrenia, hafði í langan tima eftir aðgerð- ina mikinn hnakkastirðleika og dálitla stasepapillu, en þetta lagaðist smátt og smátt. A þessum sjúkling geri ég ráð fyrir að ég hafi opnað heilahlið- arhol, og að það hafi komið dálítil hlæðing inn í það. S júkrasögur.* *) Skýrsla okkar er um i'yrstu 20 sjúklingana, sem dr. med. Bjarni Oddsson hefur gert loho- um er bönnuö. *) Uppprentun úr sjúkrasögun- i

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.