Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Síða 7

Læknablaðið - 01.06.1953, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ krabbamein nú algengasta dánarorsök á Islandi, eða 17.18% allra mannsláta. Með- al helztu menningarþjóða Vesturlanda er krabbamein önnur algengasta dánarorsök. Árin 1945 til 1948 var 16% mannsláta í Sviss af völdum krabbameins. Árangur krabba- meinslækninga er fyrst og fremst því háður, á hvaða stigi vöxturinn er, þegar sjúklingur- inn kemur til lækninga. Á síð- ast liðinni öld var krabbamein ákvarðað með því að finna æxli, sáramyndun og útsæði, í önnur líffæri. Síðan hefur vefjafræðin byggt greiningu meinsins á breytingum á upp- byggingu meinsins, sem einung- is er hægt með smásjárskoðun. I leghálsinum er það liinn skipulagslausi vöxtur epithel- frumanna í húðlaginu, og síð- an vöxtur þeirra niður í band- vefinn, með óreglu í bvggingu frumanna og frumukjarnanna, og óeðlilegri skiptingu frumu- kjarnanna, þau einkenni, sem meinafræðingar ennþá lieimta til þess að dæma um, hvort vöxturinn sé illkynjaður. Mest leggja þeir upp úr kjarna- skiptingunni og útbreiðslu æxl- isins vfir í bandvefinn, sem skilyrði fyrir því, að um krabbamein sé að ræða. Und- anfarinn áratug er hins vegar að myndast sú skoðun meðal meinafræðinga að hægt sé að greina krabbamein vefjafræði- lega (histologiskt) áður cn 147 vöxturinn hefur náð niður i bandvefinn. Samkvæmt venju- legri skilgreiningu er hér ekki um krabbamein að ræða og hefur þessi breiting í vefnum því verið kölluð ýmsum nöfn- um: carcinoma in situ, intra- epillielial carcinoma — prein- vasive cancer. Þetta stig kalla sumir líka 0-stig krabbameins- ins, og ef næsl í sjúklinginn á þessu stigi þá er hægt að lækna hann tiltölulega auðveldlega og fullkomlega öruggt, því þá hefur æxlið ekki borizt út í æðar eða vessabrautir og þess vegna ekki orðið neitt mein- varp (metastasis). Krabbamein á svonefndu I- stigi i leghálsi Iiefur þegar vald- ið meinvarpi í 17.5%, og að því að talið er eftir beztu skýrslum, tekst þó ekki að lækna nema 83% af sjúkling- um með krabbamein á I-stigi, með öðrum orðum, þá verður aldrei fullkomin lækning, nema bægt sé að finna krabba- meinið áður en það kemst á I-stig. Legið er eitt af þeim líffær- um, sem oftast verður fyrir krabbameini, og í leghálsinum er það 5 til 8 sinnum algengara en i legbol. Vegna þess hve leghálsinn er sérstaklega að- gengilegur, hafa síðustu ára- tugina skapazt nokkrar sér- stæðar aðferðir til þess að finna krabbamein á byrjunarstigi í Ieghálsinum. Auk þeirrar venjulegu aðferðar að skoða

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.