Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 151 Hnökrar, útvextir eða vefeyð- ing útheimtir að undir eins sé tekinn l)iti úr vefnum til vefja- rannsóknar, og þá er í flestum tilfellum líka skafið leghol og legháls að innan. Ef þessa er gætt, má oft finna krabhamein á byrjunarstigi. Ef fyrirfinnast minniháttar góðkynja breytingar ó legliálsi, er ekki hægt að greina þær með berum augum frá grunsömum skemmdum. Raunhæf vefja- rannsókn i öllum slíkum lil- fellum myndi kosta fjölda af óþörfum aðgerðum, því full- komlega eðlilegur er varla meir en annar hver legháls, sem skoðaður er. Mestum erf- iðleikum veldur, að sá blettur- inn, sem sýnist grunsamlegast- ur, gæti legið við hliðina á þeim stað, sem er með hætlu- legu skemmdinni, og þá hefur maður huggað sig við það, að ekkert hættulegt sé á sevði og þannig frestað aðgerð um óá- kveðinn tíma. Ef skemmdin hefur náð vissri þykkt, er hægt að reyna, hve meir hún er, með því að stinga í hana sárakanna, sem þá dettur inn úr yfirborðinu, ef um krabbameinsskemmd er að ræða, þó ekkert væri liægl að finna óeðlilegt við að þreifa með fingurgóm. Þessi rann- sóknaraðferð er kennd við Chrobak, og leggja sumir lækn- ar mikið upp úr því að nota hana alls staðar þar sem eru erosionir. Eins og áður var á minnst, þá er „intraepithel carcinoma“ nú talið undanfari hins eigin- lega krabbameins í þeim upp- runalega skilningi orðsins. Öðruvísi verður það ekki skýrt, þegar þessar intraepithelial hreytingar finnast mörgum ár- um áður en úr þeim verður ,inuasive carcinoma . Þessi tímalengd er misinunandi, og liafa verið talin fram slík lil- felli, sem fylgt hefur verið eft- ir, frá tveimur og upp i 12 ár, áður en vöxturinn fer að grafa sig niður í bandvefinn. Hins vegar virðist þessi ,intraepit- heliaV vöxtur ekki alltaf verða að krabhameini. Við athugun á aldri þeirra kvenna, sem hafa ,preinvasive carcinoma‘, kem- ur í Ijós, að þær eru yngri en meðaltalið af konum með krahliamein í leghálsi. Þetta er talin ein mikilvæg sönnun fyr- ir því, að þessi vaxtarbreyting í vefnum sé undanfari krabha- meinsins. Hertig, Te Lincle o. fl. amerískir læknar fundu meðalaldur þessara kvenu.x 58 ár, en meðalaldur þessara krabbameinssjúklinga er 48 ár. Þessar intraepithel hreytingar finnast oftast á niótum flögu- þekju og háfrumuþekju (cijl- inder epithels), sem sé rétt i ytra legopinu. Vefbitarnir eru þess vegna alltaf teknir á þeim stað, ef ekki eru aðrir sérstak- lega grunsamir staðir á leg- hálsinum. Ef árum saman eru teknir vefbitar á þessum saiiia

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.