Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ vel afmarkaðir. Hertig og Arm- strong fundu með því móti 29 tilfelli af „non-invasive“ krabbameini af 8333 rannsókn- um. Ilinsvegar eru 90% af til- fellunum góðkynja þó Lugols- litun sé jákvæð. Eins og gengur og gerist eru skiptar skoðanir um það, hve mikils virði þessi rannsókn er. Meigs telur, ef læknar temdu sér þessa rann- sókn, að þá myndi takast að finna miklu fleiri krabba- meinstilfelli á byrjunarstigi. Aðrir leggja alveg eins mikið upp úr því að athuga vel leg- hálsinn í góðri lýsingu, og fer um þetta, eins og svo margar rannsóknaraðferðir, mikið eft- ir þvi, livað hver temur sér. Aðallega vilja margir læknar leggja mikla áherzlu á það, að þessi einfalda rannsókn, sem öllum læknum á að vera lcleift að framkvæma á venjulegri lækningastofu, þar sem ekki er þekking, æfing né aðstaða til þess að gera umfangsmeiri rannsóknir, er mikil lijálp til þess að finna grunsama staði í vefnum, og senda þá konuna til sérfræðings, sem hefur meiri reynslu og fullkomnari skilyrði til nákvæmari rann- sókna, ef Lugols-próf vekur sterkan grun. Hér á landi þarf ekki að eyða mörgum orðum að kotposkopi. Þýzkur læknir, dr. Hinzel- nmnn, fann ujip þessa aðferð og hún er mikið útbreidd í Mið- Evrópu-löndunum, hins vegar 153 hefur hún aldrei náð neinni úthreiðslu í Engil-Saxnesku löndunum, sem nú standa þó orðið mjög framarlega í krabbameinsbaráttunni; gild- ir það einkum Bandaríkin. — Ivolposkopið er tvíhlaupa sjónauki, sem hafður er á fótstandi framan við ,vulva‘, þannig að hægt er að þurrka upp slím eða blóð frá leggöngum án þess að raska við sjónaukanum. Hann stækkar 10—12 sinnum (nú nýlega meiri stækkun, upp í 20 til 24 sinnum) og þannig er fljótlega hægl að skoða all- an legháls og hvílftir leggang- anna. Það, sem fvrir augun ber, er alveg ný mynd af líf- færunum, og þess vegna þarf líka sérstaka æfingu til þess að greina hið nýja viðliorf. Þeir, sem fengið hafa æfingu í þessu, eru fljótir að átta sig á því, hvar grunsömu hlettirnir eru, og siðan eru teknir vefhitar úr þeim stöðum. Schillers-próf er brúkað með þessari skoðun, til þess betur að finna óeðli- lega staði, enn fremur e;; lika penslað með 3% ediksýru, 1 3% salicvlsýru eða 5% lapis. Þeir, sem fengið hafa full- koinna æfingu, telja, að ekki þurfi nema %—ÍV2 mínútu til þessarar skoðunar. Hinsel- mcinn hefur skrifað lieila bók um kolposkopiskar rannsókn- ir, og m. a. flokkar hann leuko- plakiur í fjóra flokka eftir því hve grunsamlegar þær eru um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.