Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 8
148 LÆKNABLAÐIÐ leghálsinn með berum augum, þá er notað svonefnt Scliillers- próf, kolposkopia og það, sem á ensku er nefnt „vaginal sme- ar“. Allar þessar rannsóknir eru brúkaðar til þess að velja úr grunsamleg tilfelli, sem síð- an eru fullkomlega staðfest með því að taka bita úr vefn- um og gera á þeim venjulega vefjarannsókn. Það er einasta aðferðin til þess fullkomlega að staðfesta krabbameinsgrein- inguna. Þó ekki sé gerð krafa til þcss að finna carcinoma in situ, þá er oft hægt að finna portio cancer með því að skoða leg- hálsinn í legspegli (speculum), þó ekki séu komin í ljós nein „subjectiv“ eða „ohjecliv“ ein- kenni um krabhamein. Með þeirri rannsókn á hver lækn- ir að geta rennt grun í, hvers kyns sjúkdóm sé um að ræða, og þá tekið vefbita til vefja- rannsóknar, eða ef hann er þannig í sveit settur, þá sent sjúklinginn til sérfræðings. Það, sem veldur mestum erfið- leikum, eru hinar algengu góð- kynja skemmdir, sem eru svo tíðar á leghálsi, og þá einkum þeirra kvenna, sem hafa fætt. Bæði er það, að góðkynja skemmd getur svipað svo mik- ið til illkynjaðrar skemmdar, að slíkt sé ekki unnt að greina, nema með smásjárrannsókn, og eins getur verið smávegis byrjun á illkynjaðri meinsemd í góðkynjaðri skemmd. Góð- kynja fyrirbrigði eins og ieu- koplakia getur verið undan- fari krabbameinsins. Erfiðleik- ana á að finna krahbameinið má flokka í þrjá flokka: Fyrsti flokkur: Sjúklingur og læknir ná ekki saman. Sum- ir vilja telja þar jafnt til saka lækninn og sjúklinginn. Þess eru mörg dæmi, að læknir lief- ur haft krabbameinssjúkling mánuðum saman til lækninga, áður en honum hugkvæmdist að athuga lilfellið nægilega gaumgæfilega til þess að finna. meinsemdina. Reynt er að vinna hug á þessu með því að láta sjúklinginn koma reglu- lega til rannsóknar endurtekið ef einhver sérstök einkenni koma i Ijós. Oftast er það heimilislæknirinn, sem þarna mæðir mest á, og hann verður þess vegna að gefa sér tíma lil þess að hlusta á sjúklinginn og athuga hana vel. Heimilislækn- irinn verður þess vegna að kunna skil á ákveðnum rann- sóknum, sem nauðsynlegar eru til þess að ganga úr skugga um það, livort ástæða sé til þess að gera biopsi. Annar flokkur. Þar sem venjuleg sjúkrasaga og stað- bundin rannsókn hefur ekki reynzt fullnægjandi til þess að byggja á grun um krabbamein. Oft eru blæðingar fvrstu lcvart- anir sjúklingsins, og þá ýmist óreglulegar tíðir eða blæðing- ar milli tíða. Hins vegar hafa margar konur með krabbamein

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.