Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Síða 9

Læknablaðið - 01.06.1953, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 149 á fyrsta stigi, enn engin ein- kenni frá kynfærunuin, og ó- reglulegar blæöingar eru ein- mitt algengar hjá konum á krabbameinsaldri, þannig að þetta einkenni verður þá til- tölulega lítils virði. Innri rann- sókn (exploration) gefur ekki beldur örugga leiðbeiningu um krabbameinið á legbálsi, og er það mjög mikilsvert atriði. Enn fremur má ekki trevsta of mik- ið á aldur sjúklingsins; það eru ekkert sjaldgæfar undantekn- ingarnar. Þriðji flokkur: Niðurstöð- ur vefjarannsóknanna eru ekki sjaldan óákveðnar. Það kemur fyrir að meinafræðingar eru ekki sammála um niðurstöður vefjarannsókna, auk þess sem vefjarannsóknin er alveg bund- in við þann bita, sem sendur er til rannsóknar. Sá, sem vel- ur bitana, verður að gera sér grein fyrir því, að bita verður oft að taka frá fleiri grunsöm- um stöðum. 1 vafatilfellum verður oft að endurtaka rann- sóknina, og kemur þá til þess að fá sjúklinginn til samvinnu um það, án þess þó að vekja bjá henni óþarfa hræðslu. Ef bitarnir eru ekki teknir frá á- kveðnum grunuðum stað á leg- hálsinum, er reglan að iaka bita á fjórum stöðum á mólum portio og endocervix, en þar er talið að krabbameinsvöxturinn bvrji oftast. Staðirnir eru þá valdir sem svarar kl. 2, 4, 8 og 10.. Bitarnir mega ekki beldur vera of litlir, því þeir rýrna um allt að % af stærð við und- irbúning á vefnum (fixeringu). Þetla gerir enn erfiðara við rannsókn á lítilli skemmd. Á seinni árum eru þeir lækn- ar, sem fást við lækningar á krabbameini i leginu, sammála um að fullkomin barátta verði ekki nema sífellt endurtekin skoðun fari fram, og er þá ált við innri rannsókn með leg- spegli lijá öllnm konum, og þær konur, sem hafa sérstakar kvartanir bundnar við þetta líffæri, þarf þá að allniga sér- staklega nákvæmlega. Veiga- mestu einkennin eru óreglu- legar blæðingar, blóðlituð út- ferð og klæðaföll. Allar grun- samlegar skemmdir á leghálsi verður að taka til vefjarann- sóknar. Bitana má skera með venjulegum hníf, en þá þarf þó oftast að sauma sárið sam- an, ef maður vill tryggja sig gegn óþægilega mikilli hlæð- ingu. Þægilegast er að taka bit- ana með svonefndri „punch Jjiopsy forceps“. Til öryggis er bezt að setja smátróð i leggöng- in, og láta það liggja til næsta dags. Ef elektrokoagulations- tæki er tiltækilegt, þá er ennþá þægilegra að brenna fvrir sár- in með því. Þessa litlu aðgerð getur hvaða læknir sem er framkvæmt á viðtalsstofu, jjví leghálsinn er svo tilfinninga- laus að til þessa þarf enga deyv- ingu. Hafi nú verið um blæðingu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.