Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 10
150 LÆKNABLAÐIÐ að ræða lijá konunni og i ljós kemur að sár er á leghálsinum af krabbameini, þá er cancer- inn alltaf orðinn „invasive“. Komi blæðingin frá ,erosio‘, er oft ómögulegt að segja um, livort ekki geti verið í því ill- kynja vöxtur, nema með vefja- rannsókn því ,erosionir‘, sem eru að gróa, hafa mikinn epith- elvöxt, sem stundum hefur valdið meinafræðingum erfið- leika við greiningu á krabba- meini. Stundum kemur ,kontakt‘- blæðing, eða bara við tregar liægðir blæðing, frá leghálsi, sem ekkert er á að sjá, og er þá venjulega skemmdin upp í sjálfum legbálsinum, eða frá legholinu, en það er miklu sjaldgæfara. Slímhúðarsepa, sem lafa út um legopið, á alltaf að senda til vefjarannsóknar. Krabbamein, sem ekki er ,in- vasive' veldur ekki blæðingu. Útferð er oft undanfari ,kont- akt‘-blæðingar, og orsakast þá af bólgubreytingum í yfirborði skemmdarinnar. Útferð getur líka stafað af óverulegri blæð- ingu, þar sem blóðið leysist sundur og þynnist í vessum legganganna, og er þá aðeins dökkleit að lit. Annars er út- ferð því miður svo algengt og saklaust einkenni, að bvorki konurnar sjálfar né læknarnir skeyta því neinu, oft og tíðum. „Non-invasiv“ krabbi veldur engri útferð, fremur en blæð- ingu. Exploratio vaginalis hel’- ur mjög takmarkað gyldi, ef á að finna krabbamein i leg- liálsi tímanlega. Á byrjunar- stigi er engin sú breyting á vefnum að snertiskynið geti þar orðið að gagni, því vefur- inn er ekkert orðinn barður og ekkert dottið upp úr honum. Exploration getur þó stundum valdið fyrstu snertiblæðing- unni, og ber því að veita því athygli. Skoðun ú leghálsinum er eitt mikilvægasta atriðið við alla rannsókn á kynfærunum. Til þess þarf að hafa legspcgil (speculum) og gott ljós. Leg- hálsinn getur verið 1) að því er virðist alveg lieill og eðlilegur, með glansandi slímbúð og jafn að lit. 2) Það geta verið á honuin bólgubreytingar með vauö- leitum rákum eða hvilleit- um blettum. 3) Með ovulae Nabotbi, eða smáum stífluðum kirtlum. 4) Leukoplaki, sem eru skjall- bvítar, uppbækkaðar skell- ur. 5) Ectropium, þegar legháls- inn gapir vegna gamallar rifu eftir fyrri fæðingar. 6) ,Erosio‘, í kliniskri merk- ingu orðsins, þar sem um er að ræða hárauðlitað svæði umbverfis vtra leg- opið. 7) ,Ulceration‘, sem er ,erosio‘ á hærra stigi. Þá sjást eilt eða fleiri göt á vefnum með eins og trosnuðum röndum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.