Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 14
154 LÆKNABLAÐIÐ illkynjaðan vöxt. Þetla er við- urkennd rannsókn i höndum þeirra, sem hafa fengið næ«i- lega æfingu, sem þó er full- komið sérnám, og sjónaukinn er dýr, auk þess sem til þessa þarf þó töluverðan tíma og þol- inmæði — og þó er aðferðin takmörkuð við ]>að, að velja úr grunsainleg tilfelli — vefja- rannsókn verður að vera líka. Þriðja aðferðin lil þess að finna krahbamein á byrjunar- stigi er ,cytologisk‘ rannsókn. Papanicolaou hyrjaði á því 1!)28 að taka slím frá leggöng- um og lita með sérstökum að- ferðum og skoða i smásjá. Sem kunnugt er, þá er viss flagn- ingur af frumum frá slímhúð legsins, leghálsi og leggöngum, sem blandast slíminu, sem kemur frá þessum líffærum. Papanicolaou vann árum sam- an að því að fullkomna þessa aðferð, þannig að með þessu móti er nú hægt að greina hvort í svona stroki finnast illkynj- aðar frumur, sem ])á hljóta að koma frá illkynjuðum vexti i þessum líffærum. Frumurnar eru mismunandi eftir því frá hvaða stað þær koma. Árið 1943 gaf liann, ásamt sam- verkamanni sínum, dr. Traut, út bókina „Diagnosis of Uterine Cancer by the Vaginal Smear". Slímið er sogið með gler- pípu efst úr leggöngunum, sprautað á objeci-gler og stung- ið niður í jafna hlöndu af alkohol 50% og æther, áður en slímið nær að þorna, til þess að ,fixera' það. Eftir að gler- platan er komin í ,fixerinn', gerir ekkert til þó litun fari ekki fram fyrr en löngu seinna, og þess vegna er þessi aðferð handhæg að framkvæma. Kon- an getur í rauninni sjálf fram- kvæmt þella, þó til þess þurfi að vísu aðeins lilsögn. Nú er útstrokið litað með þessari sérstöku litun og síðan skoðað í smásjá. Til þessa þarf að vera sérmentaður cytolog, því þetta er allt öðruvísi en venjuleg vefjarannsókn. Þeir, sem hafa fengið æfingu í þessu, geta þekkl á frumunum hvað- an þær eru úr þessum líffær- um, eins úr livaða lagi slím- húðarþekjunnar, og loks eftxr litarhreytingum, lögun og bvgg- ingu kjarnanna, hvort um ill- kynjaðan vöxt geti verið að ræða. Þessi rannsókn gefur þó ekki ákveðna greiningu krabbameins, og þar sem um jákvæða rannsókn er að ræða, verður alltaf fvrst og lremst að endurtaka hana og síðan í öllum tilfellum að stað- festa greininguna með vefia- rannsókn á venjulegan máta. Þannig er þá hægt að finna grunsamlegu tilfellin, þó ekk- ert óeðlilegt sé við venjulega rannsókn. Rangár niðurstöður er það hættulega við allar rannsóknir. Við þessa aðferð er talið að skekkjan sé miklu oftar sú, að niðurtsaðan er já- kvæð, þó ekki sé um krabba-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.