Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 12
152 LÆKN ABLAÐIÐ stað, þá koma þar með tíman- um töluverð ör, sem sumir telja ekki heppilegt hvað við- vikur ,icancer degeneratiorí. Krabbameinsbaráttan er nú framkvænul með því móti, að teknir eru vefbitar frá öllum breytingum á leghálsi, þó.tt ekki gefi grun um krabba- mein með berum augum. — Lock og Caldwell fundu þann- ig 29 krabbameinstilfelli eða 1.7% af 1797 biopsium. Piper fann 11 tilfelli af krabbameini af 1 í>00 biopsium og Te Linde og Galvin fundu 1.3% krabba- mein með því að taka bita frá leghálsinum alltaf, þegar leg er skafið og alltaf er eitthvað var óeðlilegt að sjá á legháls- inum. Til þess nú að finna þá staði, sem geta verið grunsam- legir á leghálsinum, án þess að valda skemmdum með örmynd unum, eru aðallega notaðar þrjár aðferðir: Sehillers próf, kolposkopi og svonefnt „vagin- al smear“. Schillers próf er i því fóJg- ið að pensla leghálsinn með Lugols upplausn (1 joð, 2 joö- kalium, 300 vatn). Eðhleg flöguþekja inniheldur glycogen í efstu lögunum og litast þess vegna við þetta og verður dökkbrún (mahogani brún). Þar sem yfirborðs-þekjan er flögnuð af, er vefurinn óbreytt- ur, rauður eða aðeins gulleitur. Eins fer um báfrumuþekju á ectropium. Ef flöguþekjan er hornmynduð (cornificeruð) eða með byrjandi krabbameins breytingum, ])á verður engin litarbrevting á vefnum, þó hann sé alveg heill; því það vantar þá glycogen í vefinn. Það koma fram hvítleitar skell- ur, sem stinga í stúf við hinn dökklitaða vef umhverfis. -— Þetta er handhæg rannsókn, sem auðvelt er að framkvæma af livaða lækni sem er, og þarf ekki annað til þess en legspeg- il og gott ljós. Til undirbúnings verður að þurrka vel burt alll slim. Ef leghálsinn litast allur jafnt og vel, má ganga út frá því, að engin skeinmd sé í flöguþekj- unni; hins vegar er ekki hægt að segja hvers eðlis skemmdin er, þó vefurinn litist ekki með Lugols-vökva. — Orsökin þavf ekki að vera önnur en smá- bólgubreyting. Við þessa rann- sókn kemur líka aldur kon- unnar til greina, því ef konan er kastreruð, eða ef konan er komin vfir breytiárin, er lítið sem ekkert glvcogen í vefnum, og þá verður ekki ])essi litar- breyting á vefnum. Þegar bú- ið er að lækna góðkynja breyt- ingar og bólgur, kemur aftur eðlileg litun, þegar penslað er með Lugols-vökva. Orsök breyt- inganna getur líka verið hyp- erkeratosis vegna legsigs, eða syfilisskemmdir. Niðurstaða þessarar rann- sóknar verður sú, að taka verð- ur til vefjárannsóknar bita l'rá öllum þeim blettum, sem eru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.