Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 38. árg. Reykjavík 1954 5. tbl ~~ Blinda á tslandi Nokkrar athuganir á blindu fólki í árslok 1950. Cjuchmmcl !3j jomóó'on au^n (œln Blinduhugtakið hjá okkur, eins og reyndar víðast annars staðar, er mjög á reiki. Er því nauðsynlegt að skilgreina hugtakið blinda, áður en rætt verður um orsakir og útbreiðslu blindunnar. — Einn- ig er nauðsynlegt að kynna sér blinduhugtak annarra þjóða, til þess að unnt sé að bera saman hérlendar og er- lendar blinduskýrslur. Því að ekki er hægt að bera saman blinduskýrslu frá þjóð, sem setur blidumark (blindustand- ard) %o Snellen, við aðra, sem befur %0 Snellen sem blindu- mark, því að bin síðari mundi fá mun hærri hlutfalls-blindu- tölu í sínu landi. Frá læknisfræðilegu sjónar- miði táknar blinda (amauros- is) að auga greini enga birtu. í daglegu tali er sá kallaður steinblindur, sem ekki greinir ljós og reyndar þótt hann greini aðeins birtu. En starfs- blindur eða sósialt blindur er sá kallaður, sem er ófær til hvers konar starfs, er sjónar þarf sérstaklega við og er svo sjóndapur, að hann eigi erfitt með að komast leiðar sinnar á ókunnum stað. I þessum síðari flokki eru blindumörkin oft mjög óglögg. Það er um sjón- ina eins og annað, að menn eru mismunandi nægjusamir og fer það aðallega eftir þvi, hvaða starf menn liafa með höndum, livenær þeir telja sig blinda. Maður, sem hefur unnið verka- mannavinnu alla æfi eða verk, sem ekki krefst nákvæmrar sjónar, telur sig miklu seinna blindan en maður, sem ])arf mikið að beita sjóninni við störf sin eins og úrsmiðir, klæð- skerar, skrifstofumenn og flug- menn, svo að fáir starfsflokk- ar séu taldir. Ekki má alltaf miða við hina skörpu (central)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.