Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 8
66 LÆKNABLAÐIÐ sjón augans, því að sá getur talizt blindur, sem hefur all- sæmilega skarpa sjón, en sjón- svið mjög skert. Er þetta til- tölulega sjaldgæft. Af þessu leiðir, að erfitt er með sjón- töflum einum að ákveða, hvoit sjóndapur maður kemst í flokk blindra eða ekki. Þar verður mat læknisins og viðkomandi sjálfs að koma til greina. En einhvers staðar verður samt að setja blindumarkið, sem befur verið mismunandi bjá hinum ýmsu þjóðum eins og fyrr greinir. Hér á landi befur ekki verið nein lagasetning eða fast- bundin hefð, hvar setja átti blindumarkið, en þó einna Iielzt verið miðað við stein- blinda eða því sem næst, er blindir voru skráðir Á síðari árum hefur blinduhugtakið verið fært úl og fleiri komizt í flokk starfsblindra. f reglum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar nr. 1 24. júlí 1948, um heiti og skráningu sjúkdóma og dánarmeina, svo og samn- ingu og birtingu staðtölu- skýrslna þar að lútandi, sem tóku gildi fyrir ísland 1. jan. 1951, stendur: „Blinda er al- mennt miðuð við sjónskerpu %0 (2%oo) eða minna með bezta gleri, eða ekki yfir 20 stiga víðast sjónsvið“. f1) Eig- um við því í framtíðinni að haga okkur við samningu blinduskýrslna samkvæmt þessum fyrirmælum. Við skulum nú athuga hvar nokkrar aðrar þjóðir hafa sett sín blindumörk. í norskum lögum frá 1936 um blindra- tryggingar segir, að sá maður teljist blindur, sem er alveg sjónlaus, eða sjónin svo skert, að hann geti ekki komizt leiðar sinnar vegna sjóndepru, eða geti ekki talið upprétta fingur í góðri birtu gegn dökkum bak- grunni í meira en eins metra fjarlægð. Danir hafa ekki lög- fest nein ákveðin blindumörk fyrir fullorðna. — Danska blindrafélagið takmarkar inn- göngu í félagið við %0 Snellen, en börn þar í landi eru talin blind, ef þau geta ekki fylgzt með skólafélögum sínum vegna sjóndepru og gildir sú regla yf- irleitt fvrir börn í flestum löndum. I Svíþjóð hafa tak- mörkin verið %0 Snellen, en í Finnlandi hefur sá verið talinn blindur, sem kemst ekki leiðar sinnar vegna sjóndepru.(2). Ýmis önnur lönd hafa svip- aða skilgreiningu á blindu. Yf- irleitt er blindulmgtakið í enskumælandi löndum all- miklu viðtækara. Samkvæmt enskum skólalögum, er það barn talið blint, sem getur ekki vegna sjóndepru, lesið þær bækur, sem kenndar eru í barnaskólunum. Hjá fullorðn- um í Englandi befur blindu- markið verið y20 úr eðlilegri sjón, eða sem svarar til %0 Snellen. Svipaðar reglur hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.