Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 67 gilt í Hollandi og Frakklandi. Kanada og Bandaríkin hafa %„ (2%oo) Snellen eða y10 úr eðlilegri sjón sem sín blindu- mörk.(3) Hafa þeir því haft viðtækast blinduhugtak. Af framanskráðu sést, að blinduhugtakið hefur verið mjög breytilegt lijá hinum ýmsu þjóðum. Allt frá því að telja fingur i eins metra fjar- lægð og upp í y10 úr eðlilegri sjón. Þessar þjóðir hafa nú gerzt aðilar að hinum fyrr- nefndu reglum Alþjóðahcil- brigðisstofnunarinnar og munu þá væntanlega í framtíðinni miða blindumark við %)0 Snellen. í athugunum mínum, sem cg Iief gert á blindu fólki í á>s- lok 1950, Iief ég sett blindu- markið %n Snellen, þar eð ekki var þá vitað um hinar framan- skráðu reglur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, er hinir blindu voru skoðaðir. Hér á landi eru ekki gerðar ennþá sérstakar blinduskýrslur af læknum mér vitanlega. Er ])ví mjög erfittað fá nána vitneskju um, hve margt blint fólk er hér á landi. Við allsherjarmanntal- ið, sem fór fram 1. desember 1950, voru skráðir 364 blindir á öllu landinu, þar af er vitað með vissu um 2, sem ekki geta talizt blindir. Því til viðbótar lief ég fundið, aðallega i Reykjavik, 72 blinda. Hef ég einkum fundið þá með hjálp formanns Blindravinafélags Is- lands. Vafalaust eru einhverjir fleiri en þessir tveir oftaldir og ennþá fleiri vantaldir eins og berlega hefur komið i ljós. Var því lágmarkstala blindra hér 434 í árslok 1950. ■— Þá, sem blindir hafa orð- ið eftir árslok 1950, hef ég ekki talið hér með, þó að þessi grein sé samin síðar. Sá mælikvarði, sem teljararnir er tóku mann- talið fóru eftir og preníaður er á manntalsskýrslurnar, Idjóðar svo: „Alveg sjónlaus eða getur ekki farið ferða sinna á ókunnum stað.“ I tölum mundi það nálgast að hámarks sjón væri einhvers staðar á milli %o—%0 Snellen. Við athugun, sem Kristján Sveinsson, augnlæknir gerði á blindu fólki árið 1940 (4), fann hann 409 blinda menn á land- inu og voru 59,4% karlar og 40,6% konur. Samkvæmt þess- um athugunum voru 3,4%° af ibúum landsins blindir árið 1940. Við mínar atliuganir fann ég 3%o blinda í árslok 1950, eða mjög svipaða hlutfallstölu. Sambærilegar tölur frá Eng- landi 1948 (3) sýna, að um l,8%e eru þar blindir af landsbúum. Norðurlöndin hin hafa undan- farin ár gefið upp mun lægri hlutfallstölu: 0,5—1%C af öll- um landsmönnum. Blindra-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.