Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.1954, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 73 landi. Blind börn innan 15 ára voru þó öll skoðuð (sbr. töt'lu 4). Árið 1948 voru belztu blindu- orsakir í Englandi (3) þessar: Cataracta ............ 24,6% Glaukoma.............. 13,4% Myopia ........v...... 10,8% Meðfæddir og arfg. sjúk. 9,9% Syphilis ............. 6,7 % Degeneratio macul. sen. 6,4% Iridocyclitis ........ 4,7 % Atrophia n. optici .... 3,5% Ophthalmia neonator. 2,6% Trachoma .............. 1,1% Árið 1950 voru í Bandaríkj- unum þessar blinduorsaki r helztar(5): Cataracta ............. 18,8% Glaukoma .............. 11,6% Af völdum bólgu .... 22,5% Slys ................... 9,3% í Austurlöndum, þar sem al- mennt heilbrigðisástand er á lágu stigi, er mikið um blindu. I Indlandi er vitað um tvær miljónir manna, sem eru blindir (5%0 af landsbúum) og er það áætlað um einn fimmti hluti af öllu blindu fólki í heiminum. Er álitið, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir 90% tilfellanna og auk þess 5% læknanleg. Um 30% hinna blindu höfðu misst sjónina undir 21 árs aldri og flestir þeirra innan 5 ára aldurs. (9). Helztu blinduorsakir í Ind- landi eru: Cataracta............... 46% Glaukoma ............... 10% Kerato-malacia .......... 8% Syphilis................. 6% Trachoma................. 5% Ulcus corneae............ 5% Variola ................. 2% Ophtlialmia neonatorum 0,9% Blinda af völdum keratomal- acia, syphilis, ophthalmia neon- atorum og trachoma þekkist ekki hér á landi. Eins og löngu er vitað er blinda af völdum gláku (glau- koma simplex) langalgengust hér á landi. Af þeim 143, sem ég skoðaði, höfðu 75 (45 karl- ar og 30 konur) blindazt af gláku eða 52,4%. Þar eð gláka er eingöngu í elztu blindu- flokkunum, en af þeim hefi ég að tiltölu skoðað fæsta (sbr. töflu 4), þá má áætla að um 60% hafi misst sjónina af völd- um gláku. Árið 1940 taldi Kristján Sveinsson, augnlæknir,(4) að 71,1% væru blindaðir af þeim sjúkdómi. Ekki verður þó af þessum tölum fullvrt að gláku- blindan hér á landi sé á und- anhaldi. Til samanburðar má geta þess, að blutfallstala blindra af gláku er 13,4% í Englandi, 11,6% í Bandaríkj- unum, en aðeins 4,5% í Noreg'i, þar sem cataract er efstur A lista eins og í Englandi og Bandaríkj unum. Tafla 8 sýnir skiptingu þess-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.