Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1956, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.06.1956, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 39 blæðing byrjar, má skipta í tvö aðalskeið. Hið fyrra er vaxtar- eða álunarskeið (sta- dium proliferationis) og hið síðara driftarskeið (stadium secretionis). Það, sem markar tímamót þ,essara tveggja skeiða, er vitanlega egglosið (ovulatio). Fyrra skeiðið stendur venjulega 14 daga, en lengd þess er þó mun óreglu- legri ,en hins síðara og getur orðið allt upp í 24—25 dagar eða meir. Lengd síðara skeiðs- ins er ekki eins breytileg og er talin 14±2 dagar. Yfirborð legholsins eftir tíð- ir er alll eitt flakandi sár. Fljótlega tej'gja sig þó þekju- frumur frá kirtilbotnunum, sem eftir lifa í stratum basalis og klæða allt yfirborðið. Vaxt- arskeiðinu er oft skipt í þrjú bil, fyrsta-, mið- og siðasta bil vaxtarskeiðs. Fyrsta bilið er venjulega talið enda, þegar 7 dagar eru liðnir af cyclus. Á þeim tíma er yfirborðsþekjan lág, .einkum er fjær dregur munnum slímhúðarkirtlanna. Sjálfir kirtlarnir eru beinir og þröngir. Kjarnarnir i þekju- frumum þeirra rísa mishátt frá undirlaginu (pseudo-strati- fication), og kjarnaskiptingar sjást víða í hinum vaxandi kirtlum. í stoðvefsfrumunum sjást kjarnaskiptingar einnig, en frumur þessar eru á öllum skeiðum cyclus, nema rétt fyr- ir tíðir, stjörnulaga með hlut- fallslega stórum kjarna, en litlu frymi (mynd IA). Eftir því sem líður á vaxtarskeiðið, víkka kirtlarnir og verða hlykkjóttir, en að öðru leyti breytist útlSt slímhúðarinnar lítið. Bjúgur i stoðvefnum, sem venjulega sést fram eft- ir vaxtarskeiðinu, hverfur nokkru fyrir egglosið. Fljótlega eftir egglosið koma fram nýjar breytingar í þekju- frumum kirtlanna fyrir áhrif vaka, sem losna úr læðingi í hinum sprungna folliculus. Þessar br.eytingar eru fólgnar í myndun vessabólna í frymi kirtilfrumanna. — Bólurnar koma fyrst fram undir kjörn- unum og mynda samfellda röð í hverjum kirtli, svo nefnda zona lucida (mynd I B). Smám saman ýtast þær upp á við í frumunum, fram hjá kjörnunúm, unz þær springa úl í hol kirtlanna. Við þetta breytist yfirborð frum- anna, sem áður var slétt, en verður nú tökkótt eða trosnað. .1 af nf ram t vessabólumyndun- inni breytist heildarútlit kirtl- anna, sem verða hlykkjóttari, því meir sem líður á driftar- skeiðið, unz þeir verða sag- tenntir í útliti, ef svo má að orði kveða (mynd I C). Séu athugaðar breytingar í stoðvef slímhúðarinnar á drift- arskeiðinu, kemur i ljós, að kjarnaskiptingar i stoðvefs- frumunum hverfa fljótlega

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.