Bændablaðið - 19.09.2013, Side 2

Bændablaðið - 19.09.2013, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 20132 Fréttir Whole Foods: Íslenskar vörur njóta vaxandi hylli Íslenskar matvörur hafa náð góðri athygli viðskiptavina í verslunum Whole Foods Market í Bandaríkjunum og það er vaxandi eftirspurn eftir þeim. Þetta kom fram í máli John Blair Gordon sem hefur áralanga reynslu af sölu íslenskra matvara í Ameríku. Hann hélt erindi á morgunverðarfundi Amerísk- íslenska viðskiptaráðsins á þriðjudaginn var en fundurinn fór fram á Hótel Sögu að við- stöddu fjölmenni. Möguleikar lífrænnar matvælaframleiðslu Þar var fjallað um lífræna matvæla- framleiðslu og möguleg tækifæri hér á landi á því sviði. Ráðherra landbúnaðarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, flutti inngangserindi og lýsti í stuttu máli stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu. Hann greindi frá því að stofnaður yrði starfshópur í ráðuneytinu til þess að móta til- lögur um það hvernig auka megi búvöruframleiðslu í landinu. Julia Obic, framkvæmdastjóri hjá Whole Foods, hélt kynningu á fyrirtækinu og ljóst var á hennar máli að aukin eftirspurn er eftir vörum sem fram- leiddar með lífrænum aðferðum. Umræða um erfðabreytt matvæli er mikil í Ameríku og hafa stjórnendur Whole Foods ákveðið að merkja allar vörur sem eru erfðabreyttar og til sölu í búðunum frá og með árinu 2018. Kynntu sér íslenska matvælaframleiðslu Hópur fólks frá Whole Foods var í heimsókn á Íslandi á dögunum og tók þátt í fundinum. Tilgangurinn með förinni hingað til lands var meðal annars að fara í göngur og réttir með sauðfjárbændum en einnig að kynna sér íslenska mat- vælaframleiðslu. Eftir nokkurn uppgang í kornrækt á landinu á síðustu árum kom slæmt bakslag í greinina þetta árið. Kemur þar eitt og annað til. Á Suðurlandi hefur veður í sumar einkennst af rigningu, kulda og sólarleysi og fyrir norðan var ekki hægt að sá fyrr en undir lok maí- mánaðar, vegna klaka og snjóalaga. Um helmingur kornræktarinnar á Íslandi er á Suðurlandi, fjórðungur er á Norðurlandi og afgangurinn á Austur- og Vesturlandi samanlagt. Slagviðri um sl. helgi, með úrhellisrigningu sumstaðar og jafn- vel snjókomu, hefur svo haft sitt að segja. Eftir helgina hafa fregnir t.a.m. borist af tjóni á ökrum undir Eyjafjöllum og eitthvað skemmdist sömuleiðis í Skaftárhreppi. Slakt bæði á Suður- og Norðurlandi Jónatan Hermannsson, tilrauna- stjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, segir að sumarið hafi verið slakt bæði fyrir sunnan og norðan og sé þar með í sérflokki. „Sumarið 2006 var afar slakt kornár sunnanlands en þokkalegt fyrir norðan. Sumarið 2011 var afar slakt kornár norðanlands en þokka- legt fyrir sunnan. Þegar landið er tekið í heild er nýliðið sumar senni- lega það lakasta frá 1995.“ Bændablaðið leitaði á náðir ráðu- nauta Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins til að veita upplýsingar um stöðu mála og fór með þeim í sýslurnar hringinn í kringum landið, til að fregna um ástand mála í hverri þeirra fyrir sig. Tekið skal fram að athugunin fór að mestu fram áður en óveðrið skall á landinu um sl. helgi. Með slökustu árum á Vesturlandi og Vestfjörðum Sigurður Jarlsson, ráðunautur á Ísafirði, hringdi í nokkra helstu kornræktarmenn á Vesturhluta landsins; á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Hann segir að vorað hafi seint og því hafi korni verið seint sáð. Kornskurður var ekki hafinn á þessum svæðum. „Menn voru þó þokkalega bjart- sýnir. Misjafnt var hvenær menn sáðu en akrar voru gisnir framan af og víðast hvar er mikið grænt í ökrum enn þá. Menn eru samt von- góðir um að hægt verði að þreskja en held að allir séu sammála um að þetta verði með slökustu árum í kornrækt. Haraldur í Belgsholti talaði um að hugsanlega mætti hefja þreskingu á bestu ökrum eftir 10-15 daga. Aðrir þorðu ekki að nefna tíma. Þá eru margir mýrarakrar mjög blautir. Veðurfar fram á haustið gæti skipt sköpum.“ Útlit betra í Skagafirði og Húnavatnssýslum en vonir stóðu til Eiríkur Loftsson var til svara fyrir Skagafjörð og Húnavatnssýslur. „Eins og víðast á Norðurlandi var korni í Skagafirði og Húnavatnssýslum sáð seint. Heildarstærð akra er sennilega að flatarmáli heldur minni í Húnaþingi en undanfarin ár og umtalsvert minni í Skagafirði. Sprettutíð í sumar hefur verið góð og akrarnir víðast þéttir og háir en grænir og fylling kornsins misjöfn. Sumstaðar er hún þó orðin góð og jafnvel mjög góð og væntingar um góða upp- skeru. Kornið er þó lítið farið að þorna svo að þurrkun verður dýr ef ekki verður friður fyrir veðri og fugli til að láta það þorna á stráinu. Ég veit ekki til þess að þresking sé hafin á svæðinu en gert ráð fyrir að hún byrji í næstu viku,“sagðir Eiríkur fyrir helgi. „Eftir helgina er útlitið betra en menn þorðu að vona. Þresking hófst í Skagafirði um helgina. Uppskera mikil af ágætlega fylltu korni en kornið bæði grænt og blautt. Í hvassviðrinu og rigningunni núna um og eftir helgina hefur eitthvað korn hrunið úr axinu en algengara er að akrarnir hafi lagst undan veðr- inu (þó ekki illa) að hluta og verði seinlegt að þreskja þá. Akrarnir eru mjög blautir eftir alla úrkomuna og óvíst hvernig mun ganga að fara um þá. Veit að þresking hófst einnig í Langadal um helgina – ágætt korn og ágæt uppskera þar. Seint var sáð á Eyjafjarðarsvæðinu Á Eyjafjarðarsvæðinu voraði líka seint og ekki sáð fyrr en um og eftir 20. maí, að sögn Guðmundar H. Gunnarssonar. „Akrar eru víða nokkuð grænir ennþá. Kornskurður er þó hafin á nokkrum bæjum fram í Eyjafirði og uppskera er, eftir því sem ég hef heyrt, svona þokkaleg. Óvíst er með uppskeru á þeim ökrum þar sem kornið hefur ekki enn náð fyllingu og fer það eftir veðurfari nú í haust hver útkoman verðu,“ segir hann. Heyöflun í stað kornræktar í Þingeyjarsýslum „Umfang kornræktar í Þingeyjar- sýslum dróst verulega saman í ár enda mátu bændur það svo að kornræktarlandið yrði að nota til heyöflunar frekar en kornræktar og svo seinkaði öllum vorverkum mjög vegna árferðis, segir María Svanþrúður Jónsdóttir. Reyndar er búið að þreskja í Öxarfrði og þar er uppskeran 4,5 tonn á hektara af ágætis korni sem var súrsað,“ segir María Svanþrúður Jónsdóttir. „Aðrir ætla að freista þess að haustið verði skikkanlegt áfram, það er tæpast tímabært að þreskja. Það þyrftu að koma tvær góðar vikur í viðbót. Ágætt útlit á Austurlandi og í Skaftafellssýslum Guðfinna Harpa Árnadóttir á Austuland segir að korn líti þar vel út. „Það er mikið í því, en á samt nokkuð í land með að verða veru- lega þurrt vegna þess hversu seint var sáð víðast hvar. Í Skaftafellssýslum hefur Grétar Már Þorkelsson tekið stöðuna. „Ég heyrði í bændum í Skaftárhreppi sem sögðu að útlit með kornuppskeru væri þokkalegt þó væri eitthvað í að þresking hæfist því akrar væru enn nokkuð grænir. Sömu sögu er að segja úr Mýrdalnum. Eftir gott sumar sem byrjaði eftir 20. maí lítur mjög vel út með kornuppskeru í Austur – Skaftafellssýslu og verður uppskera trúlega með besta móti. Búið er að þreskja nokkra akra í Nesjum og var uppskeran þar sem best var um 4,3 tonn á hektara. Þá er kartöfluupp- töku lokið og var uppskeran góð. Olíurepjan lítur vel út nema þar sem álftin herjaði á hana snemma í sumar. Tvíært yrki er í einum akri í Nesjum og er það eina tvíæra yrkið sem lifði að einhverju viti hér í sýslu og er von á mikilli uppskeru úr þeim akri. Grænir og gisnir akrar á Suðurlandi Sveinn Sigurmundsson á Suðurlandi segir að kornþroski þar sé frekar dapurlegur. „Akrar eru gisnir og víða mikið grænt í þeim. Ég veit bara um einn bónda sem er búinn að þreskja og hann er Fljótshlíðinni. Svo er afar blautt um eftir mikilar rigningar undanfarið. Sumir sem ég hef rætt við tala um að það vanti hálfan mánuð enn í sprettu en aðrir bíða eftir þurrki. Vona bara að það þorni sem fyrst.“ /smh Uppskeruhorfur í kornræktinni almennt ekki góðar á landinu: Sennilega lakasta sumar frá 1995 Frjó og Umbúðasalan sameinast Fyrirtækin Frjó Quatro og Umbúðasalan ehf hafa sam- einast undir nafninu Frjó- Umbúðasalan og mun sú sam- eining skjóta styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækjanna. Frjó hefur um langt skeið verið eitt öflugasta fyrirtæki landsins í þjónustu við garðyrkjubændur og því er von til að sameiningin verði garðyrkjubændum til góða. Umbúðasalan hefur, eins og nafnið gefur til kynna, flutt inn umbúðir sem mestmegnis hafa verið mið- aðar að sjávarútvegsgeiranum. Að sögn Ólafs Erlings Ólafssonar, framkvæmdastjóra Frjós, er stefn- an að efla þjónustu og vöruúrval fyrir garðyrkjubændur ásamt því að aukin áhersla verður lögð á sölu á vélum og umbúðum fyrir kjöt- vinnslur. John Blair Gordon hefur haft mil- ligöngu um sölu á íslenskum mat- vörum í Bandaríkjunum. Enn á ný gerir veðrið bændum óleik en kröpp haustlægð gekk yfir landið í byrjun vikunnar. Norðan- og austanlands gerði óþverraveð- ur með mikilli úrkomu og mikilli veðurhæð. Veður var vont einnig vont sunnanlands en mun minni úrkoma. Staðan er alvarlegust á Jökuldal og Fljótsdalsheiði en þar geysaði stórhríð fram á þriðju- dagskvöld. Þúsundir fjár eru enn á fjöllum á svæðinu en stefnt var að hefðbundinni smalamennsku í vikunni. Hallgrímur Þórhallsson á Brekku í Fljótsdal var á leið á fjöll þegar blaðamaður heyrði í honum um hádegisbil í gær. Fé frá Brekku og Melum í Fljótsdal er rekið á svokall- aðan Rana sem liggur að Jökuldal og auk þess gengur talsvert af fé frá Klausturseli á Jökuldal þar. Vel á þriðja þúsund fjár eru væntanlega á þessu svæði en þar átti eftir að smala. Á laugardaginn var fóru bændur og smöluðu hluta fjárins niður en þó ekki alla leið í byggð enda ekki tími né mannskapur til þess. Óttast mikið tjón „Ég er hér að paufast upp heiðina á dráttarvél með snjósleða og sexhjól á vagninum. Þetta veður er búið að standa í þrjá sólarhringa núna og allt komið á kaf. Það er þó að birta til og ég sé að fé er ekki fannbarið, það hefur þiðnað úr því. Snjórinn er hins vegar alveg hrikalega blautur og harður og vont að eiga við þetta fyrir féð. Ég fór þetta í gær í vitlausu veðri á dráttarvélinni og sá þá 120 lifandi kindur. Ég hef auðvitað áhyggjur af krapanum á ánum, ef fé hrekur í ár þá er það dautt. Við verðum ellefu í dag við þetta og ætlum að byrja á því að reyna að komast um svæðið og kanna það. Það verður að kippa fé upp úr snjónum hafi það fennt í kaf. Svo munum við reyna að smala því saman í Fjallaskarð þar sem er leitarmannkofi, koma því á vagna og keyra það heim. Við smöluðum þarna einn dag á laugardaginn var og tókum niður fé og komum því á Eyvindardalinn sem kallaður er. Við vorum að vona að þetta slyppi betur því það spáði svo mikilli norðvestanátt og þá er ekki eins mikil úrkoma eins og í norðan- eða norðaustanátt. Hins vegar varð bara norðaustanátt og óþverraveður með mikilli úrkomu.“ Veðurstofan hefði átt að vara enn betur við Hallgrímur segist óttast hið versta en vona hið besta. „Ég er alveg skít- hræddur um að það sé orðið mikið tjón. Ég missti yfir 50 lömb og 20 ær í fyrra og það veður var mikið betra en núna og stóð auk þess styttra. Ég skil bara ekki af hverju Veðurstofan varaði ekki mikið meira og fyrr við þessu áhlaupi, eins og hún varaði við veðrinu í ágúst sem ekkert varð úr. Við fengum í raun ekki aðvörun fyrr en á laugardaginn og það var orðið degi of seint. Auðvitað getur maður svo sem engum nema sjálfum sér um kennt, að vera ekki nógu harður. En það þarf auðvitað mannskap til að smala þetta, þetta er mjög stórt svæði og ekki gott að ræsa út mann- skap með litlum fyrirvara.“ Mikið meiri snjór en von var á Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli á Jökuldal var staddur á miðri Fljótsdalsheiði þegar Bændablaðið náði tali af honum um hádegi í gær. „Það er mikið meiri snjór heldur en ég átti von á og hann er bæði blautur og þungur. Ég er búinn að finna um tuttugu kindur sem við erum að reyna að reka til. Féð gengur svo sem ágætlega og það er ágætis vél- sleðafæri en það er hætt við því að fé sem hefur fennt eigi erfiða vist. Maður veit hins vegar ekkert hvað er undir, það er svo mikill snjór að það er slétt yfir öllu. Ef það hlýnar og tekur upp kemur væntanlega eitt- hvað af því undan snjó. Það er hins vegar mjög erfitt að átta sig á þessu ennþá, við vitum í raun ekki hvernig staðan er fyrr en annað kvöld [í kvöld]. Þetta svæði sem er undir í þessu er feykistórt. Það er Raninn og svo í raun öll Fljótsdalsheiðin frá Laugará og út undir Bessastaðaá. Það er ábyggilegt að hér hefur orðið tjón á fé en hversu mikið á eftir að koma í ljós.“ Veður var þokkalegt á svæðinu en lítið sólskin og að sögn Aðalsteins tekur lítið upp af snjó. „Þetta eru líklega hátt í 10.000 fjár á svæðinu en á mismunandi stöðum og við mismunandi aðstæður. Þetta verður metið í kvöld, hvort við þurfum að ræsa út utanaðkomandi mannskap.“ / fr Óttast um fé fyrir austan – Bændur á Jökuldal og í Fljótsdal eiga enn þúsundir fjár á fjöllum Svona leit Jökuldalurinn út niðri í byggð í fyrradag en mikið snjóaði eftir það og einkum á fjöllum. Mynd / Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.