Bændablaðið - 19.09.2013, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 20134
Fréttir
Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð
segir að ástandið hafi verið ljótt á
kolóttri á sem hann fann lifandi
nýlega nærri Þverárdal í Austur-
Húnavatsnsýslu. Hún var þá illa
bitin eftir ref.
Ærin var tveggja vetra og orðin
grindhoruð og mjög máttfarin þegar
hún fannst. Eigandi hennar var
Bjarni Bragason á Halldórsstöðum
í Skagafirði.
„Það er ljóst að tófunni fer ört
fjölgandi vegna batnandi skilyrða
og minnkandi aðgerða við að halda
henni í skefjum. Það er veruleg aukn-
ing í stofninum og enginn veit hvað
hann er orðinn stór,“ segir Einar.
Hann segir að bændur séu að
missa töluvert af fé á hverju ári
af ýmsum orsökum og ljóst að
tófan drepi þar hluta. Erfitt sé þó
að fullyrða hvað tófan taki mikið
en það geti verið talsvert. Þá séu
ómæld áhrifin sem tófan hefur á
fuglastofna um allt land. Hann segir
dapurlegt hvað fjármagn frá ríkinu
til grenjavinnslu sé takmarkað því
sveitarfélögin ráði ekki við þetta.
Það verði að fara að taka af alvöru á
þessum málum.
Refir voru alfriðaðir í
Hornstranda friðlandi og öðrum
friðlýstum svæðum frá 1. júlí 1994.
Það var gert þrátt fyrir vitneskju um
að þeir myndu breiða út búsvæði
sín í leit að fæðu fyrir stækkandi
stofn. Í árslok 1978 var útreiknuð
lágmarksstærð stofnsins áætluð um
1.300 dýr en rúm 7.500 dýr haustið
2001. Það var samkvæmt mati Páls
Hersteinssonar frá 2004 sem byggði
á upplýsingum um refaveiði. Engar
nýjar haldbærar tölur eru til í dag,
aðrar en þær sem byggja á þessu
mati Páls. Þó er vitað að tófum hefur
fjölgað mjög frá 2001. Þá berast
sífellt fregnir af tófum á stöðum þar
sem fólk hefur ekki verið vant að sjá
þessi dýr áður, t.d. við þéttbýlisstaði
á suðvesturhorni landsins.
/HKr.
Kollótt kind fannst illa bitin eftir tófu
– tófunni fjölgar stöðugt en enginn veit hvað stofninn er orðinn stór
Engin lífræn
drykkjarmjólk
Meðfylgjandi myndir eru af dýrbitinni kollóttri á sem Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð fann nýlega nærri Þverárdal
í Austur-Húnavatnssýslu. Ærin var tveggja vetra og orðin grindhoruð og mjög máttfarin þegar hún fannst. Eigandi
Myndir / Einar Kolbeinsson
Þetta er sannarlega mjög ljótt að sjá.
Mjólkurverð hækkar og meiri
sala heimiluð innanlands
Verðlagsnefnd búvara hefur
tekið samhljóða ákvörðun um
að heildsöluverð á mjólk og
mjólkurafurðum, sem nefndin
verðleggur, hækki 1. október um
3,1 prósent. Afurðastöðvaverð
til bænda hækkar um 2,49 kr.
á lítra mjólkur, úr 80,43 kr. í
82,92 kr. Þá hækkar vinnslu- og
dreifingarkostnaður mjólkur
um 2,85 kr. Samanlögð hækkun
heildsöluverðs er því 5,34 kr. á
hvern lítra mjólkur.
Hækkunin er til komin vegna
kostnaðarhækkana á aðföngum og
rekstri undanfarinna 15 mánaða,
en mjólk og mjólkurafurðir voru
hækkaðar síðast 1. júlí 2012, að því
er kemur fram hjá nefndinni.
Heimila aukna markaðssetningu
innanlands
Þá hefur Framkvæmdanefnd búvara
tekið ákvörðun um að heimila sölu
á allt að þremur milljónum lítra
mjólkur á innanlandsmarkaði,
umfram það greiðslumark sem í
gildi er á yfirstandandi verðlagsári.
Ákvörðunin er tekin vegna mun meiri
sölu en áætluð var á mjólkurafurðum,
sem og eilitlum samdrætti í
framleiðslu. Með umrædda heimild
verður farið eins og greiðslumarkið
sjálft hafi verið hækkað, þ.e. takist
einhverjum framleiðendum ekki
að nýta sinn hluta viðbótarinnar
verður því sem út af stendur jafnað
á aðra framleiðendur. Áður höfðu
afurðafyrirtækin gefið það út að þau
hygðust greiða fullt afurðastöðvaverð
fyrir þrjár milljónir lítra
umframmjólkur vegna hugsanlegrar
vöntunar. Til umræðu hefur komið
að borga fullt afurðastöðvaverð fyrir
alla umframmjólk en ekki hefur
verið tekin ákvörðun um það að svo
komnu máli.
Ákvörðunin er tekin á
grundvelli 29. greinar laga um
framleiðslu, verðlagningu og sölu
á búvörum en þar segir: „Taki
mjólkursamlag við mjólk umfram
greiðslumark framleiðanda sem
verður utan heildargreiðslumarks
við lokauppgjör skal samsvarandi
magn mjólkurafurða markaðsfært
erlendis á ábyrgð mjólkursamlags og
framleiðanda. [Framkvæmdanefnd
búvöru samninga] getur þó heimilað
sölu þeirra innan lands ef gengið hefur
á birgðir og skortur á mjólkurvörum
er því fyrirsjáanlegur.“
Samkvæmt heimildum Bænda-
blaðsins munu Samtök afurðastöðva
í mjólkuriðnaði gera tillögu um að
greiðslumark fyrir næsta verðlagsár
verði aukið um 2,5 til 3 milljónir
lítra. Á yfirstandandi verðlagsári er
það 116 milljónir lítra. Ákvörðunar
í þeim efnum er að vænta í næsta
mánuði. /fr
Mjólkursamsalan hefur neyðst til
að hætta framleiðslu á lífrænni
drykkjarmjólk, í það minnsta
tímabundið. Ástæðan er sú að
einn þeirra þriggja mjólkur-
framleiðenda sem hefur haft
lífræna vottun missti þá vottun
fyrir skemmstu. Með því minnkaði
framleiðsla á lífrænni mjólk um
rúmlega þriðjung. Mannleg mistök
ollu því að vottunin var afturkölluð.
Umræddur framleiðandi er
búið Finnastaðir í Eyjafirði.
Gunnbjörn Rúnar Ketilsson bóndi
á Finnastöðum segir að mannleg
mistök hafi valdið því að mjólk úr
kúm sem verið var að meðhöndla
með penisillíni lenti saman við
mjólk sem send var frá búinu. „Það
var verið að meðhöndla kýr við
júgurbólgu og því miður virðist
ég hafa gleymt að taka slönguna
upp úr mjólkurtanknum þegar ég
mjólkaði þær. Mjólkin var svo flutt
í sérhólfi með mjólkurbílnum inn
á Akureyri þar sem starfsmenn
MS mældu hana. Þegar þetta kom
í ljós var mjólkinni að sjálfsögðu
fargað þannig að hún kom aldrei
inn í mjólkurbúið og blandaðist
ekki annarri mjólk. Ég fékk síðan
heimsókn frá mjólkureftirlitsmanni
sem mældi mjólkina næstu daga
og þá mældust engar lyfjaleifar í
henni, enda þetta óhapp sem ekki
endurtekur sig. Hins vegar fékk ég
tilkynningu frá Vottunarstofunni
Túni um að búið væri að afturkalla
vottunina hjá mér vegna þessa. Ég er
núna að afla þeirra gagna sem Tún
bað um frá mér en á meðan legg ég
mjólkina inn hjá MS þar sem hún
er nýtt.“
Óljóst um framhaldið
Gunnbjörn segir í raun sé ekki neinn
bilbugur á honum að afla sér aftur
vottunar til að geta sent frá sér lífræna
mjólk. „Það eru hins vegar ákveðnar
persónulegar aðstæður hjá mér sem
eru með þeim hætti að ég þarf að
taka ákvörðun um það hvort ég haldi
áfram í búskap yfirhöfuð. Það snýst
ekki um hvort ég framleiði lífræna
mjólk eða ekki. Þetta er bara óljóst.“
Heldur harkalegar aðgerðir
Gunnbirni þykir heldur harkalega
staðið að því hvernig búið var
svipt vottuninni. „Sjálfsagt hefði
niðurstaðan alltaf verið þessi en
hefðu menn kynnt sér málið aðeins
betur með því að tala við mig hefði
ferlið kannski orðið öðruvísi. Það að
svipta menn vottun inni þegar verða
svona mannleg mistök, einu sinni,
finnst mér dálítið harkalegt þar eð
mjólkin fór aldrei í umferð.“
Mikilvægara að verja
stöðu Bio Bús
Einar Sigurðsson forstjóri MS segir
að þegar þessi staða hafi komið upp
hafi fyrirtækið neyðst til að taka
ákvörðun um að hætta framleiðslu
á lífrænni drykkjarmjólk. „Þetta er
mjög lítið magn sem er til skiptanna
og við tókum ákvörðun um að
mikilvægara væri að sjá Bio Bú
fyrir lífrænni mjólk í framleiðslu
sína en að halda áfram framleiðslu
á drykkjarmjólk.“ Bio Bú er stærsti
framleiðandi lífrænna mjólkurvara á
landinu og framleiðir meðal annars
jógúrt, skyr og ís úr lífrænni mjólk.
„Á meðan þetta ástand varir er ekki
til mjólk í alla framleiðsluna. Ég held
að allir skilji þessa ákvörðun okkar.
Ef við myndum ekki tryggja Bio Bú
mjólk til sinnar framleiðslu mynda
það hafa mjög vond áhrif á þeirra
rekstur. Þetta er auðvitað leiðinlegt,
að þurfa að klippa út vörulínur vegna
svona aðstæðna. Þetta er auðvitað
bara áfall sem vonandi tekst að vinna
úr,“ segir Einar.
Gunnar Gunnarsson, fram-
kvæmda stjóri Vottunarstofunnar
Túns, segist ekki geta tjáð sig
um einstök mál en almennt missi
framleiðendur vottun ef frávik komi
fram í framleiðslunni. „Það er síðan
undir framleiðendum komið, að
jafnaði, hvort og hvenær þeir uppfylla
reglurnar á nýjan leik. Við fylgjumst
bara með framvindu mála og gerum
úttektir og eftir tilfellum aukaúttektir
til að votta að þeim vandamálum
sem upp hafa komð hafi verið kippt
í liðinn.“ Gunnar segir ekkert hægt
að segja um hversu langan tíma muni
taka að veita vottun að nýju.
Áfall fyrri neytendur
Arndís Thorarensen, framkvæmda-
stjóri Lifandi markaðar, sem selur
lífrænar og vistvænar afurðir, segir
að sú staða sem uppi er sé áfall fyrir
sína viðskiptavini. „Þetta kemur mjög
illa við okkur og okkar viðskiptavini.
Þessi mjólk er með algjöra sérstöðu á
íslenskum markaði. Við fengum síðast
lífræna drykkjarmjólk fyrir síðustu
helgi og gátum dreift henni á verslanir
okkar en hún kláraðist um helgina.
Þetta er því ekki farið að segja til sín
að fullu en mun hitta fólk fyrir nú á
næstu dögum.“ Arndís segist vonast
til þess að takist að leysa málið á
næstunni en jafnframt sé mikilvægt að
fleiri framleiðendur hefji framleiðslu
á lífrænni mjólk. /fr