Bændablaðið - 19.09.2013, Page 6

Bændablaðið - 19.09.2013, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Það er afar áhugavert að velta fyrir sér mögulegri þróun í landbúnaði á Íslandi á komandi árum í tengslum við það sem er að gerast í fjölgun ferðamanna. Allar tölur benda til þess að á næstu tveim árum muni koma hingað yfir ein milljón ferðamanna á ári og vel yfir eina og hálf milljón árið 2020. Öllum þessum ferðamönnum verðum við, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að tryggja aðgengi að grunnþörfum eins og mat. Andstæðingar íslensks land- búnaðar munu án efa reyna að telja fólki trú um að skynsamlegast sé að mæta öllum þörfum ferðamanna með botnlausum innflutningi á nauðsynjum. Gott og vel, ef menn ætla að gera það, þá verða menn um leið að benda á hvað framleiða eigi hér á landi til að afla gjaldeyris fyrir öllum þeim innkaupum. Það verður væntanlega að vera „eitt- hvað annað“ en landbúnaðarvörur. Sennilega hefur þetta fólk orðið vart við að gjaldeyrir liggur síður en svo á glámbekk þessi misserin og er alls ekki ókeypis. Og hverju ætla menn þá að svara þeim ferða- mönnum sem hingað koma m.a. til að upplifa íslenska matarmenningu og lífið í hinum dreifðu byggðum? Á að bjóða þeim upp á skyr á borðið merkt Made in Taiwan? Það er líka annar og ekki síður veigamikill þáttur sem andstæð- ingar framleiðslu landbúnaðarvara á Íslandi verða að taka með í dæmið, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Mannkyninu fjölgar ört og var komið í 7 milljarða undir árs- lok 2011. Talan verður samkvæmt spám komin í 7.584 milljónir árið 2020. Það er fjölgun sem nemur meiru en íbúafjölda Bandaríkjanna og Rússlands samanlagt. Svo ein- kennilega vill til að allt þetta fólk þarf mat. Hluti af fjölguninni mun líka verða á faraldsfæti og jafnvel skola upp á Íslandsstrendur. Á heimsmarkaði fer matarverð ört hækkandi og sífellt erfiðara verður að mæta eftirspurn. Það er því ótrú- leg einfeldni að halda því fram að Íslendingar verði ósnertanlegir hvað þetta varðar og geti um alla framtíð fengið keyptan á erlendum markaði allan þann mat sem þá lystir og á lágmarksverði. Því hljóta Íslendingar að verða að horfa til þess að nýta alla þá möguleika sem þeir hafa til að auka matvælaframleiðslu hér innanlands. Þar mun landbúnaðurinn hafa stórt hlutverk í framtíðinni. Þá verður auðvitað um leið að upphugsa kerfi sem tryggir aukna sjálfbærni greinarinnar. /HKr. Í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar er fjallað um landbúnað, starfsumhverfi hans og tækifæri sem felast í aukinni matvæla- framleiðslu. Frá hruni hefur áhugi á innlendri framleiðslu aukist og fjölmargir skoða nú möguleika í ýmiss konar starfsemi sem tengist landsins gæðum. Nú þegar horfið er frá því undanhaldi sem fylgdi ESB-umsókninni er lag fyrir stjórnvöld að aðlaga laga- og reglugerðaumhverfi á þann veg að sókn geti hafist á ný til sveita, í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála. Bændur verða að búa sig undir þessa umræðu, forsendur landskipulagsstefnu eru til umræðu, jarðalög eru á dagskrá í ráðuneyti, boðuð hefur verið einföldun regluverks og svo framvegis. Umræða um landnot er málefni sem bændur þekkja vel. Í gegnum tíðina hafa bændur látið land til ýmissa samfélagslegra nota. Raflínur og vegir, svo dæmi séu tekin, eru oft til stórkostlegs óhagræðis fyrir búskap. Oft er um mikilvægt ræktunar- eða beitiland að ræða og þessi mannvirki valda auk umhverfismengunar aukinni vinnu og auknum kostnaði, til dæmis við ræktunarstörf, beitarstýringu og önnur bústörf. Á seinni árum, með umræðu um einkavæðingu ýmissa almannafyrirtækja, hafa sjónarmið um landnot og bætur í þessu samhengi gerst enn flóknari. Hagræðingarkrafa í landbúnaði og breytingar á lagaumhverfi landbúnaðar hafa orðið til þess að fjölmargar jarðir hafa verið teknar úr rekstri. Þessu fyrirkomulagi fylgir veruleg röskun á búsetumynstri. Gisnari búseta veldur verulegu óhagræði fyrir samfélög sem byggja afkomu á heilsársbúsetu. Nefna má rekstur skóla, fjárleitir, snjómokstur, póstþjónustu og svo framvegis. Þetta eru mál sem títt eru rædd á Búnaðarþingi. Það er mikilvægt að víkja ekki frá þeirri kröfu að búseta í dreifbýli geti verið raunhæfur valkostur og þess vegna er nauðsynlegt að grunnstoðir sem þessar séu tryggðar. Uppbygging til sveita í anda stefnuyfirlýsingarinnar krefst þess að staða þessara mála sé betur tryggð og að nýting jarða og búseta fari í auknum mæli saman. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nú er ákvörðun Búnaðarþings um stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins að verða ársgömul. Starf fyrirtækisins er að færast í fastara form og hlutverkaskipting milli búnaðarsambanda og Ráðgjafarmiðstöðvarinnar er að skýrast. Með breyttu fyrirkomulagi hafa bændur í mismunandi búgreinum í öllum héruðum breiðari aðgang að ráðunautaþjónustu en áður. Að sama skapi gerir fyrirkomulagið auknar kröfur til bænda að því leyti að eftirspurn eftir sérhæfðari þjónustu verður að koma frá þeim sjálfum. Aðgangur að ýmsu fagefni er góður, meðal annars á netinu, og Landbúnaðarháskóli Íslands og fleiri hafa staðið vel að fagnámskeiðum sem eru fjölsótt. Flestir bændur ættu þó að geta eflt búskap sinn enn frekar með auknu samstarfi við RML. Möguleiki að auka verðmæti eða magn afurða en eins er val og notkun aðfanga afgerandi þáttur, ekki síst á tímum hækkandi verðlags. Þó að flestir tengi sókn í landbúnaði við stækkun eða aukna framleiðslu er ekki síður mikilvægt að huga að því að styrkja núverandi rekstur með það fyrir augum að bæta til dæmis afkomu og vinnuaðstöðu. Möguleikar í landbúnaði liggja víða, bæði til að efla enn frekar þá starfsemi sem er fyrir hendi og til að leita nýrra leiða innan landbúnaðar eða tengdra greina. Stofnun RML var mikilvægt skref til þess að efla þá innviði sem þarf til að nálgast þessa möguleika. Ástæða er til þess að hvetja bændur og aðra áhugamenn um búskap til þess að kynna sér hvað RML hefur upp á að bjóða. /EBL Meiri mat Í hugum alvöru bænda eru heim- alningar ekki vel séðir, sagðir verða túnkindur sem ómögulegt sé að tjónka við, né reka. Ljósa fæddist vorið 2010 í Strandabyggð en þar sem móðir hennar mjólkaði lítið var henni gefin mjólk úr pela fyrsta sumarið. Hún varð fljótt mannelsk en nokk- uð ákveðin. Byrjaði til dæmis alltaf á því að stanga heimilishundinn, labradortíkina Hnetu, áður en hún fór að drekka úr pelanum sínum. Með því vildi hún tryggja að hún fengi frið til að drekka og Hneta forðaði sér. Nafnið, Ljósa, fékk hún af því að fallegt andlit hennar er óvenjulega hvítt. Hún leitar styrks heima við bæ, bæði í andstreymi og meðbyr, og þykir gott að leggja sig undir þvottasnúrunum eða horfa inn um stofugluggann og sjá hvað mannfólkið aðhefst. Hún hefur tvisvar verið tví- lembd og einu sinni þrílembd. Ljósa er oftast hið mesta ljós nema þegar reynt er að reka hana úr heimatúninu og gefa henni frelsi til að fara til fjalls. Það vill hún alls ekki og treður sér aftur inn, ásamt lömbunum sínum, um leið og eigendur eru farnir úr augsýn. Hún er mikill gleðigjafi, skynug og spök og sýnir að „…það sé engin þörf að gerast maður til að reynast sannur, heill og glaður“. /AG Frelsi fjallanna heillar ekki heimalninginn Ljósu LOKAORÐIN Ljósa með lömbin sín Feng og Björt. Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir Sókn í sveitum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.