Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 7

Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 7 étt eins og í síðasta v ísnaþætt i er vettvangur þessa þáttar í Austur- Húnavatnssýslu. Afmæli Einars Kolbeinssonar er að vísu afstaðið en göngur og réttir haustsins í algleymi. Umsjónarmaður fékk í hendur fágætt hefti ritað af Rósberg G. Snædal sem hann nefnir Stafnsrétt í stökum og myndum og var útgefið og prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar hf. á Akureyri árið 1961. Höfundur var fastagestur á Stafnsrétt og þekkti því vel til bæði bænda og réttarvenja. Fyrsta vísa heftisins er að gefnu tilefni og ort af Símoni Dalaskáldi: Hér ég skal til skemmtunar skálda fjörug ljóðin, meðan daladrósirnar dansa á bala Stafnsréttar. Á þeim tíma sem heftið greinir voru aðal réttardagarnir á mörkum 22.-23. viku sumars. Safnið rennur saman í Lækjarhlíðinni, tungu milli Svartár og Fossár. Rósberg yrkir: Haustið bíður allra oss, úti er blíða og friður. Safnið líður líkt og foss Lækjarhlíðar niður. Að jafnaði telur safnið 12–15 þúsund fjár auk fjölda hrossa sem smalast einnig til réttar. Grúi fólks sækir jafnan á Stafnsrétt bæði til gagns og gleði. Jónas Tryggvason Ártúnum orti: Gott er að hafa glaða lund, geta af fátækt sinni dags frá önnum einni stund offrað Stafnsréttinni. Það liggur líka vel á fólki. Smalar örþreyttir þiggja áfenga umbun fyrir erfiði langra gangna. Rósberg dreifir hringhendum fyrirhafnar- lítið: Bliknar margt og bleik er grund, blómaskart í valnum, á þó hjartað óskastund innst í Svartárdalnum. Fyrri réttardaginn er stóðréttin. Stóðið er gengið úr safninu í Lækjarhlíð og rekið til réttar við mikinn jódyn. Rósberg yrkir: Fótanettan fák má sjá, – flýgur um þetta staka. Sléttum réttareyrum á ýmsir spretti taka. Hávaðinn er aldrei meiri en þegar stóðið er réttað. Rósberg fangar stemninguna í hringhendur: Hér er líf og líka fjör, lagleg víf og jeppar, heyrast gífuryrði ör, óðir rífast seppar. Léttist þungur þanki minn, því skal sungið vinurinn. Verð ég ungur annað sinn, er ég Tungubræður finn. Ef stund gefst frá réttarragi taka menn tal saman, staupa sig, sumir án hófs. Rósberg þekkir þorstann: Svona bras er siður forn; sumir hrasa og slaga, taka í nasir tóbakskorn, tappa úr glasi draga. Vísum frá Stafnsrétt verður svo framhaldið í næsta þætti. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM R Séra Eiríkur Jóhannesson í Hruna vígði formlega endurbyggðar Hrunaréttir á réttardaginn, föstudaginn 13. september, en réttað var í fyrsta sinn í nýju réttunum árið 2011. Fjárbændur í Hrunamannahreppi hófu endurbyggingu á réttinni árið 2010 en sauðfjárræktarfélagið stóð að byggingunni í samstarfi við sveitarfélagið og búnaðarfélagið. Hér sést þegar búið var að reka féð í almenninginn og fyrir miðri mynd er Bjarni Valur Guðmundsson bóndi í Skipholti. Mynd / Sigurður Guðmundsson Réttardagar Úr Tungnaréttum. Það er spurning hvor er meira ekta Guðni Ágústsson, Guðni sjálfur eða eftirherman Jóhannes Kristjánsson. Svipmyndir úr Tungnaréttum / Magnús Hlynur Hreiðarsson Þessi var alveg með það á hreinu hvernig ætti að stan da að drætt- inum í Skeiðarétt. Mynd / MHH Það skein gleði úr hverju andliti þegar réttað var í Tungunum. Og það er sannarlega tekið hraust-lega til við sönginn.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.