Bændablaðið - 19.09.2013, Side 8

Bændablaðið - 19.09.2013, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 20138 Fréttir Umsóknarfrestur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013, er til 20. september næstkomandi. Bændur sem hafa endurræktað sérstaklega vegna kalskemmda sl. vor geta einnig sótt um sérstakan stuðning til endurræktunar vegna þess. Sérstaklega skal áréttað að ekki er nóg að úttekt hafi farið fram á kalskemmdunum í vor heldur þarf einnig að sækja um styrk til endurræktunarinnar og skulu þær merktar sérstaklega. Umsækjendur geta skráð umsóknir sínar um jarðræktarstyrki rafrænt í gegnum Bændatorgið á www. bondi.is. Umsóknum má einnig skila skriflega til BÍ eða viðkomandi búnaðarsambands. Umsóknar- eyðublöð að finna á heimasíðu BÍ. Framlög til jarðræktar: Umsóknarfrestur rennur út á morgun, 20. september Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, LSE: Skógrækt er atvinnugrein sem tekur langan tíma að byggja upp Aðalfundur Landssamtaka skógar eigenda var haldinn á Hótel Örk í Hveragerði nýlega. Félag skógareigenda á Suðurlandi tók á móti skógarbændum þetta árið í samstarfi við stjórn og starfsmann LSE, en fundurinn færist á milli landshluta og bera skógarbændafélögin á viðkomandi stað þungann af undirbúningi fundarins. Rask í uppbyggingu vegna niðurskurðar Edda Björnsdóttir, formaður LSE, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Í máli sínu kom hún inn á þann niðurskurð á fjármagni sem landshlutabundnu skógræktarverkefnin hafa orðið fyrir undanfarin ár og það rask sem orðið er á uppbyggingu skógarauðlindarinnar sem hófst fyrir tveimur áratugum. Edda benti á að ef mönnum væri alvara í að byggja upp þessa auðlind yrðu stjórnvöld að framfylgja þeim markmiðum sem lögfest hefðu verið með landshlutaverkefnunum. Einnig kom hún inn á mikilvægi þess að koma mönnum í skilning um að skógrækt er atvinnugrein sem tekur langan tíma að byggja upp svo hún verði sjálfbær. Þetta var síðasta skýrsla Eddu, en hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn LSE eftir sextán ár sem formaður samtakanna. Voru Eddu færðar þakkir fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu LSE. Ný stjórn kjörin á fundinum Ýmis mál voru lögð fyrir fundinn, m.a um eignarhald á kolefnis- bindingu í skógrækt, breytingar á lögum samtakanna, endurskoðun á uppbyggingu félagskerfis skógar- bænda og áskorun til stjórnvalda um að vinna eftir lögum nr. 95 frá 2006 um landshlutaverkefni í skógrækt. Kosið var í stjórn LSE eftir breyttum lögum um stjórnarkjör, þar sem samþykkt var að formaður væri kosinn fyrst beinni kosningu og síðan fjórir stjórnarmenn, einn úr hverjum landshluta, og fimm manna varastjórn, einnig einn úr hverjum landshluta. Jóhann Gísli Jóhannsson var kjörinn formaður LSE en aðrir stjórnar menn eru María E. Ingva- dóttir, Suður landi, Anna Ragnars- dóttir, Norðurlandi, Bergþóra Jónsdóttir, Vesturlandi og Sighvatur Jón Þórarinsson, Vestfjörðum. Gönguferð um skáldagötur Eftir að fundi lauk bauð Félag skógar eigenda á Suðurlandi í göngu ferð um skáldagöturnar í Hveragerði undir leiðsögn Svans Jóhannessonar (Jóhannesar úr Kötlum). Þaðan var gengið sem leið lá upp að Reykjum þar sem Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunar LBHÍ, og Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræði og landgræðslubrautar LBHÍ, tóku við hópnum. Gengið var um skóginn á Reykjum og skoðað m.a. hvaða áhrif hverirnir sem opnuðust eftir Suðurlandsskjálftann 2008 hafa haft á skóginn. Eftir gönguferðina buðu Land- búnaðar háskólinn og Suðurlands- skógar fundargestum upp á veitingar í fallegum lundi á Reykjum. Þar naut fólk gestrisni þessara aðila og samveru við skógarbændur undir trompet- leik Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, tónlistarmanns úr Þorlákshöfn. Skógarbændur enduðu þessa skemmtilegu helgi með árshátíð sem haldin var á Hótel Örk. Allt skipulag og undirbúningur vegna fundarins, gönguferðar og árs hátíðar var í höndum Félags skógareigenda á Suðurlandi og voru þeim færðar kærar þakkir fyrir móttökurnar, einnig Suðurlandsskógum og Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir þeirra framlag. /MÞÞ Bernharð Þór Bernharðsson, útibússtjóri í fimm útibúum Arion banka á Vesturlandi, segir að nú sé farið í átak í áætlanagerð með fyrirtækjum á Vesturlandi í samstarfi við Háskólann á Bifröst. „Við erum þar að horfa á fyrirtæki í ferðaþjónustu, bændur og sjávarútveg.“ Bernharð er ekki ókunnur sveita- störfum, en hann er menntaður garðyrkjufræðingur og var einnig kúabóndi. Námskeiðið hófst fyrir helgi og þá kom saman 18 manna hópur á námskeiðið. Fulltrúar frá greiningardeild Arion banka fjölluðu þar um stöðu mála og horfurnar fram undan með tilliti til fyrrnefndra atvinnugreina. Bernharð flutti síðan erindi um áætlanagerð og hverju hann teldi að slík vinna væri að skila fyrir þá aðila sem eru í viðskiptum við bankann. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, kynnti verkefni sem felst í því að nemendur skólans heimsæki einstök fyrirtæki í þessum greinum og geri kostnaðargreiningu á rekstrinum. Einnig stilla nemendur upp áætlunum í samráði við eigendur. Hugmyndin er síðan að nemendurnir mæti aftur í fyrirtækin eða á búin í vor og fari yfir stöðuna og hvernig hafi gengið að fylgja áætlunum eftir. „Hugmyndin með þessu er að reyna að fá menn til að nýta meira áætlanagerð í sínum rekstri,“ segir Bernharð. Hann segir að þetta verkefni sé að frumkvæði stjórnenda Háskólans á Bifröst, auk þess sem samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styði fjárhagslega við verkefnið ásamt bankanum auk þess að útvega til þess starfskraft. „Þá má geta þess að við Sindri Sigurgeirsson [formaður Bændasamtaka Íslands] vorum saman með rekstrarnámskeið á vegum Landbúnaðarháskólans á síðastliðnum vetri. Við héldum eitt slíkt námskeið á Hvanneyri og annað í Húnavatnssýslum. Það tókst mjög vel. Ég hafði sérstaklega gaman að þessu og að fá að kynnast því enn betur hvað það eru margir virkilega góðir bændur á Íslandi. Þarna voru hörku bændur á námskeiðunum sem sumir hafa náð mjög góðum árangri og hefur m.a. tekist að lágmarka áburðarkostnað sinn með markvissri ræktunarstefnu.“ Engin bremsa á lánum til landbúnaðar Talsvert hefur verið rætt um erfiðleika í sveitum við að fá fjármagn í bönkum í nýframkvæmdir og þróun eftir efnahagshrunið 2008. Bernharð segist líka hafa heyrt þessa umræðu en slíkt sé allavega ekki uppi á teningnum hjá Arion banka. „Þetta er alls ekki rétt, því við erum að lána töluvert bæði til landbúnaðar og ferðaþjónustuaðila og þar er þó nokkur uppbygging í gangi. Stór hluti af okkar lánabók hér á Vesturlandi er í landbúnaði og þar er mjög lítið um vanskil og erfiðleika. Þá hefur verið mjög lítið um afskriftir hjá okkur vegna lána til landbúnaðar. Við höfum því mikinn áhuga á því að taka frekari þátt í uppbyggingu í þessari grein. Þó að einstaka bændur séu mikið skuldsettir er staðan alls ekki þannig almennt.“ /HKr. Arion banki, Háskólinn á Bifröst og sveitarfélög: Kenna bændum og eigendum fyrirtækja að nýta áætlanagerð í rekstri Eftir að fundi lauk bauð Félag skógareigenda á Suðurlandi í gönguferð um skáldagöturnar í Hveragerði undir leiðsögn Svans Jóhannessonar (Jóhannesar úr Kötlum). Edda Björnsdóttir lét af formennsku í Landssamtökum skógareigenda eftir 16 ára setu í því embætti. Ýmis mál voru lögð fyrir fundinn, m.a. um eignarhald á kolefnisbindingu í skógrækt, breytingar á lögum samtakanna og endurskoðun á uppbyggingu Bernharð Þór Bernharðsson, útibússtjóri Arion banka, Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, og Hafsteinn Gunnar Hauksson frá greiningar- deild Arion banka. Svipmyndir af fyrsta námskeiðinu í Borgarnesi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.