Bændablaðið - 19.09.2013, Page 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 201310
Fréttir
Hin árlega landskeppni Smala-
hundafélags Íslands (SFÍ) var
haldin að Fjalli á Skeiðum dagana
24. og 25. ágúst 2013. Mótið var
haldið á vegum Smalahundadeildar
Árnessýslu og var þátttaka öllum
opin.
Keppt var í þremur flokkum;
flokki unghunda sem er fyrir hunda
yngri en þriggja ára, B-flokki sem
er fyrir eldri hunda sem hafa enga
eða litla reynslu af keppnum og
A-flokki þar sem hundarnir fara
lengri og erfiðari braut en í hinum
flokkunum. Keppnin samanstóð af
tveimur rennslum, einu hvorn dag,
og giltu samanlögð stig beggja daga
til úrslita. Mögulegur stigafjöldi fyrir
hvert rennsli í unghundaflokki var 90,
en í A- og B-flokkum var mögulegur
stigafjöldi fyrir hvert rennsli 100.
Í ár voru 25 hundar skráðir til
leiks, þar af flestir af efnilegustu
og bestu smalahundum landsins.
Keppendum fjölgar ár frá ári og gæði
keppnishundanna, heilt yfir, verður
sífellt meiri sem endurspeglar aukinn
áhuga á smalahundum á landsvísu.
Úrslit A – flokkur:
1. Elísabet Gunnarsdóttir og
Skotta frá Daðastöðum, með
85 + 85 stig = 170
2. Gunnar Guðmundsson og
Karven Taff frá Wales, með 86
+ 75 stig = 161
3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og
Kría frá Daðastöðum, með 79
+ 77 stig = 156
Úrslit B – flokkur:
1. Svanur Guðmundsson og Korka
frá Miðhrauni, með 82 + 94 stig
= 176
2. Arnfríður S. Jóhannesdóttir og
Lína frá Úthlíð, með 44 + 84
stig = 128
3. Bjarki Benediktsson og Trúska
frá Breiðavaði, með 57 + 66 stig
= 123
Unghundaflokkur
1. Svanur Guðmundsson og Smali
frá Miðhrauni, með 74 + 74 stig
= 148
2. Agnar Ólafsson og Kátur frá
Eyrarlandi, með 66 + 73 = 139
3. Jón Geir Ólafsson og Röskva frá
Hæl, með 65 +29 = 94
Auk verðlauna fyrir þrjú efstu sætin
í hverjum flokki, voru eftirfarandi
verðlaun afhent:
Stigahæsti keppandi í B-flokki:
Korka frá Miðhrauni (Svanur
Guðmundsson)
Tígulsbikar fyrir flest stig í
A-flokki: Skotta frá Daðastöðum
(Elísabet Gunnarsdóttir)
Besti hundur í A-flokki:
Karven Taff frá Wales (Gunnar
Guðmundsson)
Besta tík í A-flokki: Skotta
frá Daðastöðum (Elísabet
Gunnarsdóttir)
Tíunda alþjóðlega kvikmynda-
hátíðin í Reykjavík - RIFF
hefst þann 26. september nk. og
stendur til 6. október. Fjölmargar
kvikmyndir af öllum stærðum
og gerðum verða þá sýndar í
Háskólabíói, Tjarnarbíói og í
Norræna húsinu. Að minnsta
kosti tvær myndir ættu að höfða
sterklega til bænda og þeirra
sem hafa áhuga á búskap og
fæðuframleiðslu.
Muu-maðurinn (The Moo
Man) er heimildarmynd eftir
leikstjórana Andy Heathcote og
Heike Bachelier. Hún segir ótrúlega
sögu um utangarðsbónda og óþægu
kýrnar hans. Í tilraun til þess að
bjarga fjölskyldubýlinu ákveður
Stephen Hook að snúa baki við
lággjalda mjólkurframleiðslu og
stórmörkuðum, og í staðinn halda
búskapnum litlum og viðhalda
nánum tengslum við hjörðina.
Áætlanir Hooks til þess að bjarga
býlinu leggjast hins vegar ekki
alltaf vel í þessar 55 hýru kýr.
Afraksturinn er sprenghlægilegur
tilfinningarússíbani.
GMO OMG er heimildarmynd
eftir bandaríska leikstjórann Jeremy
Seifert. Myndin segir leynda sögu
þess að risavaxin efnafyrirtæki hafa
tekið yfir fæðuframboð okkar (eða
að minnsta kosti Bandaríkjamanna);
landbúnaðarlegu hættuástandi sem er
orðið að menningarlegu hættuástandi.
Myndin fylgist með baráttu
leikstjórans og fjölskyldu hans fyrir
því að lifa og borða án þess að taka
þátt í óheilbrigðu, ósanngjörnu og
eyðileggjandi fæðukerfi. Er yfirtaka
fæðukerfis heimsins óafturkræf?
Eða er enn tími til að endurheimta
hreinleikann, bjarga líffræðilegri
fjölbreytni og okkur sjálfum.
Kvikmyndir fyrir
bændur á RIFF
Síðasti áfangi að lagningu hitaveitu
til Skagastrandar er nú hafinn
með því að Rarik hefur hafist
handa við borun vinnsluholu að
Reykjum.
Þar er nóg vatn í jörðu fyrir
stækkun hitaveitunnar að því er fram
kemur á vefnum huni.is, en bora þarf
nýja holu vegna þess að meiri vatns-
taka úr svæðinu hefur í för með sér
að vatnsborð í borholunum mun
lækka niður fyrir fóðringar þar sem
vatnsdælurnar eru.
Fóðringar í holum er ekki hægt að
síkka og þess vegna verða boraðar
nýjar holur á næstu árum, en þessi
hola sem vinna er nú hafin við er
sú fyrsta. Jarðboranir bora holuna
sunnan þjóðvegarins við Húnavelli.
Vonir standa til að fyrstu húsin á
Skagaströnd fái heitt vatn um miðjan
október. /MÞÞ
Hitaveita til Skagastrandar
Landskeppni Smalahundafélags Íslands haldin að Fjalli á Skeiðum:
Gæði keppnishunda
aukast ár frá ári
Úr heimildarmyndinni GMO OMG
eftir bandaríska leikstjórann Jeremy
Seifert.
Muu-maðurinn (The Moo Man) er heimildarmynd eftir leikstjórana Andy
Heathcote og Heike Bachelier.
Laxveiðin í húnvetnskum ám hefur
verið mjög góð í sumar og í sumum
ám er hún margföld miðað við
veiðina síðasta sumar.
Laxá á Ásum og Vatnsdalsá eru
báðar komnar yfir þúsund laxa og
Miðfjarðará er
komin í 3.379
laxa. Veiðin
í Blöndu er
komin í 2.580
laxa og Svartá
hefur gefið
327 laxa það
sem af er
sumri.
Samkvæmt
nýjustu tölum frá Landssambandi
veiðifélaga sem birtar eru á vefnum
www.angling.is hafa veiðst 1.019
laxar í Laxá á Ásum og 1.013
laxar í Vatnsdalsá. Veiðst hafa
781 laxar í Víðidalsá og 603 laxar
í Hrútafjarðará og Síká.
Alls hafa veiðst 9.702 laxar
í þeim ám sem nefndar eru hér
að ofan en
h e i l d a r -
veiðin síð-
asta sumar
nam 3.630
l ö x u m .
Aukningin
það sem
af er sumri
nemur 167%.
/MÞÞ
Laxveiði í húnvetnskum
ám hefur margfaldast
Úrslit í A-flokki, (frá vinstri) Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá Wales, Elísabet Gunnarsdóttir og Skottta
frá Daðastöðum, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum.
Þyngdarmet slegið í slátrun hjá Norðlenska:
Holdanaut frá Breiðabóli á
Svalbarðsströnd vóg 553,1 kg
– Kjötið dugar í um þrjú þúsund hamborgara
Þyngdarmet var slegið hjá
Norðlenska á dögunum þegar
holdanaut frá Breiðabóli á
Svalbarðsströnd kom til slátrunar
á Akureyri. Reyndist dýrið 553,1
kg. Þyngsti grípur sem slátrað
hafði verið fram að þessu hjá
fyrirtækinu var 526 kg boli frá
Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit á
síðasta ári.
Gripurinn frá Breiðabóli
flokkaðist í gæðaflokk UN1A að því
er fram kemur á vefsíðu Norðlenska.
Gylfi Halldórsson bóndi á
Breiðabóli er ekki óvanur því að
koma með þunga gripi til slátrunar.
Hann lagði inn sex naut nú í haust
og var meðalþungi þeirra 391 kg,
en sá sem næstur kom „stóra bola“
var 468,7 kg.
Gylfi segist eiginlega ekki geta
svarað því hvers vegna gripirnir
frá honum eru jafn þungir og raun
ber vitni.
„Það hjálpar reyndar örugglega
til að ég rækta korn og gef þeim.
Uppistaðan í fæðunni er hey en ég
gef þeim korn einu sinni á dag þar
til þremur mánuðum fyrir slátrun,
en tvisvar á dag eftir það,“ segir
Gylfi. Hann segir kálfum yfirleitt
slátrað 27-28 mánaða gömlum en
„metbolinn“, sem hafi verið mjög
stór allt frá fæðingu, hafi verið
orðinn 29 mánaða og tveggja
vikna.
Til gamans má geta þess að
hakkefnið úr gripnum myndi
sennilega duga í um 3.000
hamborgara. Sannarlega engin smá skepna.