Bændablaðið - 19.09.2013, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 201312
Fréttir
Útrás óskar eftir þátttöku bænda í
athyglisverðu samfélagsverkefni
– markmiðið að virkja atvinnulaust fólk með geðraskanir til atvinnuþátttöku
Athyglisverðu verkefni hefur
verið hrundið af stað er
miðar að því að virkja fólk til
atvinnuþátttöku sem áður hefur
einangrast vegna atvinnu missis
og/eða vegna röskunar á geð-
heilsu. Verkefnið kallast Útrás, en
bakhjarl verkefnisins er fyrirtækið
Hlutverka setur, sem einnig vinnur
að því að byggja upp einstaklinga
til þátt töku í sam félaginu. Þar
er Elín Ebba Ásmundsdóttir
framkvæmda stjóri, en hún er
iðjuþjálfi og dósent við Háskólann
á Akureyri.
Tilraun til að leiða fólk
út úr vanda
Hlynur Jónasson er verkefnisstjóri
Útrásar og tengiliður milli
skjólstæðinga verkefnisins og
atvinnurekenda. Hann segir stærsta
vandann stafa af langtíma atvinnuleysi
einstaklinga og þetta sé tilraun til að
leiða fólk út úr þeim vanda. Hann
leitar nú eftir þátttöku bænda í
verkefninu, þar sem hann telur að
sveitumhverfið hafi upp á svo margt
uppbyggilegt að bjóða. Segir Hlynur
að með hverjum þeim einstaklingi
sem takist að gera virkan þátttakanda
í lífi og starfi hagnist allt samfélagið.
Auk þess geti sparast ómældur
sjúkra- og lyfjakostnaður, sem oft sé
fylgifiskur langvarandi atvinnuleysis
og vanlíðunar einstaklinga. Hlynur
hefur áður unnið sem sjálfboðaliði
við tengd verkefni í nokkurn tíma.
Bændur hvattir til
að hafa samband
„Ég sá fyrir mér þegar ég heimsótti
sveitaheimili að þar er góður
vettvangur til að byggja upp fólk.
Það kemst í náin tengsl við heilbrigt
og gott umhverfi og þar falla til
margvísleg störf,“ segir Hlynur.
„Ég hvet bændur því til að skoða
þennan möguleika og setja sig í
samband við mig. Það gæti orðið
mjög gagnlegt fyrir alla aðila. Fólk
fær þá tækifæri til að hitta viðkomandi
einstaklinga áður og kynnast þeim.
Fagaðilar innan starfs-
endurhæfingar munu meta stöðuna í
upphafi í samstarfi við vinnuveitendur.
Hvaða starfshlutfall sé æskilegt,
hvernig launamálum verði háttað og
síðan að meta þá aðstoð, stuðning
og skilning sem viðkomandi þarf í
byrjun. Minn starfi verður að virkja
aðila til samstarfs og hef ég þegar
fengið frábær viðbrögð þar sem ég
hef komið.“
Góð reynsla
„Við höfum mikinn áhuga á að
virkja sem flesta í atvinnulífinu til
að takast á við þetta með okkur. Gott
dæmi um slíkt samstarf er að ég sendi
einstakling á Arabæ á Suðurlandi í
sumar þar sem hann dvaldist í þrjár
vikur. Þar aðstoðaði hann við þau
störf sem til féllu á bænum. Slík
tenging getur orðið báðum aðilum
mikill hagur í framtíðinni.
Þarna fór viðkomandi á frábært
heimili í góðu umhverfi, vann þar
sjálfboðaliðastarf og byggði sjálfan
sig upp í leiðinni. Efldi um leið
sjálfstraust sitt til að venja sig við að
fara út á vinnumarkaðinn.
Flest það fólk sem við erum
að vinna með hefur ekki verið á
vinnumarkaði í lengri tíma. Það gerist
því ekki á einni nóttu að fólk öðlist
nauðsynlegt starfsþrek til að takast á
við atvinnuþátttöku á nýjan leik. Það
er því frábært að hafa stað eins og
Arabæ til að geta gefið fólki tækifæri
á að vinna sig upp. Dæmið með þann
sem þangað fór gekk mjög vel upp, en
hann hafði ekki unnið svona í vinnu
í mörg ár.“ Hlynur bendir einnig á
mjög gott samstarf við Sölufélag
garðyrkjumanna þar sem Gunnlaugur
Karlsson framkvæmdastjóri hafi tekið
virkan þátt í verkefninu.
Hlynur segir að önnur fyrirtæki
sem leitað hafi verið til í sama tilgangi
hafi tekið þeim afskaplega vel og séu
tilbúinn að vera með í verkefninu.
„Það snýst ekki síður um að efla
samfélagsvitund þeirra sem eiga og
reka fyrirtækin.“
Markhópurinn einstaklingar
með geðraskanir
Sylviane Pétursson Lecoultre
iðjuþjálfi er í bakvarðasveit Útrásar.
Hún segir að í markhópi verkefnisins
séu einstaklingar með geðraskanir
sem eru búnir að vera lengi frá
vinnu. Bendir hún á að langvarandi
atvinnuleysi leiði oft til geðraskana þó
fólk hafi ekki fundið fyrir þeim áður.
Segir hún að fólk, sem hefur verið
lengi frá vinnu og jafnvel orðið andlega
veikt og öryrkjar af þeim sökum, þori
oft ekki að ráða sig til vinnu af ótta
við að ráð ekki við verkefnið. Hluti
af óttanum sé þá að það detti út úr
bótakerfi Tryggingastofnunar í lengri
eða skemmri tíma og verði því í enn
verri stöðu eftir en áður.
Sylviane segir að fólk þurfi ekki
að óttast þetta. Tryggingakerfið hér á
landi sé að vísu mjög flókið og geri
fólki í þessum sporum oft erfitt fyrir.
Því sé hætta á að fólk festist hreinlega
í kerfinu.
Hlynur tekur undir þetta og segir
að farið verði rólega af stað og skoða
þurfi hvert tilfelli fyrir sig.
„Þá er eðlilegt að einstaklingurinn
og fyrirtækið sem hann fær að vera
hjá, gefi málinu sanngjarnt tækifæri.“
Hlynur nefnir líka dæmi af
einstaklingi sem komist hafi út á
vinnumarkaðinn en fengið bakslag
eftir sex mánuði og hætt. Hann segir
að það megi samt alls ekki líta á
slíkt sem mistök, heldur innlegg í
reynslubanka viðkomandi. Hann viti
þá betur við hverju er að búast næst.
„Við þurfum að búa til kerfi sem
hvetur fólk til að fara af stað út á
vinnumarkaðinn á ný.“
Lélegt sjálfsmat oft einkennandi
Sylviane segir að sjálfsmat
einstaklinganna sem þau séu að vinna
með sé oft afar lítið.
„Fyrir þetta fólk er það oft stór
þröskuldur að taka ákvörðun um
að fara aftur til vinnu. Sjálfstraust
slíkra einstaklinga er yfirleitt mjög
lágt og þeir efast um eigið ágæti.
Ef það tekst hinsvegar að yfirstíga
þennan þröskuld þá treysta þessir
einstaklingar sér samt yfirleitt ekki
í 100% starf. Þá er vandinn sá að
vinnumarkaðurinn býður ekki mikið
upp á 30-40% hlutastörf sem væri
æskilegt fyrir fólk sem ætlar að
vinna sig upp. Vandinn er oft líka
hjá vinnuveitendunum sjálfum. Þeir
vantreysta getu fólks sem er búið að
vera frá vinnumarkaði í lengri tíma.
Þannig verður ósjálfrátt til tortryggni,
sem er ekki illa meint, en getur verið
hindrun á báða bóga.“
Geðræn vandamál geta hent hvern
sem er
Sylviane segir að vitneskjan um
að einstaklingur glími við geðræn
vandamál geti oft í sjálfu sér sett
vinnuveitendur í varnarstöðu.
Það sé vegna þess að fólk hafi oft
miklar ranghugmyndir um eðli
slíkra sjúkdóma. Samt sé varla til sá
einstaklingur sem ekki þurfi einhvern
tíma á lífsleiðinni að glíma við
vandamál af geðrænum toga.
Bendir Sylviane á að þá skipti
menntunarstig viðkomandi heldur
engu máli. Geðraskanir og geðfötlun
af einhverjum toga geti komið upp hjá
hverjum sem er. Þá skipti engu máli
hvort viðkomandi er verkamaður,
sjómaður, hjúkrunarfræðingur eða
prófessor í háskóla. Ef fólk detti út
af vinnumarkaði vegna andlegrar
vanlíðunar geti oft verið mjög erfitt
fyrir það að fara aftur að vinna.
Gengur ekki alltaf upp í fyrstu
tilraun
Hún segir að rannsóknir sýni að
tilraunir við að koma fólki aftur út
á vinnumarkaðinn eftir langvarandi
atvinnuleysi eða glímu við
geðsjúkdóma gangi ekki alltaf upp í
fyrstu tilraun. Með því að styðja þetta
fólk áfram þannig að það gefist ekki
upp, takist þetta þó oftast á endanum.
„Ég held að það geti einmitt
verið mjög gott fyrir fólk, ekki síst
í borginni, að fara út í sveit þar sem
áreitið er minna til að byggja sig
upp. Taka þar sín fyrstu skref inn á
vinnumarkaðinn.“
Bændur og aðrir atvinnurekendur
eru hvattir til að íhuga þátttöku í
þessu samfélagsverkefni. Frekari
upplýsingar veitir Hlynur Jónasson í
gegnum netfangið hlynurjonasson1@
gmail.com eða í síma 823-2400.
/HKr.
Stóru fréttir sumarsins eru
þær að mikil aukning er í
sölu mjólkurvara, þar ræður
mestu um hinar fitumeiri
afurðir. Smjörsalan hefur t.d.
aukist um 13% á milli ára.
Mjólkursamsalan stendur nú
frammi fyrir því að vilja kaupa
3 milljónir mjólkurlítra til sölu
á innanlandsmarkaði á fullu
afurðastöðvaverði umfram
greiðslumark út verðlagsárið
sem lýkur um áramót.
Allt eru þetta góðar fréttir
fyrir bændur og boðar auðvitað
aukningu einnig í greiðslumarki
næsta verðlagsárs. Haustbeit, gott
fóður og veðráttan ræður auðvitað
miklu um hvort bændum tekst að
auka mjólkurframleiðsluna sem
þessu nemur en auðvitað gera þeir
allt sem þeir geta til að bregðast
við svo góðu kalli neytenda og
mjólkuriðnaðarins.
Um þessar mundir er
heimsmarkaðsverð hátt á
mjólkurvörum, segja má að skyrið
fari sigurför um Norðurlöndin og
hluti þess er framleiddur með leyfi
og undir eftirliti MS. Ennfremur
flytjum við út skyr þangað og til
Bandaríkjanna. Próteinríkarvörur
eiga hylli neytenda um þessar
mundir og þar er skyr í sérflokki.
Við eigum gullegg í
matvælum okkar
Hingað berast fyrirspurnir, ekki
síst um smjörið, frá útlöndum sem
segir að afurðir íslenskra bænda
vekja athygli og eftirspurn. Það
er fleira en lamb og lax sem var
og er í sérflokki. Það er skömm
að einu, að mikið af bæði fiski og
landbúnaðarvörum okkar, og þá í
kjöti, er selt erlendis og neytandinn
hefur ekki hugmynd um hvaðan
slíkar vörur eru.
Besti fiskur heimsins er
orðinn nafnlaus plokkfiskur og
Framtakssjóður Íslands selur frá
sér Icelandic og útlendingar eiga
nafnið og nota það sem sitt. Ísland
reis á síðustu öld í gegnum fisk
og heiðarlega athafnamenn. Við
eigum gullegg í matvælum okkar
hvort sem þau koma úr sjó eða
sveit. Stundum hallast ég að því
að ættlerar séu með fjöreggin og
meðhöndli þau fyrir sig og sinn
gróða.
Að bera uppi mann í 100 ár
Sérfræðingar á heilbrigðissviði,
læknar og vísindamenn eru farnir
að prédika hollustuna upp á nýtt.
Þar er original framleiðslan sett
í fyrsta sæti og afurðir grasbíta
teknar fram yfir aðrar vörur. Þar
er mjólkin og mjólkurvörurnar
mikilvægar neysluvörur, kalkríkar
og hollar fyrir börn og unglinga
og byggja upp beinin og gera þau
sterk svo þau beri uppi mann í
hundrað ár.
Nú eru feitar vörur metnar
mikilvægar á ný, smjöraskjan
stendur orðið uppi á borðinu utan
ísskápsins á mörgum heimilum
svo auðvelt sé að smyrja brauðið.
Og smjörið hlýtur bestu meðmæli
hollustunnar og er viðurkennt
sérstaklega sem bæði gult og fallegt
og mjúkt og talið einstakt viðbit
og á ný notar fólkið smjörið til að
steikja kjötið eða fiskinn uppúr.
Horað kjöt þótti aldrei gott í
sveitinni minni og sumsstaðar
borðuðu menn horað búfé heima
og gamalær og notuðu þá smjör
með. Nú viðurkenna sérfræðingar
að feitt og fitusprengt kjöt sé allt
önnur afurð, þó maður skeri mestu
fituna burt þá er allt annað bragð
af feitu kjöti en mögru.
Haustið heilsar og minnir á
veðraskil, bændur smala fé og
réttirnar gleðja unga og aldna.
Bændur segja mér að heiðarlöndin
séu sérstaklega vel sprottin, ekki
síst fyrir norðan, og hafi ekki litið
betur út í áratugi. Þeir þakka það
snjónum sem lagðist snemma yfir
heiðarnar í fyrra og er góð sæng
náttúrunnar sem veitir skjól og
gefur raka í jarðveginn.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM:
Eru ættlerar með
fjöreggin?
-
Mynd / HKr.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300