Bændablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 14
14
Á Akranesi er starfandi fyrir-
tækið Kaja organic, sem er hið
eina á landinu sem sérhæfir sig í
innflutningi og heildsölu lífrænt
vottaðra vara í stórpakkningum
sem ætlaðar eru fyrir mötuneyti,
stóreldhús og framleiðendur.
„Ég fór að skoða þennan mögu-
leika, að stofna mitt eigið fyrirtæki,
af alvöru í lok mars sl. og fyrirtækið
varð orðið að veruleika í apríl. Ég
var innkaupa- og sölustjóri hjá
Yggdrasil og það má segja að ég
hafi í gegnum það starf vitað að það
voru tækifæri á þessum markaði,“
segir Karen Jónsdóttir, eigandi og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
„Það var hvatning frá leikskólum hér
á Akranesi sem varð til þess að ég
steig skrefið til fulls, en þeir keyptu
tilteknar vörur fyrir börn með ofnæmi
af ýmsum toga. Einn helsti markhópur
minn er enda leik- og grunnskólar
og ég er komin með nokkuð
breitt vöruúrval til að þjóna þeim;
hýðishrísgrjón, hveiti, heilhveiti,
olíur, fræ o.fl. Og þó að þetta sé
þungamiðjan í innflutningnum í
dag þá byrjaði ég á því að flytja inn
vandað súkkulaði og sem ég sel m.a.
í blóma- og gjafavöruverslun hér á
Akranesi auk annara sérverslana.“
Áhugi á skólaeldhúsunum
„Ég hef mikinn áhuga á því að
koma þessum vörum í meiri mæli
til skólaeldhúsa því mér finnst
nauðsynlegt að börnum sé boðið
upp á almennilega næringu. Þess
vegna býð ég skólunum líka upp á
fræðslu. Ábyrgð skólanna er mikil
og til marks um það má nefna að leik-
skólabarn fær um 65 prósent af nær-
ingu sinni á aldrinum tveggja til sex
ára frá mötuneyti leikskólans. Ég hef
sérstaklega rekið áróður fyrir því að
skólamötuneyti hætti að nota hvítan
sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og
trefjalausa fæðu. Að auki tel ég að
erfðabreytt matvæli eigi ekki heima
á þessum stöðum,“ segir Karen.
Betri lifnaðarhættir
og bættur þjóðarhagur
„Engin yfirbygging er á fyrirtæk-
inu, en ég rek fyrirtækið frá heimili
mínu og er eini starfsmaður þess.
Þess vegna get ég í ýmsum tilvikum
boðið vörurnar á sambærilegu verði
við hefðbundna vöru og jafnvæl
á lægra verði. Kaup á lífrænum
vörum frá mér ættu því ekki að auka
rekstrarútgjöld skólamötuneyta svo
nokkru nemi. Það er svo auðvitað
fyrir utan hvað sparast muni með
betri lifnaðarháttum og bættum
þjóðarhag.“
Nokkrir skólar og innlendir fram-
leiðendur eru þegar farnir að kaupa
vörur af Karen sem erfitt er annars
að fá. Í Bændablaðinu á dögunum
var til að mynda rætt við einn af
þeim, Svavar bulsugerðarmeistara,
sem framleiðir grænmetispylsur við
góðan orðstír.
Hún hyggur á frekari landvinninga
með tíð og tíma – og breyttum
tíðaranda. „Ég á ekki von á því að
selja beint til verslana því minnstu
pakkningar sem ég er með eru fimm
kíló, en hver veit.
Að lokum langar mig að biðla
til stjórnenda sveitafélaga um að
þau láti sig málin varða og skapi
sér heildarstefnu varðandi hvað
sé gott fæði fyrir barn. Í dag hefur
ekkert sveitarfélag að mér vitandi
sett fram stefnu varðandi þessi mál-
efni. Ég spyr, er eðlilegt að barn fái
erfðabreyttan mat frá skólum, mikið
unna fæðu eða aðra óhollustu?“
/smh
Kaja organic er nýleg heildsala með lífrænt vottaðar matvörur:
Nauðsynlegt að börnum sé boðin almennileg næring
Ég var á fjöllum um síðustu
helgi, að smala fé eins og ég
geri jafnan á haustin. Það hafði
snjóað töluvert dagana á undan
og það var leiðinda göngufæri
þótt veður væri með besta móti
til smalamennsku. Ég hef verið
í betra formi en ég er núna en
reynslan kennir manni marga
lexíuna sem nýtist á fjöllum og
í smalamennsku. Þetta gekk því
ágætlega fyrir sig, jafnvel þótt
færra væri í hverju plássi þar
sem veðurútlitið var leiðinlegt
fyrir seinni dag í göngum og því
ákveðið að smala stærra svæði
þennan dag en vant var.
Á sunnudag var svo rekið til
réttar í slagveðursrigningu. Réttað
var í hífandi roki og kalsaveðri
og þakkaði fólk sínum sæla að
kvenfélagskonur stóðu eins og
vant er vaktina í réttakofanum
með heitt kaffi og kakó til að
koma yl í kroppinn áður en farið
var að draga fé á nýjan leik. Takk
kvenfélagskonur! Flestir voru því
fegnastir þegar búið var að draga
fé og ýmist búið að keyra eða reka
það heim, enda gerði slydduhríð
þegar á leið.
Þegar leið á sunnudag fóru að
berast fréttir af andstyggðarveðri
víða um land. Björgunarsveitir
voru ræstar út til að aðstoða fólk og
meira að segja þurftu þær að leita
að ungri erlendri konu sem hafði
álpast á fjöll án þess að hafa fyrir
því að spá í veðurhorfur. Sú fannst
og má þakka björgunarsveitum enn
einn ganginn fyrir ómetanlega
aðstoð þeirra.
Við þetta rifjuðust upp fyrir
mér raddir sem alltaf heyrast
öðru hverju, um markaðssetningu
smalamennsku. Raddir sem eru
einhvern veginn á þann veg að það
sé nú rétt að fá ferðamenn bara til
að koma í smalamennsku á svæðum
þar sem bændur vantar aðstoð. Selja
þeim upplifunina og náttúruna,
nálægðina við skepnurnar og
fólkið í landinu. Bændur fái þarna
aðstoð sem þá vanti og allir græði.
Hugmyndir sem í mín eyru hljóma
eins og argasta bull og lykta af
græðgisvæðingu í ferðamennsku
eða óraunhæfum hugmyndum út á
hvað smalamennska gengur.
Sauðfjárbændur eiga lífs-
afkomu sína undir því að heimta
fé af fjalli. Það er staðreynd. Þeir
kosta talsverðu til og oft eru haustin
þung. Það er beinlínis óvirðing
við þá að gaspra um að hægt sé
að selja einhverjar hópferðir í
smalamennsku. Að hægt sé að
smala heiðar og dali með óvönu
fólki að uppistöðu, fólki sem
kannski hefur aldrei á fjöll komið.
Hræddur er ég um að þá færi meiri
tími í að smala fólkinu saman
heldur en fénu. Í það minnsta ef
veður gerðust válynd.
Meira að segja við bestu
aðstæður er erfitt að smala fé. Það
ríður mikið á að fólk sem tekur
þátt í smalamennsku leggi sig
fram, beiti skynseminni og hlusti
á tilsögn. Björgunarsveitirnar hafa
víst nóg annað að gera heldur en
að þurfa að leggja í leit að erlendu
ferðafólki sem væri seldur einhver
túristapakki í göngur.
Ég hef lent í villum á
fjöllum. Ég hef lent í svo þykkri
Austfjarðarþoku að auðvelt var að
villast á henni og hafragrautnum
sem borðaður var í morgunmat.
Í þeim aðstæðum hafði ég mun
meiri áhyggjur af samferðmönnum
mínum í smalamennskunni heldur
en því hvort við kæmum heim með
fé. Og ég veit að þeir bændur sem
ég smalaði fyrir þann daginn höfðu
sömu áhyggjur. Ég hefði ekki viljað
bera ábyrgð á hópi af ferðamönnum
þann daginn. Ekki frekar en aðra
daga í smalamennsku á fjöllum.
/fr
STEKKUR
Græðgisvæðing
smalamennskunnar
Endurskoðuð fjárhagsáætlun
fyrir Langanesbyggð fyrir árið
2013 gefur til kynna að staða
sveitarfélagsins sé mun verri en
talið var. Þetta kom fram á fundi
sveitarstjórnar Langanesbyggðar
í liðinni viku þegar lögð voru
fram til kynningar endurskoðuð
rekstraráætlanagöng.
Áhyggjur af stöðunni
Fram kom á fundinum að næstu
daga yrði farið yfir þau drög sem
fyrir lægju með endurskoðenda og
lykilstarfsmönnum sveitarfélagsins
til að sannreyna veruleika þeirra
gagna sem fyrir lægju. Í framhaldi
af því myndi sveitarstjóri boða
sveitarstjórn á sérstakan fund
þar sem farið yrði yfir málin.
Fundarmenn lýstu yfir áhyggjum
yfir stöðu sveitarfélagsins.
Á sama fundi var farið yfir
stöðu viðhaldsverkefna á vegum
sveitarfélagsins, yfirlit yfir stöðu
framkvæmda og kostnaðartölum.
Yfirlitið gefur til kynna að
sveitarfélagið hafi þegar eytt þeim
fjármunum sem til ráðstöfunar voru
en fyrir liggur að ljúka þurfi við
ýmsar framkvæmdir, m.a. að klára
þakframkvæmdir á félagsheimilinu,
og þá sé æskilegt að klára einnig
framkvæmdir við glugga að
Hálsvegi 9.
Sorp mögulega urðað á
Bakkafirði
Staða sorpmála í Langanesbyggð
var einnig til umræðu á fundinum
en unnið er að samkomulagi við
íbúasamtök Bakkafjarðar sem felur
í sér mögulega urðun á Bakkafirði
til skemmri tíma á meðan
framtíðarlausna er leitað. Fram
kom að sveitarstórnarmenn teldu
vel hægt að gera betur í sorpflokkun
í sveitarfélaginu, en þannig minnkar
það sorp sem fer til urðunar.
Hafnarframkvæmdir
í Finnafirði kynntar
Fram kom á sveitarstjórnarfundi
í Langanesbyggð að fulltrúar frá
Bremenports, þýska sendiráðinu
og fleiri hefðu heimsótt Þórshöfn
í lok sumars og skoðað aðstæður í
Finnafirði. Gestirnir hittu að máli
sveitarstjórnarfólk í Langanesbyggð
og Vopnafirði en fulltrúar Bremenports
kynntu stuttlega hugmyndir sínar
um hafnarframkvæmdir í Finnafirði.
Fyrirhugaður er fundur með
landeigendum í Finnafirði og að
honum loknum stefnt að almennum
íbúafundi um málið í október. /MÞÞ
Staða Langanesbyggðar verri en talið var
Karen Jónsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Kaja organic. Mynd / smh
Frístundahúsavefurinn www.
nordic lodges.com var nýlega tekinn
í notkun, en tilgangur hans er að
bjóða upp á leigu á frístundahúsum
til ferðamanna. Nordic Lodges-
kerfið grundvallast á neti af
frístundahúsum um allt land, sem
gist er í þrjár eða fjórar nætur en
að svo búnu er skipt um hús, á
fimmtudögum og sunnudögum.
Þannig flytjast gestirnir úr einu
húsi í annað og ferðalag um landið
verður til um leið. Það eina sem
ferðamaðurinn þarf að gera, fyrir
utan að panta flugið, er að útvega
sér bíl og það mun hann líka geta
gert í gegnum vefinn.
Jón Baldur Þorbjörnsson er
annar tveggja eigenda fyrirtækis-
ins, en hinn er Þjóðverjinn Helmut
Dussileck. Jón Baldur segir að með
hugmyndinni um Nordic Lodges sé
í raun verið að mæta þeim róttæku
breytingum sem orðið hafa í komu
ferðamanna til Íslands. „Fyrir um
25-30 árum voru 80 prósent þeirra
í hópferðum til í Íslands og 20
prósent á eigin vegum. Nú er svo
komið að þetta hefur alveg snúist
við; 80 prósent ferðamanna eru á
eigin vegum. Þegar ferðafólk er ekki
lengur bundið við tiltekin hótel en
er samt í smáum hópum eins og t.d.
fjölskyldur henta þessir gistimögu-
leikar vel sem við bjóðum upp á,“
segir Jón Baldur, sem hefur rekið
fyrirtæki sitt Ísafold Travel í 16 ár
og verið viðloðandi ferðaþjónustuna
samtals í 30 ár, lengst af sem leið-
sögumaður.
Vefurinn er gagnvirkur og gerir
beinlínubókanir mögulegar, þ.e. við-
skiptavinurinn gengur frá bókuninni
líkt og á flugleitarvél, án þess að
hafa samband við seljendur þjón-
ustunnar. Frístundahúsin sem falla
undir Nordic Lodges eru hlýleg,
rúmgóð, vel búin, vel staðsett og í
útleigu allt árið. Fyrirtækið á sjálft
nokkur húsanna en flest eru þau
leigð af eigendum þeirra, sem þó
geta notað þau sjálfir að vissu marki.
Uppbúin rúm bíða gestanna og ein-
staklingar í nágrenni við húsin, sem
flest hver eru fjarri þéttri byggð, sjá
um umhirðu húsanna á milli þess
sem gestir fara og koma.
Áhersla á hlýleika og vellíðan
Að sögn Jóns Baldurs verður áhersla
lögð á að byggja Nordic Lodges-
vefinn út frá Reykjavík vegna
nándar við Keflavíkurflugvöll og
einnig út frá Egilsstöðum vegna
nándar við Seyðisfjörð – og að
smám saman verði hringnum lokað.
„Kappkostað verður að gera
bústaðina mjög vel úr garði og
leggja áherslu á hlýleika og vellíðan,
með netsambandi, sjónvarpsskjá
og DVD-spilara. Áhersla verður
lögð á staðsetningu með fallegt
útsýni, þannig að bústaðirnir geti
flokkast undir „exclusive“ eða
„exceptional“. Einnig verður lögð
áhersla á tengingu við hitaveitu
þar sem hægt er. Staðsetning mun
taka mið af vegalengd í næstu
verslun, og jafnvel veitingahús,
og áhersla lögð á afþreyingu í
nálægð eins og gönguleiðir, golf,
veiði, menningarstaði og annað
þess háttar. Enn fremur verða í
hverjum bústað leiðarlýsingar með
áhugaverðum slóðum sem fólkið
gæti kannað miðað við að það hafi
tekið jeppa á leigu og vilji aka þessa
slóða á þeim tveimur eða þremur
heilum dögum sem það hefur til
ráðstöfunar í slíkt á hverjum stað.
Gert er ráð fyrir sjálfskostun
en markmiðið er þó að þeir verði
þannig staðsettir að hægt verði að
komast á matsölustað í nágrenninu.
Uppskriftir fyrir dæmigerðan
staðbundinn mat verða til staðar og
miðað er við að hafa alla bústaðina
með sambærilegum innbúnaði
þannig að notkunarviðmót þeirra
verði svipað frá húsi til húss. Það á
m.a. við um rafmagnstæki í eldhúsi
og þvottahúsi, og umgengni við
heita potta eða mögulegan arin, og
gufubað þar sem ekki er heitur pottur
á köldum svæðum.
Þegar fyrirtækið kemst almenni-
lega á legg verður áhersla lögð á
umhverfisvitund og sjálfbærni við
rekstur þess og bústaðanna.“ /smh
Frístundahúsavefurinn Nordic Lodges:
Gestirnir ferðast um landið úr einu húsi í annað
Brekka, í landi Kalastaða á Hvalfjarðarströnd.