Bændablaðið - 19.09.2013, Side 18

Bændablaðið - 19.09.2013, Side 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Þróun í fjölgun ferðamanna á Íslandi bendir til þess að á allra næstu árum fari fjöldi ferðamanna sem hingað koma yfir milljón. Allt þetta fólk þarf mat og drykk og ljóst er að stórauka þarf matvæla- framleiðslu í ýmsum greinum hér á landi til að mæta þessum þörfum. Ekki dugar að treysta eingöngu á innflutning því vaxandi fjöldi ferðamanna sækist einmitt eftir að upplifa íslenska matarmenningu og bragða á íslenskri framleiðslu. Þar hefur m.a. verið aukin aðsókn að matartengdri ferðaþjónustu í sveitum landsins. Met var sett í ágústmánuði síðast- liðnum hvað komur erlendra ferða- manna varðar til landsins í þeim mánuði. Um 132 þúsund ferðamenn fóru frá landinu í gegnum Leifsstöð í þeim mánuði, 16.500 fleiri en á sama tíma árið 2012, sem er um 14,4% aukning. Á heimsvísu hefur ferðamanna- straumurinn aukist um 5,2% á fyrri helmingi ársins 2013 samkvæmt tölum World Tourism Organization (UNWTO). Ferðamenn voru sam- tals nærri 500 milljónir og er aukningin um 25 milljónir ferða- manna á hálfu ári. Það gerir nærri eitt þúsund milljónir ferðamanna á heimsvísu á ári. Jafnframt þýðir það að um sjöundi hluti mannkyns er á faralds fæti. Nemur aukningin á fyrri helmingi þessa árs einu til tveim prósentum umfram það sem áætlað var í upphafi árs. Hluti af þessari aukningu er greinilega að skila sér hingað til lands og raunar umtals- vert hærri hlutdeild en gengur og gerist í flestum löndum í kringum okkur. Það er þó svipað og í Mið- og Austur-Evrópu. Framleiða þarf mat fyrir stóraukinn mannfjölda Íbúar jarðar fóru yfir 7 milljarða markið á síðari hluta ársins 2011. Nú eru þeir um 7.130 milljónir og mun samkvæmt spám fjölga í um 7.584 milljónir árið 2020. Um 550 milljóna fjölgun á 9 árum er enginn smá fjöldi, eða ríflega saman lagður íbúafjöldi Bandaríkjanna og Rússlands. Allt þetta fólk þarf mat og vatn og þetta þýðir væntanlega líka fjölgun þeirra sem ferðast um heiminn. Gríðarleg fjölgun ferðamanna Áhugavert er að setja þessar tölur í samhengi við fjölda ferðamanna til Íslands. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu nam heildarfjöldi farþega til Íslands á árinu 1949 sam- tals 5.312. Talan fór í fyrsta sinn yfir 100.000 á árinu 1986 (113.528). Tuttugu og fjórum árum síðar, á árinu 2010, var fjöldi ferðamanna sem komu til Keflavíkurflugvallar, með Norrænu til Seyðisfjarðar og á aðra flugvelli landsins kominn í 488.622. Sá fjöldi jókst í 565.611 árið 2011, eða um 15,7% á milli ára. Á árinu 2012 var talan komin í 672.000. Þar fyrir utan er talið að um 92 þúsund ferðamenn hafi komið með skemmtiferðaskipum. Í heild gerir þetta 764 þúsund. Samkvæmt fréttum um tölur ferðamanna það sem af er ári 2013 má ætla að þeim fjölgi á árinu í heild um 10% eða meira, en meðaltalsaukningin frá 2002 er um 9,7% á ári. Fáum yfir milljón ferðamenn árið 2015 Ef ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eru teknir inn í myndina munu ferðamenn fara yfir milljónina strax árið 2015 miðað við 10% árlega meðaltalsaukningu og verða þá 1.016.884. Þá verða þeir orðnir rúmlega 1,6 milljónir á árinu 2020. Þetta þýðir vel ríflega tvöföldun ferðamanna á sjö árum frá því sem nú er. Þetta er mun hraðari fjölgun ferðamanna en spár hafa gert ráð fyrir. Þetta þýðir ekki bara aukið álag á ferðamannastaði, heldur líka stóraukna eftirspurn eftir mat. Þurfa að bregðast hratt við Augljóst er að þessi mikla fjölgun ferðamanna til Íslands kallar á nýja hugsun um hvernig skuli brauðfæða allt þetta fólk. Núverandi framleiðsla á landbúnaðarvörum dugar þar hvergi til, þó að tiltölulega auðvelt sé að auka neyslu ferðamanna á íslenskum sjávarafurðum án teljandi vandræða. Þar er svo sem af nógu að taka því auk hefðbundins sjávarafla er verið að gera laxeldi og annað eldi að stóriðju á Íslandi. Íslenskur landbúnaður hefur verið að bregðast við þessu í einhverjum mæli en nokkuð ljóst er að þar þarf að gefa duglega í jafnhliða því að hafa aukna sjálfbærni að leiðarljósi. Það er t.d. seinlegt að ala upp naut til slátrunar og tekur um 18 mán- uði. Sauðfjárræktin gæti brugðist hraðar við, sem og kjúklinga- og svínaræktin. Fyrirsjáanlegt er einnig að markaður verður fyrir stóraukna framleiðslu íslensks grænmetis á allra næstu árum. Kjötframleiðslan hefur verið að aukast Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur ein- mitt fjallað um þessi mál í erindi með hagsmunaaðilum í veitinga geiranum. Þar kom m.a. fram að framleiðsla á kjöti árið 2012 hefði verið 5,9% meiri en árið 2011. Þar er um að ræða aukna framleiðslu í öllum kjötteg- undum nema svínakjöti. Athyglisvert er að framleiðsla á nautakjöti jókst um þúsund tonn frá 2006 til 2012, eða úr 3.196 tonnum í 4.112 tonn, en dugar samt ekki til. Sindri bendir á að töluvert sé einnig flutt inn af búvörum og búast megi við að aukinn þrýstingur verði á slíkan innflutning í takt við aukinn straum ferðamanna. Sindri telur þó augljósa hagsmuni þjóðarinnar liggja í framleiðslu matvæla hér innanlands. Má þar t.d. nefna gjald- eyrissparnað og þann virðisauka sem felst í fjölþættri starfsemi í kringum matvælaframleiðsluna. Kallað eftir meiri mjólk Í febrúar 2006 gerði Haraldur Benediktsson, þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands, skort á mjólk að umfjöllunarefni í leiðara Bændablaðsins. Þá var greiðslu- mark í mjólkurframleiðslunni 111 milljón lítrar en hefði þurft að vera 114 milljónir lítra til að mæta eftir- spurn. Kallaði hann eftir gerð fram- virkra kaupsamninga á mjólk við kúabændur, sem gætu þá betur skipu- lagt aukna framleiðslu. Fyrir síðustu áramót var útgefið greiðslumark mjólkur frá þáverandi Atvinnvega- og nýsköpunarráðuneyti ákveðið 116 milljónir lítra á árinu 2013. Nú hefur Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem fer með landbúnaðarmálin hjá nýrri ríkisstjórn, ákveðið að auka greiðslumarkið í 119 milljónir lítra. Framkvæmdanefnd búvörusamninga ákvað jafnframt að hækka verð til bænda um 3,1%. Þar fyrir utan er væntanlega talsverð umframfram- leiðsla sem ekki er innan greiðslu- marks. Þessi aukning á greiðslumarki mun að einhverju leyti mæta fyrir- séðum skorti á mjólk til framleiðslu margvís legra mjólkurafurða. Það tekur samt talsverðan tíma að ala upp mjólkurkýr og auka framleiðslu á mjólk. Þrátt fyrir aukninguna nú er væntanlega mikil þörf á að land- búnaðurinn setji sér sem fyrst lang- tímamarkmið í mjólkurframleiðsl- unni sem taki m.a. mið af auknum fjölda ferðamanna, mannfjölgun í landinu og aukinni eftirspurn eftir útfluttum mjólkurafurðum. Það sama við um framleiðslu á kjöti. Ekki sjálfgefið að hægt sé aðmæta vaxandi þörf með innflutningi Vissulega er það jákvætt að eftir- spurn sé stöðugt að aukast eftir mat- vælum hér á landi, en að sama skapi er það áskorun á landbúnaðarkerfið í heild og hvernig það höndli þessi mál. Eitt er víst að aukin eftir- spurn eftir landbúnaðarafurðum er ekki sér íslenskt fyrirbæri og því þurfa Íslendingar að búa sig undir að umframeftirspurn verði líka á alþjóðlegum matvælamörkuðum. Sérfræðingar víða um heim hafa bent á þetta og að búast megi við ört hækkandi matvælaverði vegna aukinnar eftirspurnar. Þá er vatns- skortur líka vaxandi vandamál. Því má ætla að það sé mikið vanmat ef Íslendingar halda að þeir geti alltaf gengið að því sem vísu að hægt verði að mæta aukinni eftirspurn hérlendis með auknum innflutningi. Alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af fæðuöryggi Bændasamtök Íslands hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að Íslendingar hugi að því að tryggja fæðu öryggi sitt. Haldnar hafa verið ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga sem tekið hafa undir áhyggjur BÍ. Matvælastofnun sameinuðu þjóð- anna, FAO, hefur líka bent á að þrátt fyrir stóraukna framleiðslu mat- væla á liðnum áratugum séu tveir milljarðar manna án fæðuöryggis og ásættanlegs aðgengis að mat. Einnig þjáist um þúsund milljónir manna beinlínis af fæðuskorti. Það er því engin tilviljun að Kínverjar hafa um árabil verið í markvissri vinnu við að tryggja sér aðgengi að fæðu. Þess vegna hafa þeir m.a. verið að kaupa sér aðgengi að landi og land- búnaði í Afríku, Ástralíu og víðar um heim. Þeir vinna greinilega sam- kvæmt langtímamarkmiðum, sem Íslendingar gætu lært mikið af. Bretar líka meðvitaðir um nauðsyn innlendrar framleiðslu Íslenskir bændur eru langt frá því að vera einir um að sjá mikilvægi þess að þorri matvælaframleiðslunnar fari fram innanlands. Sama krafa hefur verið uppi meðal neytenda í Bretlandi í kjölfar hrossakjötshneykslisins sem skók matvörumarkaðinn í Evrópu síðastliðinn. vetur. Neytendur vilja geta treyst því að maturinn sem þeir setja ofan í sig sé sá sem auglýstur er og öruggur til neyslu. Í kjölfarið lof- aði verslanakeðjan Tesco að kaupa eingöngu kjúklinga sem framleiddir væru af breskum bændum til að selja í verslunum sínum. Einn angi þessa er að neytendur eru stöðugt að vera meðvitaðri um skaðleg áhrif af notkun skordýra- eiturs við ræktun dýrafóðurs, sem og skaðleg áhrif af óhóflegri notkun sýklalyfja í dýraeldi. Aukin notkun slíkra efna hefur einmitt verið einn af fylgifiskum verksmiðjubúskapar og ofnýtingar á landi. Vaxandi ótti hefur verið við þetta m.a. í Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar en sem betur fer á það enn ekki við hér- lendis. Sindri Sigurgeirsson hefur bent á að hér á landi sé verið að fram- leiða góðar matvörur sem hægt sé að treysta. Þá hafi komið fram í skýrslum að lyfjanotkun í mat- vælaframleiðslu hérlendis sé mun minni en þekkist í löndum sem helst sé verið að kaupa matvæli frá. Sama á við um notkun skordýraeiturs og annarra efna. Því ættu það að vera augljósir hagsmunir neytenda að matvælin séu fremur framleidd hér innanlands en að stólað sé á aukinn innflutning sem jafnvel á sér óljósan uppruna. Lítil sýklalyfjanotkun á Íslandi Samkvæmt tölum European Medicines Agency er notkun sýkla- lyfja við eldi í Evrópu lang minnst á Íslandi. Næst á eftir kemur Noregur, síðan Svíþjóð og í Finnlandi er hlutfallið nokkru hærra. Þaðan er síðan stórt stökk upp í næstu þjóðir og meira að segja Danir eru með margfalt meiri sýklalyfjanotkun en Íslendingar og um tvöfalt meiri en Finnar. Það er því augljóst að ef hægt verður að halda lyfja- og efna- notkun innan skynsam legra marka í íslenskum land búnaði eiga Íslendingar mikla möguleika í að efla enn ímynd hreinleika landsins í matvæla framleiðslu. Með sameiginlegu átaki og með aukinni sjálfbærni í landbúnaði og sjávarútvegi gætu Íslendingar skapað sér mikla sérstöðu sem mat- vælaframleiðsluþjóð. Það ætti að auka verðmæti framleiðslunnar, sem skilaði sér þá líka inn í aukna verðmætasköpun í matartengdri ferðaþjónustunni. Slíkt gerist þó ekki af sjálfu sér, frekar en að útvega vaxandi fjölda ferðamanna gott og heilsusamlegt fæði þegar þeir ferðast um landið. /HKr. Fréttaskýring Myndir/ HKr. Hörður Kristjánsson Ritstjóri hk@bondi.isStórauka þarf matvælaframleiðslu í heiminum – líka á Íslandi: Mæta þarf fæðuþörf fyrir rúmlega milljón ferðamenn á Íslandi á allra næstu árum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.