Bændablaðið - 19.09.2013, Page 23

Bændablaðið - 19.09.2013, Page 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Í bænum Langley í Bresku Kolumbíu í Kanada, skammt austan Vancouver, er rekið hjálparstarf sjálfboðaliða fyrir nauðstatt fólk víða um heim. Starfsemin nefnist Global Emergency Missions Society, eða GEMS, og er stýrt af fjölskylduráðgjafanum Indriða Arnari Kristjánssyni, sem fæddur er og uppalinn á Ísafirði. Hann er giftur kanadískri konu, doktor Carolyn Mercer, en þau hafa átt heima í Bresku Kólumbíu í 19 ár. Þau búa nú í 130 þúsund manna bæjarfélagi sem heitir Abbotsford, nokkru austan við Vancouver og rétt norðan landamæra Bandaríkjanna. Eiga þau tvö börn, dótturina Lindu Marie, sem er barnakennari, og soninn Jonathan, en hann er verkfræðingur. Viðamikil starfsemi GEMS var stofnað í Langley í bresku Kólumbíu árið 2003. Var það í kjölfar þess að nokkrir einstaklingar á svæðinu fóru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu best orðið að liði til hjálpar fólki í hörmungum sem þá höfðu komið upp í Úkraínu. Nokkrir úr hópnum höfðu þá kynnt sér ástandið af eigin raun. Ljóst var að þörf var á fatnaði, teppum, mat, lækningatækjum, húsnæði og tækjabúnaði til að byggja hús. Farið var í söfnun á búnaði í bæjum og borgum og komið var upp aðstöðu í vöruhúsi í Langley. Þar var nauðþurftunum pakkað af sjálfboðaliðum og þær settar í gáma til útskipunar. Þetta verkefni áhugafólks í Kanada hlóð síðan utan á sig og sjónum var beint að fólki í öðrum löndum sem þurfti líka á aðstoð að halda. Frá GEMS hafa síðan verið sendir yfir 100 gámar af fatnaði og alls konar búnaði til 22 landa í fimm heimsálfum. Byggt á starfi sjálfboðaliða Starfsemi GEMS er því orðin nokkuð viðamikil og er fatnaður og ýmis tæki send til svæða þar sem fólk hefur meðal annars verið illa leikið eftir jarðskjálfta, þurrka, stríðsátök eða aðrar hörmungar. Stór hluti hjálpargagnanna sem fara frá GEMS nú eru send til ríkja í Mið og Suður-Ameríku eins og El Salvador, Gvatemala og Haítí, en einnig fer umtalsvert magn til Afríku og jafnvel til ríkja innan Evrópusambandsins. Eins og hjálparsamtökin Gleaners Society byggir starfsemi GEMS á framlagi sjálfboðaliða. Mikið og gott samstarf er reyndar á milli þessara samtaka. Segir Indriði engin vandkvæði á að fá fólk af svæðinu til að leggja fram vinnu sína án endurgjalds í annarra þágu. Flest þetta fólk komi frá félögum kristinna safnaða en einnig komi fjöldi einstaklinga sem hættir séu störfum á vinnumarkaði en vilji leggja starfskrafta sína af mörkum fyrir góðgerðarsamtök af ýmsu tagi. Eins fái GEMS oft hjálp frá fólki sem er í endurhæfingu á meðferðarheimilum. GEMS er alls með 15 útibú í Bresku Kólumbíu, Alberta og Saskatchewan sem reglulega senda hjálpargögn til Langley. Þegar blaðamaður Bændablaðsins heimsótti Indriða hjá GEMS voru þar inni á gólfi stórar pakkningar af fatnaði og öðrum búnaði sem senda átti til Rúmeníu, Moldóvu og þjáðra íbúa á jarðskjálftasvæðum í Gvatemala. Fyrirtæki dugleg að leggja þeim lið Indriði segir að fatnaðurinn sem þangað kemur komi meðal annars frá verslunum og fataframleiðendum auk þess sem einstaklingar séu duglegir við að senda þeim fatnað líkt og þekkist hjá Rauða krossinum á Íslandi. Margvíslegur tækjabúnaður fer einnig í gegnum þeirra hendur eins og notaðar saumavélar sem gerðar hafa verið upp á verkstæði, en án endurgjalds. Þar getur einnig verið um að ræða lækningabúnað, vatnsdælur, hjólastólar, rafskutlur, reiðhjól, landbúnaðartæki, bíla og fleira. Allur þessi búnaður er yfirfarinn og flokkaður af sjálfboðaliðum og sendur með gámum þangað sem þörf er á. Í húsnæði GEMS í Langley gat meðal annars að líta stæðu efnisstranga í ýmsum litum sem framleiðandi þurrbúninga fyrir kafara hafði sent. Var Indriði að reyna að finna út hvort einhver hefði þörf fyrir slíkt efni, eða hvort eitthvert saumafyrirtæki gæti nýtt það til að búa til vöru sem gæti komið að gagni fyrir hjálparstarfið. Það útheimtir því oft mikla útsjónarsemi að finna hvar þörfin er brýnust fyrir fatnað og annan búnað og einnig hvernig er hægt að koma honum á áfangastað með sem hag- kvæmustum hætti. Hefur uppskorið þakklæti og viðurkenningar víða um lönd Indriði segist hafa uppskorið mikið þakklæti víða um lönd fyrir það starf sem hann og hans fólk í GEMS hefur verið að vinna. Sem virðingar- vott var hann meira að segja sæmdur heiðursmerki á síðasta ári af David Barahona, borgarstjóra í bænum Jiquilisco í El Salvador, og veitt viðurkenningarskjal fyrir að hjálpa íbúum landsins. Kynntur fyrir innviðum í rússnesku fangelsi Ekki gengur alltaf vandræðalaust að koma sendingunum til skila og hefur Indriði því stundum þurft að fara sjálfur á svæðið til að fylgja sendingunum eftir. Þá getur oft verið um að ræða vandkvæði við tollafgreiðslu hjálpargagna og stundum spilar spilling meðal embættismanna í viðkomandi löndum þar inn í. Indriði hefur líka fengið sinn skerf af margvíslegum hremmingum á þessum ferð sínum. Hann kvartar samt ekki þó að honum hafi meira að segja verið varpað í fangelsi í Rússlandi vegna tortryggni yfirvalda um störf sín. Hann segir að það hafi verið sérkennileg upplifun, en fangaklefinn var einangraður og leðurklæddur svo þaðan bærust engin hljóð. Þá var hurðinni lokað með þreföldum voldugum öryggislás. Stundum hefur hann líka þurft að koma heim til Kanada, fremur illa til reika, eftir ferðir með hjálpargögn, haltrandi við staf og eitt sinn meira að segja í hjólastól. /HKr. Ísfirðingur við stjórnvölinn hjá hjálparsamtökunum Global Emergency Missions Society á vesturströnd Kanada: Sendir fatnað og ýmis hjálpargögn til hrjáðs fólks í fimm heimsálfum að aðstoða nauðstadda í El Salvador. Þessi mynd var tekin nýlega af ungri stúlku í Gvatemala að taka við

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.