Bændablaðið - 19.09.2013, Síða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Margrét Jónsdóttir Njarðvík
rekur litla ferðaskrifstofu undir
nafninu Mundo. Nú í október
er hún m.a. að bjóða upp á ferð
til Spánar sem gætu hentað
ferðaþjónustubændum sérstaklega
vel. Þar geta menn lært spænsku
jafnhliða því að fá innsýn í hvernig
ferðaþjónustan í jaðarhéruðum
Spánar tekur á móti gestum.
Auk þess að stunda ferðamennsku
bæði á Spáni og á Íslandi ásamt því
að bjóða upp á alþjóðlega ráðgjöf
kennir Margrét spænsku. Hún er
með masterspróf í rekstrarstjórnun,
er doktor í spænsku og jafnframt
vararæðismaður Spánar á Íslandi.
Hún hefur ákveðnar skoðanir
á því hvernig eigi ekki að haga
ferðaþjónustu, sér í lagi á Íslandi þar
sem verið er að leggja mikið undir í
uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Margrét segir mikilvægt fyrir
fólk í íslenskri ferðaþjónustu að
kynna sér hvernig aðrar þjóðir
geri hlutina. Á Spáni sé t.d. mikil
reynsla og þar geti fólk kynnt
sér hvaða mistök Spánverjar hafi
gert í ferðaþjónustunni og hvað
þeir séu að gera vel. Henni finnst
umhugsunarvert að Íslendingar
séu uppteknir af að auka stöðugt
innflutning ferðamanna en gleymi því
sem skipti mestu máli, að þjónusta
ferðamennina með sómasamlegum
hætti. Segir hún að víða sé pottur
brotinn í þeim efnum á Íslandi og
slíkt spyrjist út um allan heim.
Alltaf hægt að gera betur
„Þetta er spurning um á hvaða skala
við viljum hafa ferðaþjónustuna hjá
okkur og hversu auðvelt og æskilegt
það er að fara úr því að vera sæmilegur
eða góður yfir í það að vera frábær og
í takt við okkar dásamlegu náttúru.
Þegar við náum því að vera frábær
er hægt að réttlæta hátt verðlag og
fólkinu sem starfar við þetta líður um
leið mikið betur í starfi.“
Margrét segist alls ekki vilja
alhæfa um að ferðaþjónusta á Íslandi.
Fyrirtækin og einstaklingarnir sem
að þessari þjónustu komi séu eins
misjafnir og þeir eru margir. Því megi
finna í allri flórunni hreint frábæra
staði þar sem gestum er sinnt af
mikilli alúð og fagmennsku.
Með sumarbúðir fyrir
ungmenni á Spáni
Margrét hefur langa reynslu sem
leiðsögumaður og segist hafa
byrjað rekstur Mundo á því að vera
með sumarbúðir fyrir 14 til 18 ára
íslenska unglinga á Spáni. Þá undirrita
ungmennin yfirlýsingu um að þau
snerti hvorki áfengi né tóbak meðan
á dvölinni stendur.
„Þetta hefur gengið ótrúlega vel
og þetta er þriðja árið sem ég er með
þetta. Ég byggi þetta á samböndum
í þorpinu Zafra í Extremadura á
Spáni þar sem ég var sjálf skiptinemi
á árum áður. Vinkona mín velur
fyrir mig fjölskyldur á Spáni til að
taka við íslenskum ungmennum. Í
stað þess að borga fjölskyldunum
beint fyrir þessa þjónustu býð
ég spænsku ungmennunum í
fjölskyldunum á enskunámskeið
og leiðtoganámskeið. Íslensku
krakkarnir eru á spænskunámskeiði
og leiðtoganámskeiði og saman fara
hóparnir í skoðunarferðir og taka þátt
í fjölbreyttri dagskrá. Samræmist
það vel kjörorðum Mundo sem
eru menntun, skemmtun, menning
og þjálfun.“ Sumarbúðirnar eru
lífsbreytandi pakki sem hefur gengið
mjög vel enda fá foreldrar tækifæri
til að senda börnin sín erlendis í
algerlega öruggri umgjörð. Ánægja
þeirra leynir sér heldur ekki.
Extremadura er jaðarhérað á
Spáni, norðvestur af Andalúsíu og
við landamæri Portúgals. Þar er
framleitt megnið af rafmagninu fyrir
norðurhluta Spánar.
„Þar er líka að finna bestu
fjallaskinkuna á Spáni, en þarna
ganga svörtu svínin sem notuð eru
í hana frjáls og nærast m.a. á akarni.
Íbúar eru að byrja að láta til sín taka
í túrisma. Það gera þeir með því að
bjóða bara upp á það sem er ekta
og vinna með það sterkasta úr sinni
menningu.
Nú verð ég einmitt með tveggja
vikna búðir í þessu héraði í haust þar
sem gist verður í gömlu klaustri og
farið þaðan í mismunandi gönguferðir
við sólarupprás á hverjum einasta
Íslendingar þurfa að staldra við og taka sig verulega á í ferðaþjónustunni:
Förum okkur hægar og gerum hlutina vel,
þannig að eftir verði tekið og um talað
– „Hlustum á kúnnann,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi
ferðaskrifstofunnar Mundo, segir að
ýmislegt megi bæta í þjónustu við
ferðamenn á Íslandi. Mynd / HKr.
Extremadura er jaðarhérað á Spáni, norðvestur af Andalúsíu og við landamæri
Portúgals. Þar er framleitt megnið af rafmagninu fyrir norðurhluta Spánar.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi ferðaskrifstofunnar MUNDO, með hóp spænskra ferðalanga við Ófærufoss.