Bændablaðið - 19.09.2013, Page 26

Bændablaðið - 19.09.2013, Page 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Hvalveiðar við Ísland: Frá útrýmingu til offjölgunar – Kristján Loftsson telur almenningsálitið komið ofar almennri skynsemi því rétt sé að veiða hvali á meðan veiðarnar eru sjálfbærar Nú þegar skammdegið leggst yfir landið lýkur langreyðar- veiði tímanum. Dagurinn verður of stuttur til að það borgi sig að leita á þeim örfáu stundum sem bjart er. Leitað er að hvalnum á aldargamlan hátt, það er staðið uppi í útsýnisturni og skimað eftir blæstri. Að koma í heimsókn í hvalstöðina í Hvalfirði er eins og að fara aftur í tímann, þar eru hálfrar aldar græjur í fínu standi í bland við nýjustu tækni. Fræg eru gufuskipin Hvalur 8 sem byggður var 1948 og Hvalur 9 frá árinu 1952. Það finnast tæplega í hinum siðmenntaða heimi svo gömul gufuskip sem enn eru í fullum rekstri, en Hvalur hf. er nýtið fyrirtæki og sér enga ástæðu til að skipta út hlutum sem virka. Starfsmannarútan er til dæmis af sömu kynslóð og bátarnir. Við lok tímabilsins þótti við hæfi að heimsækja hvalstöðina, flækjast fyrir flensurum og spjalla um heima og geima við Kristján Loftsson. Kristján er inntur eftir því hvort ekki sé einhver möguleiki á því að sækja á nýja markaði, í ljósi þess að aðeins eitt land er kaupandi að afurðunum, en hryðjur skella á fyrirtækinu úr öllum áttum, svo vægt sé til orða tekið, og markaðsumhverfi þess er alþjóðlegt hvalveiðibann. „Eins og staðan er í dag út af þessum CITES-samningi (Samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu) þar sem hvalnum var komið í Viðauka 1 sem segir að það sé algjörlega bannað að veiða dýr í útrýmingarhættu, þá ferðu ekki til annarra landa en þeirra sem gerðu fyrirvara við þennan samning, það er til Noregs og Japan. Það er bara að gleyma því! Ég tala nú ekki um Evrópusambandið eða Bandaríkin, þú yrðir bara settur í steininn ef þú kæmir með hvalkjöt þangað. En Japanir eru traustir og góðir kaupendur og þetta er allt af fara af stað aftur eftir jarðskjálftann og flóðin.“ En hvernig er að standa í þessu, að vera í rekstri sem allt í einu er bannaður og fyrirlitinn af þrýstihópum, fordæmdur af ríkisstjórnum, talinn skaða ferðaþjónustuna og hataður af miljónum sem þykir vænt um hvalinn? „Neinei,“ segir Kristján, „Þetta er bara partur af leikritinu. Maður er alveg orðinn bólusettur fyrir því. Það kostar pólitíkusana ekki neitt að vera á móti. Kaninn var alveg fram undir 1960 að veiða langreyðar í Kaliforníu, Bretar og Hollendingar voru í Suður-Íshafinu. Frá 1932 til 1962, þegar þeir hættu, veiddu bresk skip yfir 63.000 steypireyðar og 105.000 langreyðar. En núna eru þeir orðnir alveg heilagir. Það var gengið mjög nálægt stofnunum. En það er ekki hægt að tala um hvalstofna sem heimsstofna. Hvalirnir við Ísland komast aldrei í samband við stofna í Suður-Íshafinu, þetta er svo svakalegt hafsvæði héðan og þangað, svo það er eins vitlaust og það getur verið að tala um þetta í sömu setningunni. Langreyðarstofninn er talinn telja um 20.000 dýr þar sem við veiðum á milli Íslands og Austur-Grænlands, og kvótinn er 154.“ Kristjáni þykir almenn skynsemi ekki eiga mikið upp á pallborðið nú um mundir, „og fer versnandi“ segir hann. Málaður sem skrattinn með heilann úti Hvalfriðunarsinnar um heim allan þekkja vel til Kristjáns og er hann tákngervingur íslenskra hvalveiða, sú mynd er dregin af honum að hann sé gráðugur, illur milljarðamæringur sem telur stórhveli jafn gáfuð smáfiskum og hafi það að hugsjón að útrýma langreyðum, menga fyrir mannfólki með kvikasilfri, pynta dýrin sem lengst og reka fyrirtæki sitt með tapi og flæma ferðamenn frá þjóð sem bráðvantar gjaldeyri. Í júní síðastliðnum hófu til dæmis samtökin WDC undirskriftasöfnun sem beint er til Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann er beðinn um að stöðva hvalveiðar Kristjáns. Söfnunin stendur nú í fimmtán þúsund undirskriftum. Þar er gert mikið úr því að fyrirtæki í Japan noti hvalkjötið í háklassa hundafóður, en fyrirtækið Michinoku Farm tók vöruna úr umferð og sagði forseti fyrirtækisins við það tækifæri: „Ef til vill gerði ég mér ekki grein fyrir umræðunni um hvalveiðar, en það er ekki þess virði að selja vöruna ef hún reitir eitthvað fólk til reiði.“ Hafnarstjórar í Evrópu og skipaflutningsfyrirtæki gáfu upp álíka ástæður fyrir því að neita hvalkjöti um flutning. Um þetta segir Kristján: „Það eru mörg skip sem sigla í heimshöfunum maður, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þarna birtist Evrópusambandið í sinni réttu mynd. Hafnaryfirvöld í Hollandi segja: við skiptum okkur ekkert af því hvaða vörur fara um höfnina svo lengi sem þetta er með öllum pappírum, löglegt og þannig, og hvalafurðirnar séu með alla pappíra. En! Það er svo mikil andstaða við hvalveiðar í Hollandi, pólitíkin á móti, því er skorað á öll skipafélög sem flytja um Rotterdam að flytja ekki hvalafurðir. Það var bara ekki flóknara en það. Þá fara þeir á límingunum og svo er antí-liðið á bakinu á þeim að hafa fengið þennan stuðning frá hafnaryfirvöldum, þá Kristján Loftsson Með nýtingu á hval við Ísland er aldagamalli þekkingu viðhaldið. Hvalabeikon er afurð sem þykir lostæti í Japan.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.