Bændablaðið - 19.09.2013, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
skerpir alla hnífa, axir, sláttuvélablöð, skóflur.
Dreifing:
WORKSHARP HNÍFABRÝNIÐ
fara skipafélögin hvert af öðru alveg
í límingunum og halda að ímyndin
þeirra fari í steik nema þeir taki
undir.“
Monnípeningar og samsæri
„Sjálfur er ég hallur undir þá kenningu
að Nixon hafi skapað þetta skrímsli,
hann vildi draga athyglina eins mikið
og hann gat frá Víetnamstríðinu og
fór að magna þessi hvalamál upp, þá
fór allt þetta „anti-save the whale“ í
gang og þeir fengu stuðning. Í dag
er þetta ekki bara ein grúppa heldur
hellingur af þeim og þeir slást eins
og hundar og kettir sín á milli til þess
að fá pening, þetta er bara monní. En
þessi umræða er ekki nærri því sú
sama og þetta var þá, þetta er alveg
dautt mál í dag. Þú getur alveg eins
talað við steinana hérna úti eins og
að tala við þetta lið, en ég er farinn
að rekast á fleiri greinar í erlendum
fjölmiðlum þar sem efasemdir eru
um málflutning friðunarsinna um að
hvalir séu í útrýmingarhættu. Þeir
eru búnir að tauta þetta í fjörutíu ár.“
Nauðsynlegt verður að grisja í
framtíðinni
Kristján rifjar upp að fyrsta
iðnbyltingin á Íslandi hafi átt sér stað
með hvalveiðum á Vestfjörðum og að
veiðarnar hafi verið allt of miklar og
stofnarnir ekki þolað áganginn.
„Menn vissu ekki betur þá. En
svo safnast í sarpinn þekking og með
því að telja hvali, taka eggjastokka
og eistu er hægt að fylgjast með
viðkomunni. Í dag þyrfti að leggja
mikið á sig til að útrýma hvalnum,
ég myndi allavega ekki taka þátt í
því. Svo lengi sem þetta er sjálfbært
áttu að veiða hvali, þeir eiga unga og
hafa ekki uppgötvað pilluna ennþá
og smokkinn, svo þeim fjölgar. Þú
framleiðir vesen með því að veiða
ekki. Ég tek dæmi því mér finnst oft
skemmtilegt að koma með líkingar:
ef þú myndir láta eins og tíu merar og
tíu fola vera á útigangi í Reykjavík
og það mætti enginn snerta hrossin
líkt og kýrnar á Indlandi, þau mættu
fara í alla garða og éta eins og þau
vildu, þeim myndi auðvitað fjölga.
Eftir tuttugu ár yrði þetta katastrófa.
Það sama gerist í hafinu en það sést
ekki eins glatt og á landi.“
Þá spyr tíðindamaður Kristján
að því hvort ekki hafi verið ágætt
jafnvægi í hafinu áður en gufuskip
komu til sögunnar? Hann svarar því
með hornauga.
En er það satt sem andstæðingarnir
segja að kjötið sé selt í háklassa
hundafóður? „Ekki mér vitanlega.
Fram undir 1970 fór mest allt kjötið
frá okkur í dýrafóður í Bretlandi, en
svo fóru Japanirnir að koma inn í
þetta. Ef þú selur vöru í búð veistu
ekki hvað verður um hana. Eru allar
fiskbúðir hunda- og kattabúðir?
Einhver kona kemur og kaupir flak
af ýsu og eldar fyrir sig og gefur
kettinum með sér, er þetta þá orðin
hunda- og kattaverslun?“
Hvað sem öllum hundum líður er
það staðreynd að Japanir borða kjötið
og spikið með góðri lyst, hvalbeikon
er vinsælt, rengi úr sporðinum
og sérstaklega þykir tungan vera
lostæti.“
Hvalir á borðum Íslendinga frá
upphafi landnáms
Andstaða við hvalveiðar er ekki ný af
nálinni, þó að nýtt sé að andstaðan sé
af mannúðar- og útrýmingarástæðum.
Þegar Baskar, Hollendingar og aðrar
erlendar þjóðir veiddu hér við land á
leið sinni til og frá Svalbarða á 17. öld
til að ná sér í sléttbakslýsi var það ekki
vinsælt hjá sumum fiskimönnum,
sem töldu að hvalurinn sæi um að
reka fiskitorfur inn á firðina. Einnig
var hvalurinn illa nýttur og heilmiklu
kjöti hent í sjóinn, sökk það til botns
og héldu margir að fiskurinn tæki
ekki á færi þar sem hann hefði nóg
fyrir sig og sína með því að narta í
hvalhræin.
Það er hins vegar ekki rétt
sem hvalfriðunarsinnar segja að
Íslendingar hafi ekki veitt hval og
engin hefð sé fyrir því fyrr en fyrst
um miðja 20. öldina. Hvalveiðar
urðu hins vegar ekki sjálfstæð
atvinnugrein á meðal Íslendinga fyrr
en á 20. öldinni. Fyrir utan hvalreka,
sem þótti góðar fréttir í gamla daga,
má ætla af lögbókunum Grágás
og Jónsbók, en sú síðarnefnda var
lögtekin á Alþingi árið 1281, að
hvalir hafi bæði verið skutlaðir og
reknir á land. Þegar hvalur gekk
inn á fjörð söfnuðust menn á báta
og ráku þá á land með grjótkasti, en
talið var að hvalurinn óttaðist mjög
að fá hnullung í blástursgatið.
Heimildir eru um að Íslendingar
hafi skutlað hvali á miðöldum,
notað afurðirnar innanlands og flutt
út. Á síðari hluta 18. aldar hnignaði
mjög hvalveiðum Íslendinga en þær
lögðust ekki af með öllu. Á 19. öld
veiddu Arnfirðingar til dæmis kálfa
steypireyðarinnar, en þær gengu inn
á fjörðinn um vertíðarlok. Rétt er
hinsvegar að segja að veiðiaðferðir
Íslendinga hafi verið ómannúðlegar,
svo notast sé við orð sem var óþarfi
fyrr á öldum, en það gat tekið hvalina
2-3 daga að drepast úr blóðeitrun með
skutulinn í sér áður en þeir náðust
á land.
Með nútíma veiðiaðferðum
tekur það hvalinn þó aðeins nokkrar
sekúndur upp í fimm mínútur að
drepast. „Þeir segja að þetta sé svo
„krúl“. Það er eitt argúmentið sem
byrjaði fyrir nokkrum árum og
veiðarnar megi ekki eiga sér stað
af mannúðar ástæðum. Þessi hvalur
hér,“ segir Kristján og bendir á
feng dagsins, „er með einn skutul
og hann er steindauður um leið, það
er sprengja framan á. Þú ert ekki
tvo til þrjá tíma með hann í línunni
eins og antí-liðið heldur alltaf fram.
Menn reyna að vanda sig að skjóta
inn í brjóstholið og það er svo
mikið trukk þarna inni að það rífur
allar æðarnar og hann er algjörlega
meðvitundarlaus. En það getur verið
að þú hittir ekki alveg í fyrsta, en
þá skýturðu öðrum skutli og drepur
hann.“
Mikil ásókn í hvali frá lokum
miðalda og fram til ársins 1970 var
vegna spiksins eins og segir í bókinni
Hvalveiðar við Ísland eftir Trausta
Einarsson. Lýsið var mikilvægur
ljósgjafi, það var notað sem feitmeti,
við sútun á skinnum, í smurningu,
kerti og sápur. Hvalskíðin voru um
nokkurt skeið vinsæl í ákveðna gerð
kjóla sem heita krínólínur. Jarðolía
og rafmagn komu þó í stað lýsisins,
og plast í stað hvalskíðanna á 20. öld.
Vistvænar, sjálfbærar og
skemmtilegar veiðar?
Nú til dags er erfitt að losna við lýsið,
en fyrirtækið Hvalur hf. notar 25%
lýsi á móti þykkustu svartolíunni á
gufuskipin Hval 8 og 9.
„Við erum með 25% „bio-heavy
fuel“. Í Evrópusambandinu þykir
fínt af hafa 3% eða 5% svo við
erum margsinnis betri en það, ef við
viljum nota þá viðmiðum. En antí-
liðið verður alveg brjálað þegar það
heyrir þetta, þeir eru allir fyrir lífdísil,
en ekki úr hval!“ segir Kristján.
Spurður hvort þetta sé ekki
skemmtileg veiði reynir Kristján að
gera sem minnst úr því. „Skytturnar
hafa verið lengi hjá okkur og voru í
gamla daga áður en við hættum. Ætli
bóndanum finnist ekki gaman að vera
í búskap? Þetta er bara eins og hver
önnur vinna. En sumir hvalir láta ekki
ná sér, ef þeir eru á þannig ferð að
mannskapurinn hefur ekki við þeim,
koma niður hér og upp aftur þarna,
ganga óreglulega, þá er bara leitað að
öðrum og hvalurinn hefur vinninginn.
Hann á mikinn séns.“
Tíðindamaður stingur að lokum
upp á því hvort Kristján geti ekki
flaggað hugtakinu fæðuöryggi til
að réttlæta veiðarnar enn frekar?
Til dæmis ef til þriðju heims-
styrjaldarinnar kæmi, og gert þá eins
og Japanir eftir seinni heimsstyrjöld
og hafið hvalveiðar af krafti til að
fæða hungraða og stríðshrjáða þjóð.
En Kristján telur enga hættu á þriðju
heimsstyrjöld í bráð.
„Mér finnst nú umræðan hálf
hjákátleg. Það þýðir ekki að ég sé á
móti framleiðslu á Íslandi, en ef þú
ætlar að réttlæta allt á altari einhvers
fæðuöryggis held ég að hlutirnir fari
í andhverfu sína. Ísland byggist á því
að geta verslað við aðrar þjóðir, ef
við gætum ekki flutt út fisk þá væri
ansi hart í ári. Ef allar þjóðir tækju
upp þá stefnu, bara fæðuöryggi og
ekki kaupa af neinum, þá held ég að
menn yrðu ansi hart úti hér.“
/Níels Rúnar Gíslason
Heimildir:
Trausti Einarsson. 1987.
Hvalveiðar við Ísland 1600-1939.
Whale and Dolphin
Conservation. „Stop Iceland
killing endangered whales“
http://uk.whales.org/en/
campaigns/stop-iceland-killing-
endangered-whales
Elizabeth Batt. „Iceland resumes
endangered fin whale hunts“.
Digital Journal, 21. júní 2013.
Meira í leiðinniN1 VERSLANIR | N1 BÍLAÞJÓNUSTA | SÍMI 440 1100 | WWW.N1.IS
BANNER
STARTGEYMAR
Í FLESTAR GERÐIR FARARTÆKJA
Banner startgeymar í allar stærðir ökutækja
t.d. mótorhjól, fjórhjól, vélsleða, dráttarvélar,
vörubíla, vinnuvélar, jeppa og fólksbíla.
Eigum einnig til start- og neyslugeyma fyrir
báta, fellihýsi og hjólhýsi.
Banner geymar eru framleiddir í evrópu.