Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Úttekt: Fjallahjólaferðamennska
Ferðaþjónusta á Íslandi er
þjóð félaginu mikilvæg á ýmsa
vegu, ekki síst í fjárhagslegu
tilliti. Er svo komið í dag
að gjaldeyristekjur ferða-
þjónustunnar eru taldar jafnast
á við það sem sjávarútvegurinn
skilar í þjóðarbúið. Í fyrra skilaði
ferða þjónustan næst mestum
gjaldeyris tekjum, á eftir
sjávarútvegnum, og er búist við
að ferðaþjónustan fari í fyrsta
skiptið í sögunni fram úr á þessu
ári. Vaxtar möguleikar ferða-
mennskunnar hafa verið ákjósan-
legir á síðustu árum og greinin
tekið stakkaskiptum í samræmi
við það. Hún er þó enn í tals-
verðri mótun og virðist eiga tals-
vert inni enda liggja tækifærin
víða – vankantar eru sniðnir af
og vaxtar sprotar spretta fram.
Ört vaxandi grein
á Bretlandseyjum
Á Bretlandseyjum er fjallahjóla-
ferðamennska ört vaxandi grein.
Talið er að fjöldi Breta sem
leggur það í vana sinn að ferðast á
fjallahjólum upp um fjöll og firnindi
sé meira en 5,5 milljónir. Í Wales er
sérstaklega mikil gróska í þessum
málum og fjölgaði slíku ferðafólki
þar um 160 þúsund á árunum frá
2004 til 2011. Á Bretlandseyjum
hafa verið byggðar upp miðstöðvar
á hentugum landsvæðum; sumar á
vegum hins opinbera, en einnig hafa
þarlendir landeigendur og bændur
gripið gæsina og komið upp aðstöðu
fyrir fjallahjólagarpana.
Tækifæri á Íslandi
Þá vaknar sú spurning, hvort
þarna séu tækifæri fyrir bændur á
Íslandi – þar sem landslagi svipar
hér í ýmsu til þess sem gerist í
Wales og víða annars staðar á
Bretlandseyjum. Til mikils er að
vinna ef marka má velgengnina þar
í landi. Á árunum 2006 og 2007
tóku þarlendir ferðaþjónustaðilar
að meðaltali 24 milljónir punda
árlega af fjallahjólaferðamönnum
frá Bretlandseyjum. Þá hefur það
sýnt sig þar að fjallahjólamennska
er mjög stöðug grein og stendur
frekar af sér efnahagsþrengingar en
aðrar greinar ferðamennsku. Ekki
spillir heldur fyrir möguleikum
greinarinnar að hún hefur yfir sér
vistvæna og heilsusamlega ímynd.
Kjörlendi fyrir þessa íþrótt er
einmitt bændalöndin margvísleg;
með ávölum ásum, hálsadrögum,
fjölskrúðugum fjöllum og fellum.
Skyldi uppbygging á þess konar
ferðamennsku hafa komið til tals
meðal bænda í ferðaþjónustu á
Íslandi?
Vettvangsferðir til Bretlands
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri
Ferðaþjónustu bænda (FB), telur
að töluverðir möguleikar séu fyrir
bændur í hjólaferðamennsku. „Það
ætti ekki að kosta svo mikið að starta
útgerð en það mun skapa vinnu
og gæti aukið nýtingu á gistingu
– sérstaklega utan háannatíma.“
Hann segir að málið hafi verið
tekið til skoðunar innan FB og farnar
hafi verið tvær vettvangsferðir til
Norður-Englands og Skotlands til að
kynna sér fjallahjólaferðamennsku
þar í löndum. Hann segir að unnar
hafi verið greinargerðir í kjölfar
heimsóknanna sem varpi ljósi á
möguleika Íslendinga í þessum
málum. Stefán Tryggvason, frá Hótel
Natur, Þórisstöðum á Svalbarðsströnd,
tók saman greinargerð fyrir
uppskeruhátíð Félags ferðaþjónustu
bænda og Ferðaþjónustu bænda á
síðasta ári, í kjölfar ferðar á vegum
Íslandsstofu um landamærahéruð
Englands og Skotlands í október 2012.
Bergþóra Reynisdóttur í Fögruhlíð í
Fljótshlíð fjallaði um sömu ferð frá
sjónarhorni ferðamannsins, auk þess
að greina stöðu hjólaferðamennsku
á Íslandi í dag. Bæði hafa þau ágæta
reynslu af hjólaferðamennsku á
sínum bæjum. Í greiningu Bergþóru
segir: „Hjólaferðamennska á Íslandi
er lítil í sniðum og byggir að mestu
leiti á einstaklingsframtakinu, þ.e.a.s.
hjólaleigur í einkaeign þar sem einnig
er boðið uppá styttri hjólaferðir undir
leiðsögn. Ekki er til neitt heildstætt
skipulag, merktar hjólaleiðir,
álagstengd svæði né samtök sem halda
utan um hjólaferðamennsku á Íslandi.
Íslendingar hafa klúbba eins og t.d.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn þar sem
markmiðið er að stuðla að auknum
hjólreiðum, farið er í dagsferðir yfir
sumarmánuðina og reglulegir fundir
eru haldnir yfir veturinn til að fræða
áhugasama hjólaunnendur,“ segir í
greiningu Bergþóru.
„Þessa dagana er verið að vinna
að undirbúningi að stofnun samtaka
ferðaþjónustuaðila sem hafa áhuga á að
bjóða uppá hjólaferðamennsku. Innan
þessara samtaka gætu F.B átt erindi
til að byggja upp hjólaferðamennsku
á Íslandi, en nokkrir gististaðir
samtakanna bjóða nú þegar upp á
Enn eru ónýttir möguleikar í ferðaþjónustunni
Sigurður Már Harðarson
blaðamaður
smh@bondi.is
Fjallahjólaferðamennska
Bergþóra Reynisdóttir, ferðaþjónustubóndi í Fögruhlíð í Fljótshlíð:
Dagsferð um Fljótshlíðina
„Ég opnaði Fagrahlíð Guesthouse þann 1. júní 2010
og fannst strax að það þyrfti að bjóða upp á einhverja
afþreyingu og datt strax hjólaleiga og hjólaferðir í hug.
Sjálf hef ég alla tíð verið áhugamanneskja um útivist
og finnst yndislegt að njóta íslenskrar náttúru með
hjólaferðum og hef m.a. hjólað uppi á hálendi Íslands,
eins og Kili og víðar.
Við bjóðum upp á dagsferð um Fljótshlíðina þar sem
fléttað er saman Njálssaga, náttúrufegurð og óvæntum
uppákomum. Fólkið er nestað og við borðum úti undir
berum himni. Ferðir eru eingöngu eftir pöntunum.
Við erum með aðstöðu í útihúsunum fyrir hjólin og
síðan er nauðsynlegt að hafa þurrkherbergi fyrir fötin.
Það er eingöngu um sumarferðir að ræða og hefur það
ráðist af eftirspurninni. Aðsóknin hefur smám saman
verið að aukast, ennþá er fólk mjög háð bílaleigubílum,
er með þykkar möppur af dagskrá fyrir hvern dag
þannig að álagið hefur oft verið yfirþyrmandi. Þeir sem
hafa gefið sér tíma og farið í hjólaferðirnar eru almennt
mjög ánægðir og finnst þessi ferðamáti hafa komið
skemmtilega á óvart. Aðrir gestir hafa tekið hjól á leigu
einn dag eða í tvær til þrjár klukkustundir og jafnvel
tengt það við að fara á næsta veitingastað.
Hjólin eru sýnileg á bæjarhlaðinu og á skiltum, auk
þess sem þessi ferðamöguleiki er kynntur á vefsíðu
okkar og Ferðaþjónustu bænda.
Það er gott að fara rólega af stað eins og að kaupa ekki
ný og dýr hjól í fyrstu. Hægt er að fá góð, notuð hjól
á hagstæðu verði og endurnýja flotann síðan smám
saman með nýjum hjólum. Gott er að kynna þessa
afþreyingu fyrir ferðafólkinu þegar það kemur heim í
hlað, vera með myndir á vegg af eigin hjólaferðum –
það heillar fólk.“
Staðreyndir úr upplýsinga bæklingi
um fjallahjólaferðamennsku sem
gefinn var út í Wales:
Það eru 5,5 milljónir
fjallahjólafólks á
Bretlandseyjum.
Fjallahjólamennska hefur verið
stunduð frá 1985 í Wales.
Lykilatriði sem munu skila
umtalsverðum og varanlegum
árangri:
» Dvalarstaður fyrir
hjólreiðamennina.
» Góður matur.
» Búnaður til að kaupa eða
leigja.
» Nákvæm staðarþekking/
fróðleikur.
Á árunum 2006 og 2007 eyddu
breskir fjallahjólaferðamenn
árlega 24 milljónum punda
að meðaltali á ferðum sínum
í Wales.
Í Wales eru 15 sérstakar
þjónustumiðstöðvar og
grunnbúðir á víð og dreif um
landið; sérstaklega settar upp
til að þjónusta fjallahjólafólk.
Marrit Meintema og Kolbrún Ósk Jónsdóttir, fyrir aftan, á ferð með Íslenska
fjallahjólaklúbbnum. Mynd / Hrönn Harðardóttir
Mynd / Frosti Jónsson
Bergþóra Reynisdóttir, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir
og Stefán Tryggvason á hjólaferðalagi um Bretland.
Mynd / Björn H. Reynisson