Bændablaðið - 19.09.2013, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Utan úr heimi
Ótal áhugaverðar rannsóknir
eru til í heiminum sem snúa
að hinni gríðarlega fjölbreyttu
búfjárframleiðslu og á hverju
ári bætist í þekkingarbrunn
okkar varðandi það hvernig best
er að standa að því að búa með
mjólkurkýr. Samhliða aukinni
tölvutækni og notkun á margs
konar sjálfvirkni við skráningar
hefur t.d. mjög mikið bæst við
af upplýsingum um hegðun og
atferli.
Undanfarin ár hefur í mörgum
löndum verið í auknum mæli
horft til þessara þátta þegar starfs-
umhverfi framleiðslunnar er varðað
með lögum og reglugerðum. Er þá
sérstaklega átt við þætti sem lúta að
kröfum um aðbúnað og umhverfi,
sem og hirðingarþátta, þ.e. mannlega
þáttarins.
Á hverju byggja kröfurnar?
Hér á árum áður gerðist það alloft í
mörgum löndum að settar voru kröfur
sem ekki endilega samræmdust
þörfum skepnanna sjálfra heldur
mun frekar skoðunum fólks á því
hvað væri rétt. Gott dæmi um það er
krafa sem þekkist erlendis um útivist
kúa í lágmarksfjölda klukkutíma á
degi hverjum.
Þekking fræðimanna á þörfum
skepna í dag er sem betur fer mun
meiri en áður var og því er nú
hægt að byggja opinberar kröfur á
niðurstöðum hlutlausra rannsókna,
þar sem skepnurnar eru „spurðar“
sjálfar hvað þær vilja, sem í flestum
tilfellum fer afar vel saman við
góða dýravelferð. Þetta er þó ekki
algilt sjónarmið og má nefna frjálst
aðgengi að fóðri sem dæmi um
atriði sem er ekki endilega alltaf í
hag skepnunnar, þrátt fyrir augljósan
áhuga þeirra.
Kýr og beit
Flestir líta svo á að þar sem kýr eru
beitardýr frá náttúrunnar hendi, þá
hljóti þær að vilja vera á beit og því
felist góð velferð í því að hafa þær á
beit. Þetta er hins vegar ekki svona
einfalt, en sem betur fer hafa verið
gerðar ótal rannsóknir á hegðun kúa
sem hafa val um ólíka fóðurkosti.
Þessar rannsóknir eru í dag alltaf að
verða betri og markvissari en nánast
í hverjum mánuði bætist ný þekking
við sem stundum styður við eldri
hugmyndir en stundum kemur fram
eitthvað nýtt sem breytir því sem
áður var talið rétt. Þetta er aðeins
hluti af eðlilegri þróun en stundum
reynist þó erfitt að koma þessari nýju
þekkingu inn hjá skoðanaföstum.
Vilja út á kvöldin!
Enskir vísindamenn birtu í
júníblaði Journal of Dairy Science
áhugaverðar niðurstöður varðandi
val kúa á beitarsvæðum. Tilraunin
fór þannig fram að kýrnar gátu valið
um að fara til beitar á góðu svæði,
dvelja þar án beitar eða vera í fjósi
þar sem þær komust í fóður. Í ljós
kom að kýrnar völdu sjálfar að vera
úti á nóttunni en inni í fjósi á daginn.
Skýringin er trúlega birtustigið og
náttúrulegt atferli kúnna, enda hafa
aðrar rannsóknir sýnt að hitastig og
loftraki hefur ekki teljandi áhrif á
breytt atferli hvað snertir úti- eða
inniveru á meðan gildin eru innan
eðlilegra marka.
Vilja stutt í beit
Þegar skoðað var hve langt kýrnar
sóttu beit var þrennt í boði: að fara
á beitarsvæði sem var 60 metra frá
fjósinu, 140 metra eða 260 metra en
samhliða stóð þeim alltaf til boða að
halda sig inni í fjósi þar sem nægt
heilfóður var allan sólarhringinn. Í
ljós kom að fjórar af hverjum tíu
kúm (42%) héldu til beitar ef það var
mjög stutt að fara, ef þær þurftu um
lengri veg þá nenntu þær hreinlega
ekki út enda innandyra allt sem til
þurfti.
Eins og áður segir valdi þó
meirihluti kúnna, átta af hverjum
tíu, að vera úti milli kl. 21 og 04.30
og var það óháð því hvort þær þyrftu
að ganga stutt til beitar eða langt.
Inni í rigningu og vindi
Það kemur væntanlega fáum kúa-
bændum á óvart hvað kýrnar velja
ef það rignir eða ef vel blæs, þá
halda þær sig innandyra í skjólinu
og ber mörgum rannsóknum saman
um þetta.
Hámjólka inni!
Í annarri enskri rannsókn, frá árinu
2011, var hámjólka kúm boðið upp
á val á milli þess að halda á beit
eða vera í fjósi og völdu tvær af
hverjum þremur kúm að vera inni í
fjósi allan sólarhringinn og það sem
meira var þá var innistöðutíminn
92% af heildartímanum sem kýrnar
notuðu fyrir utan mjaltir. Með öðrum
orðum, þær kýr sem fóru út gerðu
það í stuttan tíma.
Vísindamennirnir skýrðu þessa
hegðun kúnna með því að hámjólka
kýr eru í það mikilli fóðurþörf að
gott og tryggt aðgengi að fóðri
innandyra svara einfaldlega miklu
betur kröfum kúnna sjálfra en beitin.
Auk þess töldu þeir að kúnum þætti
einfaldlega léttara að éta fóðrið á
fóðurgangi en að slíta það sjálfar upp
úti á beit. Að sama skapi kom í ljós
að lágmjólka kýrnar settu fjósið ekki
framar í forgangsröðunina.
Vilja sand!
Í enn einni áhugaverðri rannsókn,
sem framkvæmd var í Kanada, var
kúnum gefið frjálst val um gerðir
undirlags þar sem þær bera, en á
þeim tíma eru kýr afar viðkvæmar.
Rétt fyrir burð skipta kýrnar oft um
stellingu til þess að hagræða sjálfum
sér og hinum óborna kálfi og vegna
þessa vilja kýrnar gjarna mjúkt en
hálkulaust svæði.
Rannsóknin var gerð á hópi
kúa sem gátu valið á milli steypts
undirlags með 15 cm þykkri
hálmmottu ofan á, gúmmímottu
með hálkuvarnaryfirborði og svo
stíu með 10 cm sandi og 15 cm
hálmmottu ofan á. Flestar kýrnar
í rannsókninni völdu sandinn, þá
völdu næst flestar steypta undirlagið
en nánast engin gúmmímottuna.
Niðurstaðan?
Framangreindar upplýsingar ber
að sama brunni, þ.e. við eigum að
treysta skepnunum okkar til þess að
gefa okkur svör við þeim spurningum
sem lúta að húsvistarþátttum þeirra.
Í allri umræðu um húsvist þarf
að stórvara sig á því að láta ekki
tilfinningar eða skoðanir fólks
stjórna umræðunni, svo ekki sé nú
talað um að láta slíkt hafa áhrif á
opinberar kröfur. Þetta er þó hægara
sagt en gert. Enda byggir umræða
oft á vanþekkingu, þröngsýni eða
tilfinningasemi í stað rökfærslna
og vísindalegra niðurstaðna, eins
og reyndin hefur verið þegar rætt
hefur verið um húsvist búfjár í
mörgum löndum Evrópu undanfarin
ár. Það getur þó skipt sköpum fyrir
landbúnaðinn, sér í lagi ef kröfur um
umhirðu eða aðbúnað yrðu verulega
íþyngjandi án þess að bæta hag
skepnanna okkar í raun.
Svo er annað mál að þegar
búfjárafurðir eru fluttar á milli
landa eru ekki gerðar kröfur um
að viðkomandi afurðir komi frá
búfénaði sem hafi verið alinn
við sambærilegar aðstæður eða
fengið sambærilega umhirðu
og eftirlit eins og gerð er krafa
um í innflutningslandinu. Fæstir
neytendur gera sér grein fyrir
þessu, enda stendur þetta hvergi á
umbúðum varanna.
Árið 2002 kom út skýrsla hjá
Evrópusambandinu þar sem bent
var á hve alvarlegur aðstöðu-
munurinn væri á milli landanna
innan WTO, sem og innan landa
Evrópu sambandsins sjálfs, hvað
framangreint atriði snertir. Þó svo
að liðinn sé heill áratugur síðan
hefur því miður lítið gerst til þess að
jafna þennan mun eða gera löndum
mögulegt að hafna lágmarks-
innflutningi á grundvelli verulegra
frávika frá þeim kröfum sem gilda í
viðkomandi innflutningslandi.
Snorri Sigurðsson
sns@vfl.dk
Nautgriparæktardeild
Þekkingarseturs landbúnaðarins
í Danmörku
Skynsamar kýr
Nýlega voru birtar í blaðinu Bonde
og Småbruker niðurstöður um
tekjur og gjöld norskra bænda
á síðasta ári, 2012. Um
langan aldur
hafa norskir
bændur brauð-
fætt þjóð sína.
Langt er síðan
hún hætti að
vera sjálfri sér
næg um mat, en
það takmark var
enn mikilvægara
fyrr á tímum en
nú. Á þeim tíma var
þjóðinni vel ljóst að tryggur
aðgangur að mat væri ekki sjálf-
gefinn og að bæði veðurfar og
alþjóðamál væru óvissu háð.
Á síðari árum hefur jarðarbúum
fjölgað mikið, ekki síst millistéttar-
fólki, og kaupmáttur fólks aukist.
Millistéttin í Kína og Indlandi hefur
einnig farið í fótspor stéttarbræðra
sinna og -systra á Vesturlöndum
um matarvenjur. Aukinn hluti
kornframleiðslu í heiminum hefur
því verið nýttur til kjötframleiðslu.
Hnattræn hlýnun veðurfars á
jörðinni eykur enn áhyggjurnar.
Staðan á alþjóðlegum kornmörkuðum
er því nú með þeim hætti að kornverð
gæti hækkað verulega, en það hefði í
för með sér aukin félagsleg vandamál
jarðarbúa.
Enginn núverand stjórnmála-
flokkur í Noregi getur skorist undan
ábyrgð á þróun norsks landbúnaðar.
Olíuhagfræði og markaðshyggja hafa
ekki sjálfsnægtabúskap á stefnuskrá
sinni.
Um nýliðin þúsaldamót ákváðu
norsk stjórnvöld að breytt yrði fyrri
stefnu um að í landinu yrðu á hverjum
tíma til birgðir af matkorni sem
næmu hálfs árs neyslu þjóðarinnar.
Í samræmi við það var töluvert
ræktunar land, sem notað hafði
verið til korn-
ræktar, tekið
til annarra
þarfa, svo
sem undir
vegi og
í b ú ð a r -
byggð.
Mik i l l
meiri hluti
n o r s k u
þ j ó ð a r -
innar stendur vörð um land-
búnað sinn og sættir sig við að greiða
uppsett verð á matvælum en talsmenn
landbúnaðarins í Noregi hafa ekki
einir afl til að verja hann.
Efast um niðurgreiðslur en
vilja auka tollvernd
Flokkur Græningja í Noregi hefur
ekki trú á því að auknar niðurgreiðslur
á búvörum séu hér lausnarorðið og
telur að það grafi einungis undan
stöðu bænda sem sjálfstæðra
atvinnurekenda. Skynsamlegra sé að
bændur afli sér tekna með því sem
þeir framleiða og selja. Þeir kalla hins
vegar eftir samstöðu með hugsandi
neytendum um aukna tollvernd á
innflutningi búvara, þar sem hærra
verð, bæði í verslunum og til handa
framleiðenda, er burðarásinn. Hverjir
aðrir þora að halda fram þessu
sjónarmiði og ávinna sér jafnframt
tiltrú þéttbýlisbúa, sem fjölgar nú
jafnt og þétt?
Flokkur Græningja í Noregi
hefur það markmið að rífa sig upp
úr úreltum vinnubrögðum sem birtast
í uppgjöf og vonleysi allra þeirra sem
eiga sér þá ósk og von að innlend
matvælaframleiðsla eigi sér bjarta
framtíð í Noregi.
Tryggur aðgangur að
mat ekki sjálfgefinn
Kýr eru skynsamar og láta ekki einhverja vísindapésa plata sig í tilraunum
með hvaða undirlag sé best fyrir þær.
Jurtaeyðingarefnið glýfosat
veldur áhyggjum í Evrópu
Umhverfissamtökin Friends of
Earth hafa varað við því að að
jurtaeyðingarefnið glýfosat safnist
fyrir í líkömum manna. Rannsókn
í 18 löndum í Evrópu sýndi að að
leifar af glýfosati fundust í sýnum
frá öllum löndunum. Bæði þýsku
umhverfisverndarsamtökin
Friends of Earth og Bunel létu
rannsaka 182 þvagprufur og í
44 þeirra fannst glýfosat. Bunel
hvatti í framhaldi af því til
strangara eftirlits með glýfosati í
matvælum. Bunel telur útbreiðslu
glýfosats alvarlegt mál.
Í finnska landbúnaðarritinu
Landsbygdens Folk segir Hubert
Weiger að brýnt sé að draga úr
jurtaeyðingarefninu í landbúnaði.
Auk þess sé brýnt að afla meiri
upplýsinga um langtímaáhrif
efnisins í matvælum og umhverfinu.
Finnst í 70-90% matvæla í
mörgum löndum Evrópu
Á Möltu fannst efnið í 90%
matvæla, í Þýskalandi, Bretlandi
og Póllandi, í 70% en í Hollandi,
Tékkóslóvakíu, Belgíu, Lettlandi
og Kýpur 50%.
Í hverju landi voru tekin 8-12 sýni,
öll í stórborgum. Höfuðtilgangurinn
með rannsókninni var að kanna
hvort glyfosfat dreifðist með
matvælum. Enginn rannsakenda
hafði neitt með glýfosat að gera í
starfi sínu. Rannsókn viðlík þessari
hefur ekki farið fram áður.
Framleiðendur glýfosats telja
ekki ástæðu til að bregðast við
þessari rannsókn. Þeir telja að þar
komi ekkert nýtt fram um skaðleg
áhrif efnisins. Þá gagnrýna þeir
hve fáar athuganir liggi að baki
rannsóknunum.
Eitt útbreiddasta
jurtaeyðingarefni í heimi
Samkvæmt upplýsingum frá
efnafyrirtækinu Monsanto
er glýfosat eitt útbreiddasta
jurtaeyðingarefni í heimi. Fyrirtækið
segir fjölmargar rannsóknir á því
sýna að notkun þess hafi engin
áhrif, hvorki á heilsu fólks né
umhverfið. Jafnframt segja talsmenn
fyrirtækisins að starfsmenn þess
muni fara vel í saumana á þessum
rannsóknum, jafnframt því að safna
frekari upplýsingum.
Fyrirtækið boðar enn fremur að
það muni kynna niðurstöður þeirra
þegar þær liggi fyrir.
Umhverfissamtökin sem stóðu
fyrir rannsókninni, Friends of
Earth, halda því aftur á móti fram
að viðlíka ítarleg rannsókn á þessu
verkefni hafi ekki farið fram áður.
Á Evrópuþinginu brást
talsmaður Flokks græningja, Martin
Häusling, strax við og lýsti því
yfir að banna ætti strax notkun á
glýfosati í núverandi mynd í hvers
kyns ræktun. Fyrirtækin Bayer,
Syngenta og BASF hafa einnig á
boðstólum varnarefni gegn illgresi
sem innihalda glyfosfat.
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi
telja eðlilegt að glýfosat finnist í
þvagi fólks. Það hafi ekki neina
áhættu í för með sér ef styrkleiki
þess sé innan löglegra marka.
Glýfosat var fyrst sett á markað
árið 1974 undir heitinu Roundup.
Notkun þess er leyfð í 130 löndum.
Þýtt og endursagt / ME