Bændablaðið - 19.09.2013, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
DNA-sýni hrossa:
Arfgerðargreiningar hrossa á Íslandi
Pétur Halldórsson
Hrossaræktarráðunautur
hjá Ráðgjafar miðstöð
landbúnaðarins
Öryggismál
Heilsa bænda og vinnuumhverfi:
Ef bóndi fræðir bónda er hægt að ná bestum árangri
Upplýsingatækni & fjarskipti
sviðsstjóri tölvudeildar
Bændasamtaka Íslands
jbl@bondi.is
Jón Baldur Lorange
Reynsla mín af forvörnum er sú
að best sé að koma skilaboðum
á jafnréttisgrundvelli og stend
ég fastur í þeirri trú að ef bóndi
fræðir bónda sé hægt að ná bestum
árangri. Dæmin einfaldlega
sýna að sé fræðslan byggð upp á
jafnréttisgrundvelli næst árangur.
Þekktasta íslenska dæmið er
sennilega Slysavarnaskóli sjómanna,
sem stofnaður var 1985, en varla eru til
þær viðurkenningar sem sá skóli hefur
ekki fengið fyrir árangur á þessum
tæpu þrjátíu árum frá stofnun hans.
Undir stjórn Hilmars Snorrasonar
hefur náðst ótrúlegur árangur í
slysa-, heilsu- og forvarnarmálum
hjá íslenskum sjómönnum. Þann 17.
júní síðastliðinn var Hilmar sæmdur
riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar
af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta.
Eflaust getur Hilmar miðlað af
þekkingu sinni til fleiri en sjómanna,
en í stuttu spjalli við hann þar sem
nokkrar spurningar voru lagðar
fyrir hann hafði hann frá mörgu að
segja og væri hægt að læra mikið af
honum varðandi forvarnir, öryggi og
heilsufar.
Árangur náðist eftir 15 ára ferli
– Hvernig gekk í byrjun og hvað tók
það langan tíma að ná sjáanlegum
árangri?
Það tók 10 til 15 ár, sem helgast
af því að fyrsti áfangi öryggisskyldu
tók gildi 1997 og upp úr því fór að
sjást verulegur árangur. Til að geta
verið sjómenn í dag þurfa menn
að vera búnir með Slysavarnaskóla
sjómanna.Gildir hvert námskeið í
fimm ár og þá verða menn að koma
í endurmenntun og endurnýjun á
skírteininum.
– Sérð þú í fljótu bragði eitthvað
sem landbúnaðurinn gæti lært af
Slysavarnaskóla sjómanna?
Já, slys eru ekkert síður í
landi en til sjós. Lærdómurinn af
síendurtekinni fræðslu er að hún
skilar margfalt betri árangri en
tímabundin átaksverkefni. Sagan
sýnir, hvort heldur sem er í landi
eða til sjós, að með nýrri óþekktri
tækni eykst slysahætta sem þarf að
bregðast við. Tilkynning og skráning
slysa er afar mikilvæg í forvörnum.
Besta forvörnin væri ef menn mundu
útbúa blað sem á stæði: Hefði getað
orðið slys.: Næstum slys.: Slys.: Með
þessu búa menn til þekkingargrunn í
umhverfi sínu.
– Hvar er vænlegast að byrja að
þínu mati?
Byrja í grunnskólum að fræða um
forvarnir, hollustu og heilsu.
– Hvaða áhersluatriði myndir
þú leggja til landbúnaðarins í
forvarnamálum?
1. Áhættumat.
2. Atvikaskráningar.
3. Fræðsla.
4. Aðgerðir.
/H.L.J.
Allt frá árinu 2006 hefur
markvisst verið boðið upp á
arfgerðar greiningar hrossa á
Íslandi. Greining sýna var í
upphafi á hendi fyrirtækisins
Prokaria sem nú er hluti
þekkingarfyrirtækisins
Matís (www.matis.
is). Verkefninu var í
upphafi ýtt af stað með
tilstyrk Stofnverndarsjóðs
íslenska hestsins sem
lagði fram fjármuni til
greiningar á sýnum úr
sýndum hryssum. Með þessu
móti varð hratt og örugglega
til góður grunnur sýna úr
virkum ræktunarhluta íslenska
hrossastofnsins.
Tilgangur þessarar vinnu er
fyrst og síðast sönnun/staðfesting á
ætterni ræktunargripa. Augljóst má
vera að kórréttar ætternisupplýsingar
eru grunnforsenda þess kynbóta-
skipulags sem unnið er eftir í
markvissri hrossarækt og auðvitað
allri búfjárrækt. Hér haldast
þétt í hendur réttar skráningar
og einstaklings merkingar gripa
(örmerkingar) og sýnataka, enda
sýni aldrei tekin úr ómerktum
gripum.
Afleiddir kostir þessa starfs
eru m.a. að einfalt er að greiða úr
faðernismálum þar sem hryssur
hafa verið hjá fleiri en einum hesti,
einfaldari leiðréttingar vafatilfella
og/eða þar sem ætternisupplýsingar
eru á huldu og einnig má nefna
sýnatöku sem öflugt verkfæri
til úrskurðar í deilumálum
um eignarhald gripa. Þá er
ótalinn sá gæðastimpill
í sölu- og markaðsstarfi
sem ótvírætt fylgir hrossi
með staðfest ætterni.
Staðfesting á ætterni er
kvöð á öllum stóðhestum sem koma
til kynbótadóms. Enginn stóðhestur
hlýtur dóm nema sýnatökuskilyrði
séu uppfyllt. Fjögurra vetra (og
yngri) hestum nægir venjulegt
stroksýni úr nös með hefðbundinni
sýnatöku en komi hestar til dóms
5v., eða eldri, er einnig skilyrt að
blóðsýni hafi verið tekið úr gripnum.
Dýralæknar vítt og breitt um landið
annast blóðsýnatöku, oftast samhliða
hæklamyndatöku 5v. stóðhestsefna.
Blóðsýnin eru varðveitt til framtíðar
á Tilraunastöð Háskóla Íslands að
Keldum.
Hrossaræktendur vítt og breitt um
landið útfæra sínar sýnatökur með
ýmsum hætti. Velflestir hafa þó valið
þá skynsamlegu leið að taka sýni úr
öllum sínum stofnhryssum í upphafi
enda ófyrirséð hvaða hryssur muni
reynast heilladrýgstar í framræktun,
áður en reynslan tekur af tvímæli.
Víða er því ágæta verklagi fylgt
að taka sýni úr öllum folöldum,
sumir setja mörkin við merfolöld
og hestfolöld sem eiga að halda sínu
og enn aðrir ræktendur velja stífar úr
folaldahópnum. Hér er rétt að árétta
að DNA-sýni má taka úr gripnum
hvenær sem er á lífsleiðinni.
Framkvæmd
Starfsmenn hrossaræktarsviðs
RML annast DNA-sýnatökur og
örmerkingar eftir því sem óskað er
eftir (www.rml.is), auk einstakra
starfsmanna búnaðarsambanda og
starfandi dýralækna. Á hrossaræktar-
sviði RML eru eftirtalin:
Guðlaugur V. Antonsson,
Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri,
311 Borgarnes. S: 516-5018 /
ga@rml.is
Gunnar Ríkharðsson,
Húnabraut 13, 540 Blönduós. S:
451-2602 / gr@bondi.is
Halla Eygló Sveinsdóttir,
Austurvegi 1, 800 Selfoss. S:
516-5024 / halla@rml.is
Pétur Halldórsson, Austurvegi
4, 860 Hvolsvöllur. S: 487-1513
/ 862-9322 / petur@rml.is
Steinunn Anna Halldórsdóttir,
Aðalgötu 21, 550 Sauðárkrókur.
S: 516-5045 / sah@rml.is
Sem fyrr segir má taka DNA-sýni
hvenær sem er á æviskeiði grips – og
raunar eftir að því lýkur ef hægt er
að komast í tæri við sýni úr vef (hár/
bein). Hefðbundin stroksýnataka er
framkvæmd með því að væta tvo
langa bómullarpinna með slími úr
nös. Heppilegast og þægilegast er
því að eiga við tamin hross og/eða
folöld strax á fæðingarári eða á
fyrsta vetri. Sýnin eru send Matís
við fyrsta hentugleika sem alla
jafna greinir öll innsend sýni innan
mánaðar frá því að þau berast í hús.
Ath. þó að hægt er að óska eftir
sérstakri flýtimeðferð. Kostnaður
við venjulega sýnagreiningu er kr
8.150,- á sýni en annar kostnaður er
tímavinna sýnatökuaðila og akstur
(sjá galdskrá RML: http://www.rml.
is/is/starfsemi-/gjaldskra).
Sautján erfðamörk greind
Alls eru greind 17 erfðamörk í
hverju sýni, samkvæmt evrópskum
stöðlum og í takt við greiningar
í öðrum hrossakynjum (ISAG-
staðall). Niðurstöður staðlaðra
greininga eru keyrðar jafnharðan inn
í W-Feng, Upprunaættbók íslenska
hestsins (www.worldfengur.com).
Rannsóknarstofur í Danmörku,
Hollandi, Svíþjóð og Þýskalandi
annast greiningar með sama hætti
og Matís og birta niðurstöður
sínar með samræmdum hætti
í W-Feng. Almennir notendur
Fengs sjá táknmyndir fyrir útkomu
greininganna. Þar kemur fram
hvort gripur er sannaður í föður-/
móðurlegg eða hvorutveggja og/eða
hvort greint sýni er til úr viðkomandi
grip þó ekki sé hægt að bera saman
við framættir.
Haust og vetur er góður tími
fyrir ræktendur til að skoða sína
stöðu m.t.t. DNA-sýna í stóðinu.
Sérstaklega má árétta að missa
ekki af eldri hryssum sem eiga
uppvaxandi ættboga og möguleg
stóðhestsefni í sínum afkvæmahópi.
Allar frekari upplýsingar veitir
undirritaður eða aðrir nefndir
starfsmenn hrossaræktarsviðs RML.
Pétur Halldórsson,
hrossaræktarráðunautur. RML,
Hvolsvelli.
S: 487-1513 / 862-9322
petur@rml.is
Stafræn Evrópa án landamæra
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins (ESB) hefur kynnt
framsækna áætlun um stafræna
Evrópu án landamæra undir
heitinu Digital Agenda for Europe.
Áætlunin hefur að markmiði
að tengja saman Evrópu í
endurbættum reglum um innri
markað í fjarskiptum (e. telecoms
single market).
Ísland er hluti innri markaðar
ESB í gegnum EES samninginn um
svokallað fjórfrelsi þar sem póstur
og fjarskipti eru meðtalin. Það má
því gera sterklega ráð fyrir að Ísland
verði hluti af breyttum reglum um
innri markaði í fjarskiptum þegar ESB
hefur samþykkt og ríki ESB og EES
samningsins hafa innleitt að fullu nýjar
og róttækar reglur um innri markaðinn
í fjarskipti í Evrópu. Væntanlega þýðir
þetta að erlend fjarskiptafyrirtæki geta
boðið þjónustu sína hér á landi, og að
sama skapi íslensk fyrirtæki í öðrum
ríkjum ESB án viðskiptahindrana
milli landamæra.
Jose Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, lagði
fyrir Evrópuþingið síðsumars
tillögur um lagapakka undir heitinu
Connected Continent (samtengd álfa).
Markmið þessa lagabálks er að lækka
fjarskiptakostnað neytenda, minnka
skriffinnsku fjarskiptafyrirtækja og
innleiða aukin réttindi bæði fyrir
neytendur og fjarskiptafyrirtæki sem
veita internetþjónustu svo að Evrópa
geti að nýju orðið leiðandi í heiminum
í stafrænni tækni, eins og segir á
vefsíðu framkvæmdastjórnarinnar.
Með áætlun framkvæmdastjórnarinnar
á að nýta upplýsingatækni og fjarskipti
til hins ítrasta til vaxtar á sviðum sem
auka samkeppnishæfni, frumkvæði
og atvinnu, eins og kemur fram á
áhugaverðri og fróðlegri vefsíðu sem
framkvæmdastjórn ESB heldur úti af
þessu tilefni undir heiti áætlunarinnar
(sjá https://ec.europa.eu/digital-
agenda/en).
Þá kom það fram hjá Neelie Kroes,
varaforseta upplýsingatæknistjóra
framkvæmdastjórnar ESB, að af öllum
geirum samfélagsins eigi landamæri
ekki að þekkjast í fjarskiptum á
veraldarvefnum:
,,Hann er kallaður veraldarvefur af
ástæðu.“ Framkvæmdastjórn ESB telur
Evrópu ekki vera samkeppnishæfa í
dag í upplýsingatækni og fjarskiptum
og við því þurfi að bregðast, sem gert
er með áætluninni Digital Agenda for
Europe.
Þannig standa Evrópubúar
mjög aftarlega í innleiðingu á 4G
nettengingum þar sem Bandaríkin
eru með 50% markaðshlutdeild
á heimsmarkaði, Asía með 40%
en Evrópa aðeins með 6% (Í
þessu sambandi má geta þess að
ekki er svo langt síðan að íslensk
fjarskiptafyrirtæki fóru að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á 4G
netsamband).
Talið er að það sem hamli
framförum séu viðskiptahindranir
milli ríkja ESB þegar kemur að
fjarskiptum. Fyrirtæki og neytendur
geti ekki gengið að því vísu að
sömu reglur gildi milli ríkja, engin
stöðlun eða samræming sé til staðar
milli þjónustu sem fyrirtæki bjóði
neytendum og neytendalöggjöf sé
ekki sameiginleg. Fjarskiptafyrirtæki
kvarti einnig undan því að miðað við
núverandi kerfi borgi sig ekki að
fjárfesta í innviðum fjarskipta, sem
hamli framförum.
Innri markaður með upplýsinga-
tækni og fjarskipti sé lausnin að
áliti framkvæmdastjórnarinnar og
er markmið áætlunarinnar að koma
slíkum markaði á milli ríkja Evrópu.
Vinnufundur skrásetjara
Veraldarfengs (WF) í Malmö
Í tengslum við árlegan fund
FEIF, alþjóðasamtaka eigenda
íslenskra hesta, þar sem allar
nefndar samtakanna koma
saman til árslegs fundar
þá verður að þessu sinni auk
þess haldinn fundur með öllum
skrásetjurum WorldFengs. Fundurinn
er á vegum skýrsluhaldsnefndar FEIF
og Bændasamtaka Íslands.
Þetta er fjórði alþjóðlegi fundurinn
með skrásetjurum WorldFengs
en fundirnir hafa verið haldnir í
Reykjavík, Stokkhólmi, London og
nú í Malmö.
Að sögn Kristínar Halldórsdóttur,
formanns skýrsluhaldsnefndar FEIF
og annars af tveimur skrásetjurum
WF í Þýskalandi, standa vonir til að
meirihluti skrásetjara FEIF landanna
mæti til fundarins. Ætlunin er að kynna
og ræða útgáfuplan fyrir viðbætur og
endurbætur í WorldFengs, sem og að
samræma vinnubrögð skrásetjara á
sem flestum sviðum.
Full trúar Bænda-
s a m t a k a n n a o g
WorldFengs úti
verða Þorbergur
Þ. Þorbergsson
forritari, Hallveig
Fróðadóttir, fulltrúi
í skýrsluhaldsnefnd
FEIF, og dálka höfundur.
Hilmar Snorrason