Bændablaðið - 19.09.2013, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Lesendabás
Út er komin bókin
Frá hestum til
hestafla eftir Bjarna
Guðmundsson á
Hvanneyri. Þetta er
þriðja bók Bjarna
um verkhætti til
sveita á tækniöld.
Þær fyrri, . . . og
svo kom Ferguson
og Alltaf er Farmall
fremstur, hafa
notið mikillar
hylli, enda rekur
höfundur sögu
íslensks samfélags
út frá framvindu í
landbúnaði á fróðlegan
og bráðskemmtilegan
hátt, að ógleymdu
frábæru myndefni.
Í þessari bók
segir Bjarni sögur af
vinnuhestum og hesta-
notkun við bústörf,
fyrstu dráttarvélinni
sem til Íslands kom,
Akranesstraktornum
svonefnda, Lanz-
þúfnabananum og
loks af landbúnaðar-
jeppunum Willys og
Land Rover. Þá rifja
átta einstaklingar
upp minningar sínar frá þessum
breytingatímum.
Á 20. öld breyttust verkhættir
Íslendinga við ræktun og
fóðuröflun svo tala má um
byltingu. Ræktunarumbætur
voru liður í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar; vinnuafköstin uxu til
muna og minna vinnuafl þurfti til
landbúnaðar en fyrr. Vinnuhestarnir
drógu þróunina
af stað;
f y r s t a
dráttarvélin
kom t i l
l a n d s i n s
árið 1918 og
þúfnabaninn
litlu seinna.
Þúfnabaninn sýndi að vélum mátti
beita til stórfelldrar túnræktar
rétt eins og vélar höfðu þá
breytt sjósókn og fiskveiðum
landsmanna. Svo rann upp tími
heimilisdráttarvélanna. Um miðja
20. öld veitti landbúnaðarjeppinn
þeim samkeppni sem aflgjafi við
bústörf með hætti sem óþekktur var
í öðrum löndum.
Bókin, sem er 232
blaðsíður, er gefin út af
Uppheimum í samstarfi við
Landbúnaðarsafn Íslands á
Hvanneyri. Hluti af andvirði
hverrar seldrar bókar rennur
til safnsins.
Heildarsafn bóka
Bjarna um vélvæðingu
landbúnaðarins
Í tilefni af útgáfu Frá hestum
til hestafla býðst nú einnig til sölu
vönduð askja undir yfirskriftinni
Vinnur meira vit en strit, þar
sem allar þrjár bækur Bjarna um
vélvæðingu landbúnaðarins eru
fáanlegar í vandaðri öskju. Þessi
veglegi pakki er gefinn út í afar
takmörkuðu upplagi, og bækurnar
allar áritaðar og tölusettar.
Ný bók Bjarna Guðmundssonar og ritsafn í öskju:
Frá hestum til hestafla og
Vinnur meira vit en strit
Bækur
Smá meira tilfinningaklám!
Senn líður að lokun undirskrifta-
söfnunar á vefsíðunni lending.is,
þar sem skrifað er undir kröfu um
að landsmenn fái að halda óskertri
flug starfsemi í Vatnsmýrinni
um ókomna tíð. Tilefnið er
sú ætlan borgaryfirvalda að
svipta okkur þessari perlu sem
Reykjavíkur flugvöllur er, sbr.
nýtt aðalskipulag borgarinnar
sem nú er í auglýsingaferli. Þar
með rofnar sú tenging við alla
kjarna stjórnsýslu, menningar
og heilbrigðisþjónustu, sem
flugvöllurinn hefur veitt okkur.
Og gert kleift að sækja hvaðanæva
af landinu með stuttum fyrirvara
og jafnvel skila okkur heim aftur
samdægurs.
Þetta hefur sérstaka þýðingu
fyrir sjúkraflugsþjónustuna sem sér
til þess að þeir sem verða fyrir því
óláni að veikjast illa eða slasast fjarri
borginni, komist til þeirrar sértæku
læknismeðferðar sem á þarf að
halda, í tæka tíð. Og þar sem þessi
þáttur í umræðunni, sjúkraflugið,
er sá hverfipunktur sem engin
fjárhagsleg rök vinna á, þá hafa
flugvallarandstæðingar tekið sig til
og ráðist að einmitt þessum þætti.
Tökum nokkur dæmi:
„Sjúkraflugsþjónustan eru þröngir
sérhagsmunir“ (samtökin um Betri
Byggð).
„Það er ábyrgðarlaust og siðferði-
lega rangt að flytja sjúklinga í
vængjuðu flugi. Alla bráðveika
sjúklinga á að flytja með þyrlum.“
(Fjölmargar blaðagreinar Arnar
Sigurðssonar og Gunnars H.
Gunnarssonar. Á þessu byggist sú
„röksemd“ að engin þörf sé á flugvelli
í borginni vegna sjúkraflugs, heldur
aðeins þyrlupöllum við spítalana).
„Í lang flestum tilfellum er engin
hætta á ferðum fyrir sjúkling þótt
ferðatíminn lengist, m.a. ef krækja
þarf með sjúkraflugi til Keflavíkur.“
(Áðurnefnd samtök oftsinnis, ásamt
Degi B. Eggertssyni en hann lét þessi
orð falla á ráðstefnu HR þ. 19. janúar
2012).
„Aðeins er þörf á að viðhafa
flýti fyrir fyrstu aðkomu á vettvang
slysa eða bráðra veikinda, en eftir
fyrstu umönnun þar liggur ekkert á.“
(Samtök um B.B. enn og aftur og
einnig Dagur B. Eggertsson á sömu
ráðstefnu og nefnd var hér að ofan).
„Það hefur aldrei verið sannað að
nálægð flugvallarins við sjúkrahús
bjargi mannslífum“ (Dagur B.
Eggertsson á kynningarfundi um
nýtt aðalskipulag Reykjavíkur þ. 30
maí sl.).
„...en málið er bara það að fyrir
Reykjavík, þá er mjög mikilvægt að
þétta borgina. Og þetta er ofboðslega
mikilvægur hluti í því og eiginlega
órjúfanlegur hluti þess að Reykjavík
verði þétt og góð borg“ (Páll
Hjaltason, formaður skipulagsráðs,
í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2,
26.8. sl., eftir að hafa sagst skilja
áhyggjur fólks vegna sjúkraflugsins,
en þetta sýnir glöggt afstöðu hans
til lífs og lima landsbyggðarfólks).
Þór Saari telur að séð í stóru
samhengi þurfi að ræða þetta mál og
leysa „af skynsemi en ekki með svona
vitleysistali um einstaka flutninga á
fólki“ (Færsla á fésbók 19.8. sl. en
hér er átt við það þegar einstök dæmi
hafa verið nefnd í auglýsingum og
umræðum á fésbók um sjúkraflug,
þar sem nánd flugvallarins við LSH
varð ótvírætt til lífsbjargar).
Fréttastofa Stöðvar 2 lagði svo
nokkuð til málanna þ. 2. 9. sl.
þegar stuðst var við þessa tilvitnun
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
sjúkraflug, sem kom út þá um
daginn: „Mikilvægt er að hafa
í huga að þó mínútur geti skipt
sköpum í sjúkraflutningum hefur
aðbúnaður sjúklinga og aðstaða
lækna, sjúkraflutningamanna og
aðstandenda veruleg áhrif.“ Með
þessari klausu taldi fréttastofan
sannað að framburður okkar sem
stöndum að undirskriftasöfnuninni,
um að mínútur geti skipt sköpum
í sjúkraflugi, væri rangur sbr.
fyrirsögn fréttarinnar: „Ósamræmi
er í málflutningi talsmanna flug-
vallarins í Vatnsmýri ef litið
er til nýútkominnar skýrslu
ríkisendurskoðunar um sjúkraflug.“
Þá er landsmönnum vel kunnugt
um það uppnefni sem umfjöllun okkar
um sjúkraflug og einstök dæmi þar
um hefur fengið, „tilfinningaklám“,
en vandséð er hvernig hægt er að
fjalla um björgun mannslífa og heilsu
fólks án þess að sú umræða höfði til
tilfinninga.
Egill Helgason leggst á þessa
sömu sveif þegar hann segir að
umfjöllun á þessum nótum sé „á
mörkum hins smekklega“.
Loks hefur jaðrað við að niðrandi
tal um sjúkraflugið, þar sem allir
ofangreindir og fleiri til (t.d.
Pétur Snæbjörnsson hótelhaldari í
Mývatnssveit) ganga beinlínis svo
langt að hagræða staðreyndum þar
um máli sínu til framdráttar, sé
komið út á þann hála ís að rakka
niður þá framkvæmdaaðila sem sinnt
hafa þessari þjónustu.
Við sem að þessari söfnun stöndum
höfum séð ástæðu til að greina
frá mikilvægi flugvallarins fyrir
sjúkraflugið og höfum nefnt einstök
dæmi því til stuðnings, en þar erum
við eingöngu að greina frá ísköldum
staðreyndum, þetta eru eingöngu
sannar reynslusögur sem fram hafa
komið. Þær eru margar fleiri. Það að
andstæðingum flugvallarins finnist
þær ósmekklegar breytir engu um
mikilvægi þeirra. Það þótt þessir
sömu aðila telji sig geta fundið að
framkvæmd sjúkraflugsþjónustunnar
breytir heldur engu um að okkur
liggur alltaf jafn mikið á með
sjúklinga í bráðaflutningum, jafnt á
lokasprettinum sem í öðrum hlutum
flutningsleiðarinnar.
Ég árétta hér með einn mikilvægan
þátt í þessu samhengi öllu; allan þann
tíma sem við hjá Mýflugi höfum
starfrækt sjúkraflugsþjónustuna á
landsvísu höfum við aldrei þurft að
snúa frá Reykjavíkurflugvelli vegna
veðurs. Svo vel er hann staðsettur
og gerður úr garði, t.d. með sínum
þremur flugbrautum, að ef við á annað
borð höfum getað sinnt útköllum
vegna aðstæðna á viðkomustöðum
okkar annars staðar á landinu, þá
höfum við undantekningarlaust getað
lokið þeim útköllum í Reykjavík.
Þetta hefur reynst ómetanlegt.
Það áréttast hér með einnig að
þyrlur eru frábær björgunartæki en
fráleit flutningstæki í reglubundnu
sjúkraflugi yfir hálendi Íslands. Um
ástæður þess má m.a. lesa á lending.
is.
Einnig er sú staðreynd mikilvæg
í umræðunni, en illa afbökuð af
andstæðingum okkar, að sérhæfð
og dýr þjónusta á ýmsum sviðum,
s.s. hjartaþræðingar, meðferð
heilablæðinga og gjörgæsla nýbura,
verður ekki veitt á dreifðum
fjórðungssjúkrahúsum landsins. Hún
getur aðeins verið í boði á einum
stað hjá svo fámennri þjóð eins og
okkur. Sérhæfing þessara þátta er
svo mikil, tækjabúnaðurinn svo dýr
og mannauðurinn í þessum störfum
takmarkaður auk þess sem þörf er á
þeirri reynslu og kunnáttu sem aðeins
fæst viðhaldið með því að þjónustan
sé höfð svona miðlæg. Af útköllum
Mýflugs eru einmitt hjartatilfellin
langalgengust, þá heilablæðingar og
meðgöngu- og nýburavandamál.
Þessi öfgakenndu viðbrögð
flugvallar andstæðinga og
forherðingin sem sjá má í viðhorfum
borgaryfirvalda æpir á að allir
stuðningsmenn flugvallarins sem enn
eiga eftir að skrifa undir á lending.
is geri það nú þessa fáu daga sem
enn eru til stefnu. Við munum skila
þessum undirskriftum til viðtakenda
næsta föstudag, þ. 20. september.
Takk þið öll sem hafið skrifað undir
nú þegar.
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
flugstjóri hjá Mýflugi og
stjórnarmaður í Hjartanu í
Vatnsmýri.
Þorkell Ásgeir Jóhannesson
DÚNÞVOTTUR
Er gamla dúnsængin þín orðin slitin?
Þarf hún að fá upplyftingu?
Við þvoum æðardún og skiptum um ver á gömlum
dúnsængum. Setjum æðardún í sængurver.
Geymið auglýsinguna.
Morgunroði ehf. - Sími 893-2928