Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Það verður að gerast –
fátt brýnna fyrir þjóðina
Frést hefur að slitastjórn Glitnis
hyggist hugsanlega selja 95% hlut
erlendra kröfuhafa í Íslandsbanka
á 115 milljarða króna til nýrra
útlendra áhættufjárfesta. Vegna
þessa langar mig að rifja upp
mikilvægi þess að taka hér upp
nýjan íslenskan lögeyri, því að hann
mun leysa mál vegna þrotabúanna
miklu betur fyrir þjóðina auk þess
sem hann mun einnig skapa hér allt
aðra og hagfellda stöðu, svo vægt
sé til orða tekið. Við skulum rifja
málið upp og byrja á byrjuninni.
Nýr íslenskur gjaldmiðill
Til þess að öðlast langþráðan
stöðugleika á Íslandi þarf fyrst og
fremst mikla festu í öllum fjármálum
landsins og skynsamlega eyðslu og
skuldastefnu og það til langs tíma.
Þetta og verðgildi gjaldmiðilsins
tengist auðvitað hvort öðru, en
hægt er að róa gengissveiflur með
því að binda gengi krónunnar við
einhverja myntkörfu, eins og áður
hefur verið gert. Við þyrftum að
ganga í Evrópusambandið til þess
að taka upp evruna, en gætum ekki
uppfyllt skilyrði slíkrar upptöku eins
og sakir standa né þá fyrirsjánlega.
Það væri hægt að taka einhliða upp
gjaldmiðil einhvers annars lands
með því t.a.m. að íslenska ríkið,
bankar og fyrirtæki ákvæðu að gera
upp í þeim gjaldmiðli, en þá þarf
að kaupa viðkomandi mynt til þess
að hafa í almennri umferð, þ.e. að
kaupa gjaldeyri með gjaldeyri, en við
eigum hann ekki í nægjanlegu magni,
enda forðinn að mestu leyti tekinn að
láni. Með upptöku erlends gjaldeyris
misstum við stjórn á peningamálum
okkar til þeirra sem ættu gjaldmiðilinn
sem og myntsláttuhagnaðinn. Þá
er spurningin hvort við eigum eða
þurfum því að halda í gömlu krónuna
og þá fljótandi með óbreyttu sniði, en
það hefur bæði sína kosti og galla.
Almennt talað má segja að kostirnir
séu sveigjanleiki til gengisbreytinga,
en gallarnir samfara óstöðugleiki
a.m.k. þar til festa á öðrum sviðum
fjármálalífsins til langs tíma hefur
verið náð og hafa ber í huga, að
krónan getur sveiflast í báðar áttir
og þá einnig hækkað/styrkst, sem t.d.
gerði útflutningsgreinunum erfiðara
fyrir. En er til einhver önnur lausn í
gjaldmiðilsmálunum?
Ég lít svo á að aðalverkefnin
og markmiðin í þessu sambandi
séu þrjú. Í fyrsta lagi að ná hér
gengisstöugleika. Í öðru lagi að finna
lausn á því hvernig hægt er að leysa
snjóhengjuvandamálið og snúa því
við yfir í tækifæri og ná þaðan fé
til okkar og í þriðja lagi að afnema
gjaldeyrishöftin. Eina lausnin, sem ég
hef séð til þess að ná öllum þessum
markmiðum fljótt og vel er að taka
hér upp nýjan íslenskan lögeyri, sem
við getum kallað t.d. mark eða mörk,
en skulum kalla hér til hægðarauka
hinu gamla heiti ríkisdal, enda
hefur það heiti þegar annars staðar
verið kynnt til sögunnar. Verðgildi
ríkisdalsins yrði þá væntanlega sem
næst því hið sama í krónum og gengi
Bandaríkjadals væri á skiptideginum,
en ríkisdalurinn yrði fasttengdur
við dollarann þ.e. dalur á móti dal
við Bandaríkjadal, mest notaða
gjaldmiðil veraldarinnar eða í um
90% milliríkjaviðskipta heimsins.
Gengi ríkisdalsins mundi þá sveiflast
með Bandaríkjadal gagnvart öðrum
gjaldmiðlum. Þetta kostar mjög lítið
og við höfum gert ekki ósvipað áður,
þegar nýkrónan var tekin upp, en
með þessu öðluðumst við þegar eins
mikinn gengisstöðugleika og hægt
er að ná og sveiflur þá mjög vægar.
En ríkisdalurinn er einnig lykillinn
að öðrum mikilvægu aðgerðunum,
sem væru ekki mögulegar ef að við
hefðum þegar tekið einhliða upp
einhverja erlenda mynt, því þá ryki
allt stjórnlaust úr landi og við sætum
aðeins uppi með allar skuldirnar.
Snjóhengjan
Mér skilst að aflandskrónurnar séu
nú samtals um 1.000-1.200 milljarðar
og fer sú upphæð hraðvaxandi vegna
hávaxtatekna og er sá kostnaður á
herðum íslenskra lántakenda. Þar fyrir
utan er svo stóreign þrotabúanna í
gjaldeyri jafnvel talin vera yfir þrjú
þúsund milljarðar. Þetta fé vill allt
úr landi og málið er þegar vaxið yfir
höfuð okkar og hætta er á að málið
muni enda með einhverri skelfingu,
því að það er ekki og verður ekki
til gjaldeyrir til að skipta þessum
krónum yfir í eða ef t.d. að þessir
aðilar keyptu og kæmust yfir stóran
hluta fyrirtækja og eigna landsins og
miðanna með öllum krónunum og við
þá verða ánauðug þeim. Því verður að
ráðast til atlögu við hengjuna strax og
það áður en hún hengir okkur.
Enginn veit hverjir eigendur
vogunar sjóðanna eða hrægammarnir
eru í raun, en þeir eru stærstu eigendur
þrotabúa bankanna, en tvö þeirra eiga
svo tvo af stærstu bönkunum. Því þarf
að setja strax á lög, þar sem þeim
verður öllum gert undanbragðalaust
að upplýsa um eignarhald sitt alveg
niður í það smæsta og nafngreina
einstaklingana, sem standa á bak við
þá. Þetta verður mikið mál fyrir þá
að upplýsa, því að eigendurnir fela
sig á bak við félög, sem eru í eigu
annarra félaga, sem eru í eigu enn
annarra félaga, sem gjarnan eru svo
í einhverjum skattaparadísum. Þeim
verður auðvitað meinilla við slíkar
kröfur, því að þeir vilja ekki láta
aðra vita um brall sitt og vilja vinna
í myrkri og því væri þannig komin
ákveðin pressa og tangarhald á þeim.
Með hinum nýja lögeyri þyrftu
allir að skipta gömlu krónueignunum
yfir í ríkisdalinn, en með því að
vera sjálfstæð þjóð með eigið
löggjafarvald, þá má setja ýmis lög
og reglur m.a. um takmarkanir á
því hverjir fái hinn nýja lögeyri og
hverjir ekki. Þannig mætti einmitt
undanskilja erlenda krónueigendur
og auðvitað þrotabú gömlu bankanna,
en dómurinn í Icesave-málinu kveður
á um að greiða eigi kröfuhöfum
bankanna í íslenskum krónum og
kemst landið þá væntanlega yfir hina
stóru gjaldeyriseign þrotabúanna.
Þannig væri hægt að festa þá
viðkomandi, sem við viljum í gömlu
krónunum og gera þeim að geyma
þær á sérstökum lokuðum reikningum
og greiða geymsluvexti af.
Að semja út frá styrk
Nú væri orðið sorfið að liðinu og
komin sterk og alvöru samningsstaða
og vandséð er með hvaða hætti
öðrum eða á hvaða forsendum hægt
væri að ná einhverjum bitastæðum
samningum um það mál með
svipuðum árangri, því nú gætum
sett skilmálana svo til einhliða. Til
þess að þeir losni úr prísundinni, þá
mætti bjóða viðkomandi að þiggja
skuldabréf í Bandaríkjadölum til
langs tíma, svo við hefðum svigrúm
til þess að rétta úr kútnum, með lágum
vöxtum og á aflandskrónugengi og
með 90-95% afföllum. Eigendur
þrotabúanna hafa þó þegar matað
krókinn með hávaxtatekjum og hafa
náð að koma arðgreiðslum úr landi
í gjaldeyri í sérstöku vildarboði
seðlabankans og við skulum muna að
allir viðkomandi eru áhættufjárfestar
og að hrægammasjóðir eru alls staðar
afar óvinsælir, svo ekki er að búst við
miklum mótmælum frá útlöndum.
Þessir umræddu peningar yrðu
þannig nú hjá íslenska ríkinu, en
ekki bönkunum, vogunarsjóðunum,
aflanskrónueigendum eða nýjum
hræætum. Nota þyrfti þá féð, sem
þannig fengist, til þess að greiða
niður skuldir ríkisjóðs, í arðbærar
fjárfestingar, til heilbrigðiskerfisins,
til að takast á við fátæktina og
til leiðréttingar kjara aldraðra og
öryrkja, uppbyggingar landsins,
lækkunar skatta o.s.frv., en ekki
í skuldaleiðréttingu heimilanna,
enda þá búið að leysa þau mál
með öðrum hætti. Þetta er einnig
fljótvirkasta aðferðin til þess að losna
við gjaldeyrishöftin, sem er þriðja
aðalmarkmiðið. Athugum að engin
önnur gjaldmiðilsbreyting hvorki
evra né nokkuð annað hefði áhrif á
skuldastöðu ríkisins eins og þessi leið
gerir svo vel.
Hagsmunir Íslands eru gríðarlegir
þarna og til samantektar um ábata
þess að taka hér upp ríkisdalinn er
að með því næðist:
Gengisstöðugleiki
Samningar út frá styrk við þrotabú
bankanna og aflandskrónu-
eigendur
Stórfé rennur til ríkissjóðs,
skuldir hans greiddar niður og
ýmsar hagfelldar aðgerðir loks
mögulegar
Gjaldeyriseign þrotabúanna upp á
e.t.v. þrjú þúsundir milljarða tekin
yfir og erlendar skuldir Íslands
greiddar niður
Möguleiki á lækkun eða uppgreiðslu
lánsgjaldeyrisvaraforða seðla-
bankans, sem kostar tugi milljarða
króna í gjaldeyri á ári í vexti
Möguleiki á afnámi gjaldeyris-
haftanna fyrr en síðar
Stóraukinn möguleiki á erlendum
fjárfestingum og orkusölu og
arðsamri uppbyggingu
Möguleiki á að hleypa einhverju
af fé lífeyrissjóðanna úr landi til
erlendra fjárfestinga (þá vonandi
gegn því að þeir komi fyrirtækjum
í þeirra eigu aftur til einstaklinga)
Möguleiki á því að erlendir bankar
vilji koma hér upp útibúum.
Þetta verður að gerast –
borgararnir hvetji til dáða
Vandséð er nokkur önnur aðgerð,
sem er einfaldari, ódýrari, fljótvirkari
og áhrifameiri til að ná fram öllum
þessum markmiðum en ríkisdalurinn
og það þannig með einu höggi má
segja. Mér sýnist því, að það yrðu
slæm býtti að ætla að selja nýjum
hræætum þrotabúaeignirnar fyrir
einhverja smáaura. Væntanlega
verður það einnig eitthvað léttara
að berja saman fjárlögin að þessum
aðgerðum loknum eða hvað? Hvað
finnst kjósendum um þetta? Væri
það ekki óðs manns æði að fara ekki
út í og hvetja ekki til þessara lang
brýnustu peningagefandi aðgerða
ríkisins? Látið hátt í ykkur heyra
svo eitthvað hreyfist. Það eru eins
og sumir séu annað hvort blindir
eða þá naglfastir í íhaldssömum
viðhorfum sínum og aðhafast ekkert.
Það þarf ekkert hugrekki. Aðeins smá
ímyndunarafl. Þetta er lífsspursmál
fyrir þjóðina og þessar aðgerðir verða
að verða að raunveruleika.
Kjartan Örn Kjartansson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Bloggsíða: framavid.com
Vandséð er nokkur önnur aðgerð, sem er
einfaldari, ódýrari, fljótvirkari
og áhrifameiri til að ná fram
öllum þessum markmiðum en
ríkisdalurinn og það þannig
með einu höggi má segja.
Kraftmeiri skógur er fjölþætt
fræðslu verkefni í skógrækt og lítil-
lega var greint frá í síðasta Bænda-
blaði. Þessu verk efni er ætlað er
það hlutverk að ná til sem flestra
Íslenskra skógar eigenda með
almennri fræðslu í leshringjum,
persónulegum heim sóknum
fagfólks til skógarbænda, útgáfu
skógarbókar, virkri heimasíðu og
ýmiss konar símenntun. Í völdum
skógum verða svo opnaðir sýni -
reytir sem nýtast leshópum sem og
öðrum til fræðslu.
Hrönn Guðmundsdóttir nýr
formaður Landssamtaka skógar-
eigenda, segir að hugmyndin sé að af
stað fari átta leshópar um land allt þar
sem jafn margir skógarbændur sjá um
að stýra umræðum í hópnum. Vinna
leshópanna byggist á nýútkominni
bók, Skógarauðlindin – ræktun,
umhirða og nýting.
Landsliðsþjálfarinn fékk fyrsta
eintakið
Fyrstu eintök bókarinnar voru afhent
á aðalfundi Landssamtaka skógareig-
enda en Lars Lagerbäck landsliðs-
þjálfari var fenginn til að afhenda
ráðherra, formanni LSE, skógræktar-
stjóra og rektor LBHÍ fyrstu eintökin.
Lars er skógarbóndi í Svíþjóð og hefur
tekið þátt í verkefninu Kraftsamlig
skog, sem er fyrirmynd verkefnisins
„Kraftmeiri skógur“.
Námskeiðið „Á stubbnum“ er
stutt námskeið sem haldið verður á
Hvanneyri í byrjun nóvember næst-
komandi. Námskeiðið er sniðið að
skógareigendum sem ekki hafa tök á
að starfa í leshópum, eða öðrum nám-
skeiðum og hafa áhuga á að fræðast
um skógrækt.
Nytjaskógrækt er langtímaverkefni
Hrönn segir að skorað sé á
skógarbændur að nýta sér það
einstaka tækifæri að taka þátt í
leshópum eða að sækja námskeiðið
Á stubbnum. „Þekking á atvinnu-
greininni er forsenda þess að góður
árangur náist. Yfirsýn og það að réttar
ákvarðandir eru teknar á hverjum
tíma ræður miklu um lokaútkomu
þessa langtímaverkefnis sem ræktun
nytjaskóga er,“ segir hún.
Nánari upplýsingar um skráningu
í leshópa og á námskeiðið er að finna
á heimasíðunni www.skogarbondi.is
og www.lbhi.is. Skógarauðlindin –
ræktun, umhirða og nýting er bók fyrir
virka skógareigendur og þá sem vilja
verða það. Hægt er að panta bókina á
ritari@ritari.is og hronn.lse@gmail.
com
Fræðsluverkefnið Kraftmeiri skógur:
Þekking forsenda þess að
árangur náist í skógrækt
FRá vinstri: Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Sigurður Ingi Jóhannsson
landbúnaðarráðherra, Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlands-
skóga og í ritnefnd bókarinnar, og Björgvin Örn Eggertsson, verkefnastjóri
Starfs- og endurmenntunar deildar LBHÍ og í ritnefnd bókarinnar.
Mickey Thompson
dekkin hafa sannað
sig á Íslandi !
Hið heimsþekkta merki Mickey Thompson
hefur verið selt á íslandi í áratugi en dekkin
hafa verið framleidd síðan árið 1963, Mickey
Thompson er þekkt um allan heim sem
hágæða jeppadekk og felgur.
á Mickey Thompson jeppadekkjum í völdum stærðum
LAGERSALA
Nánari upplýsingar:
www.mtdekk.is
mtdekk@mtdekk.is
Sími: 773 4334
ALL BAJA MTZ RADIALS FEATURES
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300