Bændablaðið - 19.09.2013, Side 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
hlj@bondi.is
Vélabásinn
Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru las ég að íslenskir
bílaprófunarblaðamenn hefðu
valið Mitsubishi Outlander
einn af topp bílum í flokki fjór-
hjóladrifinna fólksbíla í vali á
bíl ársins. Þar sem ég hafði ekki
prufuekið þessum bíl vildi ég
vita hvernig mér líkaði bíllinn og
renndi við í Heklu og fékk bílinn
í prufuhring.
Frá því að fjórhjóladrifinn
Outlander kom fyrst fyrir sjónir
Íslendinga hefur bíllinn breyst
mikið og þá sérstaklega hvað
varðar öryggishliðina sem
fjölskylduvænn bíll með öryggi
fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Eftir
prufuaksturinn skil ég vel að
Outlander fái góða einkunn. Tvennt
var ég ekki ánægður með, en bíllinn
var á heilsársdekkjum og heyrðist
örlítið veghljóð frá þeim á nýju
malbikinu, einnig að speglarnir á
hliðunum mættu vera stærri (ná
aðeins utar). Að öðru leyti var allt
gott við bílinn.
Hraðastilling, árekstrarvörn og
akreinavari virka vel
Outlander er útbúinn með skynjara/
myndavél efst í framrúðunni (bak
við baksýnisspegilinn). Þessi
skynjari gerir a.m.k. þrennt:
Sjálfvirk hraðastilling (ACC),
árekstrarvörn að framan og
akreinavari.
Sjálfvirk hraðastilling virkar
þannig að keyri maður á 90 og
kemur aftan að bíl sem er á 80
hægir bíllinn sjálfkrafa á sér.
Árekstrarvörnin (FCM) virkar
þannig að ef bíllinn fyrir framan
bremsar eða stoppar skyndilega
bremsar Outlander sjálfur.
Akreinavari (LDW) virkar
þannig að ef maður fer yfir heila
línu eða punktalínu án þess að
gefa stefnuljós flautar mælaborðið
á bílstjórann en gefi maður
stefnumerki og beygir svo yfir
línuna kemur ekkert hljóð. Hægt
er að slökkva á þessum nemum
í mælaborðinu en ég mæli ekki
með því sérstaklega úti á vegum
í langkeyrslu því að í gegnum
árin hafa fjölmargir keyrt útaf
vegi og lent í tjónum. Með LDW
akreinavarann flautar mælaborðið
á mann áður en í óefni er komið.
Mikið og gott rými
Sama hvar er komið inn
í Outlanderinn blasir við
mikið og gott pláss (minnir
einna helst á félagsheimilið í
Stuðmannamyndinni sem var svo
lítið að utan en risastórt að innan).
Farangursrýmið er mjög stórt
og undir gólfplötunni þar eru mörg
lítil gagnleg hólf. Farþegasætin eru
þægileg, farþegar sitja hátt og hafa
gott útsýni. Þegar ég settist aftur í
bílinn mældi ég frá hnjám og fram
í bakið á framsætinu fyrir framan
voru það á milli 23 cm og 28 cm,
sem er það mesta sem ég hef mælt í
sambærilegum bíl. Ökumannssætið
er þægilegt og fótarými gott fyrir
bæði bílstjóra og farþega við hlið
hanns.
Mikill munur á eyðslu að keyra
með ECO á eða ekki
Fyrst byrjaði ég að keyra um á
bílnum án þess að vera með Eco-
takkann á og sagði aksturstölvan
mér að með þessu aksturslagi
mundi ég komast á bilinu 400 til
500 km á því sem að eftir væri
af dísil í tanknum. Eftir um 10
mínútna akstur á Eco-takkanum
sagði tölvan í bílnum mér að ég
kæmist um 700 km með þessu
aksturslagi. Hins vegar fann ég að
bíllinn var töluvert slappari í snerpu
og upptaki með Eco-takkann inni.
Í langkeyrslu með Eco-takkann
var ég að eyða 6,4 lítrum af dísil
á hundraðið en innanbæjar var
ég ekki með Eco-takkann inni og
samkvæmt aksturstölvunni eyddi
ég 10,1 á hundraðið. Bíllinn er gefin
upp fyrir að eyða 4,6 í langkeyrslu
og 6,4 innanbæjar en væntanlega
eru báðar þessar tölur væntanlega
miðað við bestu aðstæður og með
Eco-takkann á, allavega viðurkenni
ég ekki að hafa verið að spyrna
bílnum mikið innanbæjar.
Snerpan svolítið skrítin
Þegar lagt er af stað úr kyrrstöðu
fer Outlander mjúklega af stað
fyrstu bíllengdina og síðan er eins
og hann fái spark. Bíllinn hreinlega
hendist áfram enda er hann með
150 hestafla dísilvél. Skiptingin í
sjálfskipta bílnum er sex þrepa og
hægt er að handskipta upp og niður
án þess að sleppa stýrinu. Dísilvélin
er 2.268 rúmsentimetrar og á að
skila 150 hestöflum (sem ég efa
ekki því mér fannst bíllinn vinna
mjög vel). Verðið á Mitsubishi
Outlander diesel er 6.390.000. Allar
nánari upplýsingar veitir Stefán
Sandholt, sölustjóri Mitsubishi, í
Heklu eða www.hekla.is.
Mitsubishi Outlander með 150 hestafla dísilvél:
Fjölskylduvænn fjórhjólabíll
með öryggið í fyrirrúmi
MMC Outlander er virkilega fjölskylduvænn bíll. Myndir / MLJ
Um 23-25 cm pláss fyrir framan hné hjá mér í aftursætinu. Farangursrýmið er virkilega stórt. Undir hleranum eru mörg lítil gagnleg hólf.
Nemar fyrir öryggisbeltin sýna hvort farþegar í aftursætum eru með beltin
spennt.
Í bakkmyndavélinni sést vel aftur og líka í myrkri.
Vinstra megin við stýrið eru stjórn-
takkarnir á vegmerkingarlesaranum
og bremsuvaranum.
Lengd: 4.655 mm
Hæð 1.680 mm
Breidd: 1.800 mm
Þyngd: 1.415 kg
Vél: Dísil 2.268 cm3 150 hestöfl
Mitsubishi Outlander kostar 6.390.000
Bændablaðið
Kemur næst út
3. október