Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 42

Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hagsýnar fjölskyldur taka slátur MATARKRÓKURINN – MARGRÉT D. SIGFÚSDÓTTIR Sigurður kom inn í búreksturinn í Steinsholti 1 með foreldrum sínum og föðursystkinum árið 1984 – og tók við kúabúinu 1986. Sigríður Björk flutti í Steinsholt og kom í búskapinn með Sigurði árið 1991. Búið hefur verið byggt upp og stækkað margfalt á þessum tíma. Býli? Steinsholt 1. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ábúendur? Sigurður Loftsson og Sigríður Björk Gylfadóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn eru á heimilinu: Gylfi búfræðingur, Gígja nemi, Sveinn á fjórða ári ML og Hrafnhildur Jóhanna Björg á öðru ári ML. Hefðarkötturinn Esmeralda og fjósmæðginin Felix og Mía. Stærð jarðar? Um 500 ha. Gerð bús? Kúabú með léttu ívafi. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 50 kýr ásamt uppeldi, 25 ær, 20 hross og stundum eitthvað fleira til gamans. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Verkefnin eru breytileg milli árstíða en mótast nokkuð nú um stundir af því að hjónin eru bæði í öðrum störfum (leikskólastjóri og formaður LK). Það tognar því stundum á vinnudeginum en hann byrjar ætíð og endar í fjósinu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í raun eru flest verkefni skemmtileg, sérstaklega ef þau ganga bærilega fyrir sig. Það er hins vegar alltaf leiðinlegt að missa skepnur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi í áframhaldandi vexti. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við höfum á þeim talsverðar skoðanir en látum hjá líða að úttala okkur um það þar sem slík störf standa okkur talsvert nærri nú um stundir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Ísland er gott grasræktarland og hér er gnægð af hreinu og góðu vatni. Í því felast mikil tækifæri og framtíðin er björt ef arðsöm, öfgalaus og aðgætin framtíðarsýn fær að ráða för. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Þau tækifæri geta leynst víða ef rétt er á málum haldið og land- búnaðurinn fær að þróast með eðlilegum hætti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjörvi, ostur, egg, grænmeti – já og bjór! Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lamb og naut úr eigin framleiðslu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á löngum búskapar- tíma gerast mörg eftirminnileg atvik. Flest hafa þau verið til góðs og búreksturinn styrkst með árunum, það skiptir mestu máli. Steinsholt Blóðmör › 1 lítri blóð › 7 dl vatn › 2 msk. gróft salt › 400 g haframjöl › 500 g rúgmjöl › 500-600 g mör Sigtið blóðið og blandið vatni og salti út í ásamt haframjölinu. Látið standa í smá stund á meðan saltið leys- ist upp og haframjölið blotnar. Setjið rúgmjölið út í ásamt mör og hrærið á meðan. Varist að gera hræruna of þykka. Felið upp, þ.e. setjið hræruna í keppina. Hafið þá rúmlega hálfa og saumið fyrir. Pikkið lítil göt á hvern kepp með nál og setjið í sjóðandi vatn með salti. Sjóðið í 2½ klst. Það slátur sem á að frysta er sett í frystipoka en gott ráð er að hafa pokana flata með því að hafa þá á bökunarplötu, loka vel og setja strax í frost. Lifrarpylsa › 2 lifrar › 4 nýru › 2 msk. gróft salt › 6 dl mjólk › 1½ dl heitt vatn og ½ súputeningur › 300 g haframjöl › 400 g rúgmjöl › 300-400 g smátt skorinn mör Himnuhreinsið lifur og nýru með því að klæða þau úr himnunni. Maukið í matvinnsluvél. Setjið lifrarhræruna í rúmgott fat, blandið vökva, salti og haframjöli saman við. Látið standa í um 5 mín- útur á meðan saltið leysist upp og haframjölið blotnar. Hrærið rúgmjöli og mör saman við og passið að hafa hræruna ekki of þykka. Lifrarhræran er höfð þykkari en blóðmörshræran. Gott er að setja örlítinn sykur út í hræruna, 1-2 tsk. Hálffyllið keppina og saumið fyrir með bómullargarni. Ágætt er að nota gamaldags rjómasprautu við að koma hrærunni fyrir. Pikkið með nál og setjið út í sjóðandi vatn, sjóðið í 2½ klukkutíma. Athugið að salta vatnið. Ef frysta á keppina eru þeir settir í plastpoka. Þegar slátur er tekið úr kistunni til suðu eru frosnu kepp- irnir settir út í heitt vatn með salti og soðnir í 3 klukkutíma. Ekki láta slátrið þiðna fyrir suðu. Þegar slátrið er fryst eru göt pikkuð á keppina þegar suðan kemur upp. Nú er sláturtíðin komin á fullt og hagsýnar fjölskyldur fara að taka til við sláturgerð. Slátur er bæði hollt og gott auk þess sem það er ódýr matur. Margrét D. Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir hér uppskriftum að blóð- mör og lifrarpylsu auk þess að gefa góð ráð. Margrét segir að best sé að undir búa sláturgerðina í tíma. „Það er nauðsynlegt að kaupa hráefnið degi áður því blóðið er selt frosið og þarf að þiðna. Þá er hægt að létta sér verkin með því að vinna sér í haginn með ýmsu móti.“ Hún nefnir að sviðahausana sé best að setja strax í frystinn þegar heim er komið eða sjóða þá strax. Þá sé hægt að gera sviðasultu eða hafa þau einfaldlega í kvöldmatinn þann daginn. „Ég legg mikla áherslu á að halda öllu hráefni vel kældu og viðhafa mikið hreinlæti við sláturgerðina eins og ávallt við alla matreiðslu.“ Margrét bendir á að það sem þurfi að hafa við hendina við sláturgerðina sé góður bali eða vaskafat, gróf nál, sláturgarn og frystipokar. Hún gefur lesendum eftirfarandi ráð og lætur klassískar sláturuppskriftir fylgja m.v. tvö slátur. Slátur er selt annað hvort sem „þrjú slátur“ eða „fimm slátur“. Þrjú slátur eiga að duga í um níu máltíðir fyrir fjögurra manna fjölskyldu ef allt hráefnið er notað og bæði gerð lifrarpylsa og blóðmör. Byrjum á mörnum Hvort sem gerð er lifrarpylsa eða blóðmör þarf að byrja á því að skera niður mörinn í hæfilega bita. Mælt er með því að skera hann ekki of smátt því þá geta þeir sem ekki vilja mikla fitu tekið bitana frá þegar slátrið er tilbúið. Ef kirtlar fylgja í mörnum eru þeir skornir frá og fleygt. Mörinn er síðan geymdur á köldum stað þar til hann er notaður. Saumaskapur Þar næst eru vambir og keppir teknir úr sláturkassanum og allt skolað. Sníða má 4 til 5 keppi úr hverri vömb en keppirnir eru síðan saumaðir saman með sláturgarni og skilið eftir vænt op. Geymið keppina á köldum stað á meðan lifrar- eða blóðmörs- hræran er löguð. Einu slátri fylgir: » sviðahaus, » tvö nýru, » lifur, » hjarta, » mör, » frosið blóð, » vömb og keppur

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.