Bændablaðið - 19.09.2013, Síða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager
Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New
Holland og Case
Vélavit
Oftast ódýrastir!
JCB
Næsta
Bændablað
kemur út 3. október
Skelltu inn
smáauglýsingu með
farsímanum eða
spjaldtölvunni
SÁRASPREY FYRIR ÖLL DÝR
· Einstaklega græðandi
· Hægir á blæðingu
· Dregur úr sársauka og kláða
· Myndar filmu og hlífir sári
· Vinnur gegn bakteríu- og
sveppamyndun
· Íslensk framleiðsla
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN
ÍSLANDS 2012
Siglufjörður · Sími 460 6900 · info@primex.is · www.primex.is
Fæst hjá
dýralæknum,
hesta- og búvöru-
verslunum
um land allt
Ný heklbók eftir Tinnu Þórudóttur
Þorvaldar er komin út, María
heklbók en þetta er önnur bók
Tinnu. Hér hefur hún sett markið
hærra og hannað allar uppskrift-
irnar sjálf.
Þar að auki hefur hún bætt við
ítarlegum tæknikafla með gagnleg-
um aðferðum sem nýtist öllum þeim
sem leggja stund á hekl. Tinna byggir
hönnun sína jafnt á handbragði for-
mæðra sinna og eigin sköpunargleði.
Útkoman er glæsileg og fjölbreytt
heklbók sem er langþráð viðbót við
íslenska hannyrðamenningu. Í bók-
inni má finna 25 glænýjar og spenn-
andi uppskriftir, fyrir reynda sem
óreynda, en systurnar Ingibjörg og
Lilja Birgissdóttir tóku ljósmyndir
og sáu um útlit bókarinnar.
Það gengur ekki alltaf slysalaus að heimta
fé af fjalli. Þegar féð var komið af fjalli úr
heimalandi Fljótsdals í Fljótshlíð lenti Anna
Runólfsdóttir í smá óhappi. Hún var að remb-
ast við að koma fénu inn í hús þar sem átti
að taka lömbin undan ánum til slátrunar en
rak augabrúnina í gaddavír svo að töluvert
blæddi úr. Bóndi hennar Keli kom þá með
kaldan bjór sem hún setti upp að auganu
til að stoppa blæðinguna. Eftir blæðingar-
stoppið var bjórinn auðvitað nýttur til and-
legrar hressingar. Mynd / HLJ
Ný heklbók
Að orfa gras og hrífa hey
Fyrir allnokkrum árum komu á
markað áhöld sem á íslensku var
farið að kalla vélorf. Ruddu þau
sér til rúms innan garðahirðu, við
slátt á löndum sumarbústaða og
víðar. Áhöld þessi, prik með litlum
mótor á efri enda og þráðum út
frá hraðgengri skífu á þeim neðri
borin í þægilegri ól og stýrt með
hælum líkt og hefðbundnu orfi,
hafa um margt reynst hin bestu
áhöld.
Þegar kom að því að gefa áhald-
inu og vinnu þess íslenskt heiti varð
mönnum eðlilega fyrir að líta til
gamla amboðsins. Ekki þótti öllum
rétt að tala um slátt því ekki slær
grasabaninn eins og á hinn eldri máta
– miklu frekar að hann mjaki orfinu
til og frá á meðan þræðirnir merja
grösin laust frá rótum sínum. Hér má
nefna að hið enska heiti áhaldsins,
brush cutter eða trimmer, hefur
raunar afar óljósa tengingu við slátt.
Líkamleg áreynsla er sömuleiðis allt
önnur: Orfið er borið á öxlum og öll
hreyfing „sláttumannsins“ að mestu
án þeirrar hrynjandi sem er helsta
einkenni sláttar með orfi og ljá á
sæmilega greiðfæru landi. Í beitingu
vélorfsins þótti þó felast nægilega
mikil samlíking við það „að slá“ með
orfi og ljá til þess að tala mætti um
sláttuorf.
Heitið orf á sér samsvörun
í norrænu málunum, þ.e. orv. Í
fornháþýsku er til orðmyndin worf
(ljáskaft). Samkvæmt Íslenskri
orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal
Magnússon er gríska orðið rhapís
(stafur, trjágrein) talið vera skylt.
Orf getur því maklega átt við þann
staf eða prik sem er burðarás vélorfs.
En hvernig mætti þá gera grein-
armun í máli á hinni hefðbundnu
aðferð við að slá með orfi og ljá og
hinu að losa gras af rót með vélorfi?
Einhver snjall garðyrkjumaður
hefur sennilega fundið lausn á því.
Kári Aðalsteinsson garðyrkjustjóri
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
segir mér að innan skrúðgarðyrkj-
unnar hafi um árabil við notuð sögn-
in að „orfa“ um „slátt með vélorfi“.
Telur hann að sagnorðið hafi þar
áunnið sér fastan sess.
Ég skal viðurkenna að í fyrstu
hljómaði hugtakið að orfa dálítið
undarlega í eyrum mínum. Við
nánari umhugsun sá ég þó að þarna
var komin ágæt lausn til að halda
aðskildum heitum amboða tímanna
tveggja, sem að sönnu hafa sama
tilgang en gerólíkan hátt á að ná
honum:
- Við sláum gras með ljá í orfi
- Við orfum gras með vélorfi
Og þá má enda pistilinn á því að
ég hefur áreiðanlegar heimildir fyrir
því að heyrst hafi að hey sé hrífað.
Styttist þá í að mold verði skóflað og
kjötstykkið hnífað. Nafn áhaldsins
gefur sögnina er lýsir verknaðinum .
. . Líklega ekki með öllu út úr korti;
við ausum jú með ausu og heflum
með hefli. Svona getur nú tungu-
málið verið þjált og lagað sig að
breytilegri tækni áhalda og verka
með liprum hætti. /BG
Ásdís Helga Bjarnadóttir, verk-
efnisstjóri, slær stör á Hvann-
eyrarengjum. Myndir / BG.
Hannes Tryggvi Hafstein, skóg-
fræðinemi á Hvanneyri, orfar
gras þar í síðsumarsólinni.
Til sölu Ford Transit T125 300, dísel, árg.
´05, ek. aðeins 131 þús. Nýlega sprautaður,
ný kúpling, nýtt í bremsum og nýr startari.
Skráður 7 manna. Góður bíll og vel við-
haldið. Nýskoðaður. Uppl. í síma 663-4455.