Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1958, Síða 15

Læknablaðið - 01.09.1958, Síða 15
L Æ K N A B L A Ð IÐ 69 doktoi-sritgerð, sem vakti verð- skuldaða athygli fyrir sjálfstæða og frumlega hugsun, og nefndi hana: Undersögelser over nogle af blodets elektrolj'ter (Ca,K, Na,H) og det vegetative nerve- system, særlig hos patienter med manio-depressiv psykose. Var hún gefin út i Kaupmanna- höfn 1927. Var það ljóst þegar frá upp- hafi starfa dr. Helga við spítal- ann, að þar fór maður, sem vissi hvað liann vildi og af hverju hann vildi það, — og hvernig ætti að koma þvi í kring. Dr. Helgi notaði þá í lækn- ingum sínum svipaðar aðferðir og notaðar voru annarsstaðar, víða, þótt hann í ýmsu færi sín- ar eigin leiðir. Var það kannske fyrst og fremst af því, að hann var mjög vel inni i lifeðlisfræði og hugsunarháttur lians mjög mótaður af þeirri þekkingu, og það í vaxandi mæli eftir því sem árin liðu. Beindist athvgli hans mjög að vegetativa kerf-* inu, eins og að ofan getur, og notaði hann mjög lyf, sem verk- uðu á það. Manna fyrstur mun hann hafa tekið upp acetylcho- lin-ephedrin meðferð við mani. Og þegar hin nýjustu lyf — rau- wolfia og phenothiazin lyfin — komu til sögunnar, var hann mjög fljótur að taka þau og prófa, sennilega einhver sá fyrsti á Norðurlöndum með chlorpromazin. Þegar svo Hoff- mann la Roche hóf framleiðslu á Marzilid, var dr. Ilelgi líka einn hinna fyrstu, sem fékk lyf- ið til prófunar, áður en það kom á markaðinn almennt. Þegar frá upphafi var liann svarinn andstæðingur alls kon- ar hafta; belti og hanzkar, að ekki séu nefndar spennitreyj- ur, sáust ekki í spítalanum. Var liann í þvi efni, eins og svo mörgu öðru, langt á undan sam- tið sinni, því að jafnvel enn í dag sjást þessar fornleifar sum- staðar í geðspítölum. Fyrir ann- arleg áhrif voru þessir gripir teknir í notkun um tíma í spí- talanum, en síðan umsvifalaust „hent út á haug“ aftur, þar sem þau áttu heima með réttu, þeg- ar er dr. Helgi fékk því ráðið. Það var að visu erfiður tími, meðan jafnvægi var að komast á aftur eftir þau umskipti, en allir voru sammála um, að breytingin var til hatnaðar, og það svo, að varla var nokkur samjöfnuður mögulegur. Því má skjóta liér inn í, að erlendir gestir hafa oft furðað sig á því og dáðst að þeim hlæ velvildar og geðþekkni, sem yf- irleitt er yfir öllum samskipt- um lækna og hjúkunarliðs ann- arsvegar og sjúklinga liinsvegar á Kleppsspítalanum. Mjög ríkan þátt í því tel ég eiga, að þar hefur verið sneytt hjá öllum ofbeldisaðgerðum, bæði passiv- um og aktivum — fysiskum og kemiskum. Fyrsta krafa dr. Helga var að reynt væri að gera sér grein

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.