Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1958, Qupperneq 30

Læknablaðið - 01.09.1958, Qupperneq 30
80 LÆKNABLAÐIÐ möguleikann á holdsveiki í huga við sjúkdómsgreiningar síðasta áratuginn. Sumir yngri læknanna hafa sennilega aldrei séð holdsveikisjúkling. Yið slikar kringumstæður er ekki óeðlilegt, þótt það geti tek- ið nokkurn tíma að greina rétt nýja holdsveikisjúklinga. 1 ritgerð, sem próf. Sæmund- ur Bjarnliéðinsson skrifaði i Læknablaðið 1922, um út- breiðslu lioldsveiki á Islandi, telur hann horfur góðar á út- rýmingu veikinnar. Hann varar þó jafnframt við þeirri hættu, sem getur stafað af því, ef lækn- ar eru ekki nóg á verði gegn sjúkdóminum og g'leyma að hann sé enn í landinu og nýrra holdsveikisjúklinga geti verið von. I þvi sambandi minn- ir liann á það, þegar árveknin minnlcaði í Noregi, skömmu fyrir 1920. Þá var tala holds- veikra í Noregi komin niður i 150, en hafði verið um 3000 um 1850. Einn lioldsveikraspítali af fjórum var þá eftir í Noregi, og þingmenn voru farnir að tala um að leggja þennan eina spít- ala niður í sparnaðarskvni, því að margir töldu, að veikin myndi deyja út af sjálfu sér. En um þetta leyti vöknuðu Norðmenn við vondan draum, þvi að 1919 og 1920 fundust upp undir 20 nýir sjúklingar, flestir líkþráir. Læknar höfðu haldið, að þetta væri syfilis eða eczem og aðrir húðsjúkdómar. Sjúk- lingarnir höfðu þvi Iengi gengið lausir og sennilega smitað margra, áður en nokkrum datt í hug, að þetta gæti verið holds- veiki. Saga leprasjúklingsins hér að framan er sögð til að hvetja til árvekni. Það eru ekki nema 20 ár siðan sjúklingur með lepra tuherosa (líkþrá) fannst á Akurevri, og 4 árum áður fannst ung líkþrá kona í Reykjavík, tveggja barna móðir. Enn eru því á Islandi nokkrir menn, sem verið hafa samvist- um við líkþráa og það er vitað, að inkubations-tími lepra getur verið langur. Það er því sjálf- sagt fyrir lækna að hafa í huga möguleika á nýjum holdsveiki- sjúklingum enn um skeið. Ef það er ekki gert, gæti svo farið, að líkþráir gengju hér um með- al Islendinga á síðari hluta 20. aldar. Summary. A short review of the decrease of Lepra in Iceland since the year 1900 is given. In the year 1893 there were 236 Lepra patients in the country or 3,1%C of the inhabitants. In the year 1901 the patients were 169, year 1920 patients 67, year 1940 patients 22 and in the year 1958 there are 8 patients of Lepra known of, amongst the 165 thousand in- habitants. Heimildarrit: 1. Heilbrigðisskýrslur. 2. Læknablaðið, 8. árg., 17. febrúar 1922. Sæm. Bjarnhéðinsson. Guðm. Benediktsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.