Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1959, Page 15

Læknablaðið - 01.10.1959, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ abstrakt: getinn konkret: gerður subjektív: seginn objektiv: rakinn theoretísk: kenndur praktisk: hentur aktiv: virkur passiv: þolur ideal: iðill real: gegn positiv: játur negativ: neitur manií'est: ber latent: fólginn kvantitativ: meginn kvalitativ: tiginn organisk: lífður anorganisk: ólifður Ég lengi ekki mál mitt með því að hafa orð fyrir mér um þessa tilburði, sem munu hvort sem er vera andvana burðir. Þó skal þess getið, að sumt af því, sem virðast mun livað staðlausast, er þó ekki alveg úr lausu lofti gripið. Má og vera, að tilraunin vísi á rétta leið um nýyrðasmíð að þvi leyti, að sætta beri sig illa og helzt ekki við önnur nýyrði — a. m. k. ekki þegar um er að ræða und- irstöðuhluti og grundvallar- 117 hugmyndir — en einkvæð (þ. e. ósamsett) orð. I eiginlegum skilningi eru samsett orð tæp- ast orð. Þau eru nær þvi að vera setning og um leið stíll — góður eða vondur eftir atvik- um. 5./9. ’59. Vilm. Jónsson. ------_•------ FRÁ LÆKNUM: Bragi Nielsson, cand. med. var setiur til þess að gegna héraðslækn- isembættinu í Kirkjubæjarliéraði frá 1. febr. 1959. Einar I’álsson og Heimir Bjarna- son, cand. med. hafa hinn 30. jan. 1959 fengið leyfi heilbrigðismála- ráðuneytisins til þess a'ð mega stunda almennar lækningar hér á landi. Gauti Arnþórsson, cand. med., var ráðinn aðstoðarlæknir héraðslækn- isins á Eskifirði frá 15. febr. 1959 og þangað til öðru vísi yrði ákveðið. Arni Björnsson, læknir, hefur hinn 17. marz 1959 fengið leyfi til þess að sterfa sem sérfræðingur í liandlækningum. Jón K. Jóhannsson hefur hinn 17. marz 1959 fengið leyfi til þess að stunda almennar lækningar hér á landi. Sama dag var honurn einnig veitt viðurkenning sem sérfræðingi í handlækningum. Jón hefur verið ráðinn læknir sjúkrahússins í Kefla- vík og tók til starfa þar 1./2. 1959.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.