Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1959, Page 17

Læknablaðið - 01.10.1959, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 119 ákvæði um skyldu manna, að viðlögðum sektum, að veita rannsóknardómara og lögreglu- mönnum lið í þarfir opinberrar rannsóknar. (Það má segja, að öll álcvæði umferðarlaga nr. 26/1958 um ölvun við akstur, byggist fyrst og fremst á því, að fyrir liggi rannsókn á blóði þess manns, sem grunaður er um ölvun við akstur, og skv. 7. gr. 25. gr. um- ferðarlaga eru menn, sem þann- ig stendur á fyrir, skyldir til að hlíta þeirri meðferð, sem læknir telur nauðsynlega til rannsóknar á þeim, þ. á m. blóð- rannsókn, og er tekið fram, að lögreglan geti fært þá til læknis i þessu skyni. Með öðrum orð- um, ákvæði umferðarlaga um vernd þjóðfélagsins gegn ölvun- arakstri manna byggist á niður- stöðum blóðrannsókna, að lang- mestu leyti.) Með skírskotun til alls þess, sem hér hefur verið sagt og sérstaklega með vísan til 41. gr. 1. nr. 27/1951, er yfirmanni slysavarðstofunnar, Hauki lækni Kristjánssyni, skylt að taka kærðum blóð til rannsóknar á áfengismagni í blóði kærðs. Ályktarorð: Haukur Kristjánsson, læknir, forstöðumaður slysavarðstof- unnar, er skyldur til að taka kærðum, Birni Kjartanssyni, blóð til áfengisákvörðunar. Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Úrskurðurinn var lesinn i dóminum i lieyranda liljóði að viðstöddum Hauki Kristjáns- syni, lækni. Mættur Haukur tekur ekkert sérstakt fram, en áskilur sér rétt til að segja til um kæru síðar. Kl. 07.30 var kærðum tekið blóð gegn vilja lians. Yarð að lialda lionum. Iværður neitaði að gefa upp ástæðu fyrir neit- un sinni, svo sem fyrr segir. Lögreglumenn þeir, er aðstoð- uðu dómarann, eru Magnús Að- alsteinsson, Þórir Hersveinsson og Fi'iðrik Iiermannsson. Að blóðtöku lokinni var kærð- ur færður í skrifstofu rannsókn- arlögreglunnar til yfirlieyrslu. Var þá kl. 07.50, en lögreglan hafði vakið dómarann kl. 05.30. Kl.09.00. Dómarinn getur þess, að kærður liafi nú viðurkennt á- fengisneyzlu og ástæðan til neitunar hans liafi verið sú, að ef menn neituðu blóðtöku, þá slyppu þeir við ölvunarákæru. Sakadómi slitið. Guðm. Ingvi Sigurðsson. Vottar: Magnús ASalsteinsson, Þórir S. Hersveinsson. Rétt — endurrit staðfestir: Skrifstofa sakadóms Reykja- víkur, 27. nóv. 1958. Guðm. Ingvi Sigurðsson. Árið 1958, miðvikudaginn 10. desember, var i Hæstarétti í málinu nr. 183/1958:

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.