Læknablaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 62
32
LÆKNABLAÐIÐ
1% af lymfocytunum. Rayner
telur, að þetta fólk beri, sem
heterozygotar, gen skaðlaust
þeim, en sem í tvöföldu magni
hjá homozygotum valdi amau-
rosis.
Arfgeng offjölgun flipa í
kjörnum neutrofil hvítkorna.
Þelta afbrigði einkennist af þvi,
að fjórir kjarnasepar finnast að
meðaltali í hverju neutrofil hvít-
korni í stað um þriggja venju-
lega. Undritz fann afbrigðið
1939, fyrst í kanínum og síðar
í mönnum. Hann telur, að af-
In-igðið erfist ríkjandi.
Arfgeng offjölgun flipa í
kjörnum eosinofil hvítkorna.
Þctta afbrigði svarar til síðasl-
nefnds afbrigðis, en sést í kjörn-
um eosinofil livítkorna. Undritz
lýsti afbrigðinu 1954.
Arfgeng neutrofil risahvít-
korn. Afbrigðið einkennist af
því, að mjög stór neutrofil hvít-
korn finnast, sem eru að meðal-
tali um 17 í þvermál. David-
son lýsti þessu afbrigði 1960 og
telur, að það erfist ríkjandi.
Þau afbrigði, sem hér hefur
verið getið og sjásl í kjörnum
hvítkornanna, bafa fundizt í
heilbrigðu fólki.
Pelger-afbrigði var fvrst lýst
árið 1928 af hollenzkum lækni
að nafni Pelger. Tilsvarandi
bvítkornabreytingum befur síð-
an verið lýst í kanínum og
öðrum dýrum. Pelger-afbrigði
hefur fundizt í öllum álfum
heims. Undritz telur, að fram
til 1961 bafi afbrigðinu verið
lýst hjá nokkrum hundruðum
einstaklinga.
Pelger-afbrigði einkcnnist hjá
beterozygot af eftirfarandi
brey tingum:
1. Næstum algerri vöntun á
neutrofil hvítkornum með
meira en tvo kjarnasepa.
2. Kjarnar neutrofil bvítkorn-
anna eru annaðhvort flipa-
lausir og staflaga, nokkuð
stuttir, eða tvíflipóttir og þá
mjög oft eins og gleraugu
að lögun. Rendur kjarnanna
eru áberandi sléttarog reglu-
legar.
3. Litnið (krómatínið) í kjörn-
unum er grófkekkjótt
að litliti. Kekkirnir litast
mjög sterkt, en á milli
þeirra eru dauflitaðar rákir.
Þessar breytingar sjást einnig
í öðrum hvítkornum. í mjög
góðum, vel lituðum útstrokum
má greina sams konar litnis-
breytingar í mono- og lymfo-
cytum.
Homozygota-formið af Pel-
ger-afbrigði einkennistaf nefnd-
um litnisbreytingum og því, að
hvítkornakjarnarnir eru flipa-
lausir, kringlóttir eða næstum
kringlóttir. Homozygota-form-
inu hefur verið lýst hjá þrem-
ur eða e.t.v. fjórum einstakl-
ingum.
Á síðastliðnum 4—5 árum hef
ég rannsakað blóðútstrok frá