Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 6
RISAHELGI
Á SKJÁGOLFI
PGA meistaramótið
Í beinni um helgina:
Fimmtudagur kl. 18:00 – 23:00
Föstudagur kl. 18:00 – 23:00
Laugardagur kl. 18:30 – 23:00
Sunnudagur kl. 18:30 – 23:00
www.skjargolf.is / 595-6000
Umferðarmet í Héðinsfjarðargöngum
Umferðarmet var slegið í Héðinsfjarðar-
göngum á laugardaginn var, 6. ágúst. Þá
fóru 2.107 bílar um göngin Siglufjarðar-
megin en 2.091 bíll Ólafsfjarðarmegin,
sem jafngildir því að 2.099 bílar hafi farið
um bæði göng, að því er fram kemur á vef
Vegagerðarinnar.
Meðalumferðin yfir helgina var 1.779
bílar á sólarhring, sem einnig er nýtt met
yfir helgarumferð um Héðinsfjarðargöng. Meðalumferð það sem af er ári er komin í
601 bíl á sólarhring. Það gæti þýtt meðalumferð rúmlega 500 bíla á sólarhring þegar
árinu lýkur, sem yrði töluvert meira en búist var við, segir Vegagerðin. Mikið var um
að vera á Siglufirði um síðustu helgi. Þá var haldið Pæjumót í fótbolta og voru um
tvö þúsund gestir í bænum. Þá var Fiskidagurinn mikli í nágrannabænum Dalvík. Til
samanburðar má nefna að í júní síðastliðnum fóru að meðaltali 6.740 bílar að jafnaði í
gegnum Hvalfjarðargöngin, þ.e. eftir að sumarumferð var byrjuð. - jh
Ó rói á erlendum fjármálamörkuðum vegna skuldavanda Bandaríkjanna og vanda Grikkja, Spánverja og Portúgala,
hefur ekki haft nein áhrif á eignamat þrotabús
Landsbankans, að sögn Páls Benediktssonar,
upplýsingafulltrúa skilanefndar og slitastjórnar
Gamla Landsbankans. „Skilanefnd og slitastjórn
Gamla Landsbankans hafa ekki séð nein merki
þess að órói á fjármálamörkuðum erlendis hafi
haft áhrif á eignamat bankans, en fylgst er náið
með framvindunni. Unnið er að nýju mati á
eignum bankans sem gildir fyrir fyrstu 6 mán-
uði ársins og búast má við að það verði tilbúið í
byrjun næsta mánaðar,“ segir Páll í samtali við
Fréttatímann.
Síðasta mat á eignum þrotabús Landsbank-
ans var kynnt 19. maí síðastliðinn. Það náði
yfir fyrsta ársfjórðung ársins. Þar kom fram
að endurheimtur búsins hefðu aukist um 70
milljarða frá áramótum. Fram kom í kynningu
að endurheimtur væru rétt um 1.300 milljarðar
sem samsvarar 99 prósentum af verðmæti for-
gangskrafna í búið ef miðað er við gengi 22.
apríl 2009. Ef hins vegar er miðað við gengið á
deginum sem ársfjórðungnum lauk, 31. mars
2011, eru endurheimtur um 1.245 milljarðar
eða 94 prósent af verðmæti forgangskrafnanna.
Rúmlega þriðjungur af forgangskröfunum er
tilbúinn til greiðslu í formi lausafjár þegar öllum
dómsmálum tengdum búinu verður lokið. Eins
og alþjóð veit var Icesave-samningnum hafnað í
þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl á þessu ári.
Þrotabú Landsbankans hefur jafnframt sett
tvær eignir sínar í söluferli. Annars vegar
er um að ræða 67 prósent hlut í bresku mat-
vöruverslanakeðjunni Iceland og hins vegar
66 prósent hlut í skartgriparisanum Aurum
Group en gjörningar í því félagi eru grundvöllur
sex milljarða málssóknar skilanefndar Glitnis
gegn meðal annarra Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding.
markaðir Áhrif Á þrotabú Landsbankans
Órói hefur
ekki haft áhrif
Skilanefnd og slitastjórn Gamla Landsbankans segja eignamat
bankans ekki bíða hnekki þrátt fyrir óróa á erlendum mörkuðum.
Stjórnendur skilanefndar og slitastjórnar Gamla Landsbankans segja engar
breytingar á eignasafni þrátt fyrir glundroða á erlendum mörkuðum.
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Unnið er
að nýju
mati á
eignum
bankans
sem gildir
fyrir fyrstu
6 mánuði
ársins og
búast má
við að það
verði til-
búið í byrj-
un næsta
mánaðar.
Lj
ós
m
yn
d
Si
gl
o.
is
G
uð
m
un
du
r
Sk
ar
ph
éð
in
ss
on
Helgin 12.-14. ágúst 2011