Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 6
RISAHELGI Á SKJÁGOLFI PGA meistaramótið Í beinni um helgina: Fimmtudagur kl. 18:00 – 23:00 Föstudagur kl. 18:00 – 23:00 Laugardagur kl. 18:30 – 23:00 Sunnudagur kl. 18:30 – 23:00 www.skjargolf.is / 595-6000 Umferðarmet í Héðinsfjarðargöngum Umferðarmet var slegið í Héðinsfjarðar- göngum á laugardaginn var, 6. ágúst. Þá fóru 2.107 bílar um göngin Siglufjarðar- megin en 2.091 bíll Ólafsfjarðarmegin, sem jafngildir því að 2.099 bílar hafi farið um bæði göng, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferðin yfir helgina var 1.779 bílar á sólarhring, sem einnig er nýtt met yfir helgarumferð um Héðinsfjarðargöng. Meðalumferð það sem af er ári er komin í 601 bíl á sólarhring. Það gæti þýtt meðalumferð rúmlega 500 bíla á sólarhring þegar árinu lýkur, sem yrði töluvert meira en búist var við, segir Vegagerðin. Mikið var um að vera á Siglufirði um síðustu helgi. Þá var haldið Pæjumót í fótbolta og voru um tvö þúsund gestir í bænum. Þá var Fiskidagurinn mikli í nágrannabænum Dalvík. Til samanburðar má nefna að í júní síðastliðnum fóru að meðaltali 6.740 bílar að jafnaði í gegnum Hvalfjarðargöngin, þ.e. eftir að sumarumferð var byrjuð. - jh Ó rói á erlendum fjármálamörkuðum vegna skuldavanda Bandaríkjanna og vanda Grikkja, Spánverja og Portúgala, hefur ekki haft nein áhrif á eignamat þrotabús Landsbankans, að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafulltrúa skilanefndar og slitastjórnar Gamla Landsbankans. „Skilanefnd og slitastjórn Gamla Landsbankans hafa ekki séð nein merki þess að órói á fjármálamörkuðum erlendis hafi haft áhrif á eignamat bankans, en fylgst er náið með framvindunni. Unnið er að nýju mati á eignum bankans sem gildir fyrir fyrstu 6 mán- uði ársins og búast má við að það verði tilbúið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Páll í samtali við Fréttatímann. Síðasta mat á eignum þrotabús Landsbank- ans var kynnt 19. maí síðastliðinn. Það náði yfir fyrsta ársfjórðung ársins. Þar kom fram að endurheimtur búsins hefðu aukist um 70 milljarða frá áramótum. Fram kom í kynningu að endurheimtur væru rétt um 1.300 milljarðar sem samsvarar 99 prósentum af verðmæti for- gangskrafna í búið ef miðað er við gengi 22. apríl 2009. Ef hins vegar er miðað við gengið á deginum sem ársfjórðungnum lauk, 31. mars 2011, eru endurheimtur um 1.245 milljarðar eða 94 prósent af verðmæti forgangskrafnanna. Rúmlega þriðjungur af forgangskröfunum er tilbúinn til greiðslu í formi lausafjár þegar öllum dómsmálum tengdum búinu verður lokið. Eins og alþjóð veit var Icesave-samningnum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl á þessu ári. Þrotabú Landsbankans hefur jafnframt sett tvær eignir sínar í söluferli. Annars vegar er um að ræða 67 prósent hlut í bresku mat- vöruverslanakeðjunni Iceland og hins vegar 66 prósent hlut í skartgriparisanum Aurum Group en gjörningar í því félagi eru grundvöllur sex milljarða málssóknar skilanefndar Glitnis gegn meðal annarra Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding.  markaðir Áhrif Á þrotabú Landsbankans Órói hefur ekki haft áhrif Skilanefnd og slitastjórn Gamla Landsbankans segja eignamat bankans ekki bíða hnekki þrátt fyrir óróa á erlendum mörkuðum. Stjórnendur skilanefndar og slitastjórnar Gamla Landsbankans segja engar breytingar á eignasafni þrátt fyrir glundroða á erlendum mörkuðum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Unnið er að nýju mati á eignum bankans sem gildir fyrir fyrstu 6 mánuði ársins og búast má við að það verði til- búið í byrj- un næsta mánaðar. Lj ós m yn d Si gl o. is G uð m un du r Sk ar ph éð in ss on Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.