Fréttatíminn - 12.08.2011, Síða 16
É
g vil finna fyrir
barninu innra með
mér þegar ég kem inn
í leikhús, gleyma mér.
Þá er ég ekki að segja
að ég sé ekki krítísk en það er ég
sérstaklega á mína eigin vinnu,“
segir búninga- og leikmyndahönn-
uðurinn Filippía Elísdóttir en
hún hefur haft mikil áhrif á ís-
lenskt leikhús síðastliðinn áratug.
Filippía, sem hefur hlotið fjölda
viðurkenninga fyrir verk sín,
verður með annan fótinn í leikhús-
heiminum í Þýskalandi og Sviss
næsta vetur auk þess að sjá um
búninga fyrir Töfraflautu Mozarts
sem sýnd verður í Hörpu í haust.
Kvikmyndanörd og grúskari
Það er engin ein formúla fyrir því
hvernig Filippía vinnur fyrir leik-
hús. „Mér leiðast sviðslistir sem
gera þá kröfu til sín að áhorfand-
inn skilji allt. Mér finnst mikilvæg-
ara að upplifa eða skynja listina
– ekki vera meðvitað að greina.
Auðvitað vinnur maður það ferli á
bak við tjöldin þegar maður tekur
þátt í verkefnum. Ég er alltaf að
grúska og viða að mér heimildum
sem veita mér innblástur. Ég er
kvikmyndanörd og alæta á kvik-
myndir.“ Bróðir Filippíu er Guðni
Elísson, prófessor og sérfræðing-
ur í kvikmyndum, svo að þetta er
greinilega genetískt. „Tarkovsky
er mitt eftirlæti, Sergei Parajanov,
Larissa Sheptiko, Russ Meyer er
vanmetinn snillingur sem er alltaf
með magnaðan siðferðilegan boð-
skap í sínum myndum, mexíkóski
leikstjórinn Alejandro Jodorowsky
og Mike Takeshi, svo eitthvað sé
nefnt; ég gæti talið upp endalaust.
Núna er ég mikið að spá í „narra-
tívar“ raddir í heimildarmyndum
og kvikmyndum, hvernig hægt
væri að nota það fyrirbæri í leik-
húsinu. Mér áskotnaðist til dæmis
heimildarmynd sem er 1.800
klukkutímar um seinni heims-
styrjöldina. Þar get ég valið
um tvær raddir sem leiða mig í
gegnum endalausan hrylling. Það
er þýskumælandi þulur með við-
kvæmnislega og afsakandi rödd
sem er stundum við það að bresta
og svo bandarískur þulur sem
hljómar eins og James Cagney,
sem lék marga ógleymanlega
gangstera í kvikmyndasögunni.
Hryllingurinn verður á köflum
hlægilegur og maður finnur hrein-
lega fyrir siðferðislegri skömm
yfir að vera að springa úr hlátri
þegar viðfangsefnið er hreinn
harmleikur. Rödd Syberbergs í
kvikmynda-sviðslistaverki sínu
Hitler, Ein Film aus Deutschland,
er mögnuð – Romm í heimildar-
mynd sinni Ordinary Fascism, og
áfram mætti telja.“
Kannski manía
Í leikhúsinu segir Filippía það fara
eftir leikstjórum hvernig ferlið er
hverju sinni. „Það heldur manni
gangandi að vinna með ólíku
fólki með mismunandi sýn. Það
er ögrun í hvert sinn sem maður
hittir nýja einstaklinga,“ segir
Filippía sem fer um víðan völl í
Kannski er þetta einhvers konar sjálfsfirring, að endurspegla heimsmynd-
ina, samfélagið sem er að eyða sjálfu sér og komast á það stig að njóta
eyðingarinnar sem fagurfræðilegrar nautnar af bestu tegund.
Nautn sjálfseyðingarinnar
séu eins og litlar sviðsmyndir og
aðhyllist „Wagnerian-fjarlægð“.
Það er svo mikil fegurð í epískri
fjarlægð sem hentar óperuforminu
vel.“
Filippía fer úr einni óperu í
aðra því hún vinnur búninga fyrir
Leðurblökuna eftir Jóhann Strauss
sem sýnd verður í Theater Augs-
burg í Þýskalandi í vetur. „Ég
ákvað að vinna með leikstjóranum
Þorleifi Arnarssyni og fara til
Þýskalands og Sviss í einn vetur.
Þorleifur er að byggja upp sinn
feril með mjög ígrunduðum hætti;
það er magnað fólk sem vill veðja
á hann. Hún Katharina John, sem
er yfir húsinu, vann til dæmis með
Schliengenschief sem dramatúrg
og hjá Deutsche Oper, þannig að
þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir
okkur sem komum að þessu.“
Filippía telur nauðsynlegt að
breyta um umhverfi af og til.
„Þetta er svolítið eins og að fara í
endurmenntun. Það er gaman að
vinna með útlendingum og vera
útlendingurinn. Þá verður maður
svo rosalegur spámaður og það
er mjög gott fyrir egóið,“ segir
Filippía og hlær.
„Þarna er staðallinn að taka
smá öskur og læti, svona fassbin-
derísk tantrumköst, og þá öðlast
listamennirnir virðingu. Þetta segi
ég svolítið í gríni þótt það liggi ein-
hver sannleikur í því. Þarna er fólk
mjög óhrætt við að skiptast á skoð-
unum. Það er gaman að bera þýska
skólann og arfleifðina þar saman
við okkar. Það sem þykir eðlilegt
í Þýskalandi fengi maður örugg-
lega á sig kæru fyrir í Danmörku
eða Noregi,“ segir Filippía sem
segist hallast fremur að póetísku
kaosi í leikhúsi en skandinavísku
ofurraunsæi. „Ég á þó ekki við að
mér líki það ekki; hef séð frábærar
sýningar sem vinna út frá þeirri
aðferð. Reyndar eiga allar stefnur
rétt á sér ef vel er með þær farið.“
Þriggja sólarhringa sviðs-
listaverk
Filippía vonast til að geta eytt
meiri tíma á næstunni í að koma
eigin hugmyndum í framkvæmd.
„Draumurinn er að vinna alþjóð-
legt sviðslistaverk með leikstjór-
anum Ara Alexander og leikkon-
um, söngkonum og dönsurum frá
mismunandi löndum. Eins konar
tveggja til þriggja sólarhringa
listahátíð. Það er mikill áhugi á
þessu verkefni erlendis og hérna
heima. Þetta yrði risastór upp-
færsla og flókið ferli en hugmyndin
er að þróa þetta sem kvikmynd.
Við þurfum nokkra mánuði til
að móta hugmyndina og hrinda
henni í framkvæmd. Svo tæki við
annað og lengra ferli við að sam-
eina krafta mismunandi leikhúsa
og sviðslistafólks. En það er alveg
á hreinu að áhuginn er gríðar-
legur hjá þeim sem við höfum talað
við. Við erum komin með nokkra
verndara verkefnisins sem er alveg
bráðnauðsynlegt í hörðum heimi
listanna.“
Þóra Karítas
thorakaritas@frettatiminn.is
undirbúningsvinnu. „Ég þrífst á
tónlist og vinn mikið út frá henni.
Hún er svo góð til að víkka skilning-
arvitin. Stundum sit ég úti í sal með
tónlist sem ég hef sjálf valið og horfi
á leikarana, hvernig þeir hreyfa sig
innan rýmisins, það er fín aðferð til
að horfa upp á nýtt. Svo er auðvitað
lestur góðra bóka bráðnauðsynleg-
ur. Á endanum er það svo leikstjór-
ans að velja lokaútkomuna, leiða alla
þætti saman svo að úr verði heild-
stætt verk. Mér líkar best að vinna
í teymi þar sem allir hafa rétt til að
koma með sitt að borðinu og þar
sem ákveðið lýðræði ríkir. Ég þarf
alltaf að fara í ákveðið ferðalag fyrir
sjálfa mig og finna heiminn sem ég
ætla að skapa innan. Svo byrja ég
að þrengja hugmyndirnar og í lokin
birtast búningarnir,“ segir Filippía
sem viðurkennir að ferlið geti oft og
tíðum tekið á. „Mín færni liggur í
sjónlistum og það hefur ekkert endi-
lega með búningana að gera heldur
heildarmyndina. Ég er misfljót að
sjá hlutina fyrir mér. Ímyndaðar
táknmyndir hrynja allt í kringum
mig – mætti líkja því við Matrix eða
kannski er ég bara að lýsa maníu.
Þetta verður ákveðin kakófónía og
kaos. Ég held að það henti mér vel
og ég sé að stefna meira þangað.
Kannski er þetta einhvers konar
sjálfsfirring, að endurspegla heims-
myndina, samfélagið sem er að eyða
sjálfu sér og komast á það stig að
njóta eyðingarinnar sem fagurfræði-
legrar nautnar af bestu tegund. Úff,
þetta hljómar illa,“ segir Filippía
og kímir. „Ég er alls ekki svartsýn,
bara raunsæ, en kannski er það
Caligula sem er að spila með mig
því eitt af draumaverkefnunum er
að vinna Caligula eftir Camus. Ég
er líka mikið að skoða Yukio Mis-
hima, athyglisverðan listamann
sem framdi harakíri með nokkrum
fylgismönnum sínum 1970,“ en
harakiri er sjálfsmorðsaðferð sem
er allt að því virðuleg helgiathöfn
hjá samúræjum. „Ég myndi telja að
hann hafi fullkomnað það að njóta af
nautn sjálfseyðingarinnar.“
Fassbinderísk tantrumköst
Töfraflautan er fyrsta verkefni Ís-
lensku óperunnar í Hörpu og að-
stæðurnar eru töluvert öðruvísi en
fólk átti að venjast á litla sviðinu í
Gamla bíói. „Fjarlægðin við áhorf-
endur er miklu meiri en áður. Ég
geng því út frá því að búningarnir
Búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir hefur sett sterkan svip á íslenskt leikhús-
líf á síðastliðnum áratug. Hún er mikill grúskari og vinnuhestur sem veitir sjaldan
viðtöl. Hún segir í spjalli við Þóru Karítas í eldhúsinu heima hjá sér að hún geti
stundum ekki sofið á nóttunni þegar hugmyndir heltaka hana. Hún verður með
annan fótinn í Þýskalandi og Sviss næsta vetur en hannar einnig búninga fyrir
Töfraflautu Mozarts sem sýnd verður í Hörpu í haust. Ljósmynd/Hari
16 viðtal Helgin 12.-14. ágúst 2011