Fréttatíminn - 12.08.2011, Qupperneq 26
Bonito ehf. Friendtex
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
VILTU SKEMMTILEGA AUKA
VINNU?
FRIENDTEX Á ÍSLANDI
LEITAR AÐ FLOTTUM HEIÐARLEGUM
KONUM TIL AÐ KYNNA OG SELJA
FRIENDTEX TÍSKUFÖT
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í
SÍMA 568 2870 EÐA 691-0808
kíkið á friendtex.is
Nýr vörulisti
er kominn á netið
Pantaðu vörulistann
við sendum þér listann
frítt heim þann
2. september nk.
Hjá okkur færðu þá leiðsögn sem þú þarft og það er enginn
kostnaður fyrir þær sem vilja prófa.
Kynnið ykkur málið fyrir 20. ágúst
Við viljum öll trúa á kerfið
Þegar hér er komið sögu, í ágúst
2009, er ekkert verið að tala um
málið sjálft heldur fjallar þrætan
við dómstóla um hvort hleypa
megi Jóhannesi heim til Íslands til
dóttur sinnar og konu. Þau höfðu
eignast Viktoríu Rós í nóvember
2008. Þá var Skúlason ehf. löngu
farið á hausinn og þrjú ár síðan
Jóhannes hafði lent í húsleitinni.
Hann hafði eftir hana hafið mikla
eyðurmerkurgöngu til að bjarga
fyrirtækinu og andlitinu. Hann var
nýgiftur 2005 en það hjónaband
hvarf í áhyggjur og rugl. Í raun var
Jóhannes bara búinn að játa sig
svolítið sigraðan og bjóst síst af öllu
við því að verða handtekinn á Heat-
hrow þegar dóttir hans varð átta
mánaða. Hann hafði fengið vinnu
sem verkefnastjóri hjá Latabæ, eða
Lazytown eins og það kallast úti í
heimi, og varð svo svæðisstjóri yfir
Norðurlöndunum. Þegar talið berst
hannes hefði beitt blekkingum eða
gert nokkuð af því sem hann var
sakaður um að hafa gert. Þegar
upp var staðið stóð ekki steinn yfir
steini og kviðdómur tólf mann-
eskja í Ipswich í Englandi sýknaði
Jóhannes. Samt voru þetta engar
smá upphæðir sem um ræddi því
það söfnuðust milljón pund í hlutafé
sem bara eitthvað fólk keypti í von
um gróða. Það tapaði öllu sínu eins
og gengur í svona bissness og við
lestur dómsgagna kemur í ljós að
þetta fólk bar vitni ásamt endur-
skoðendum og alls konar sérfræð-
ingum.
„Eftir að hafa farið í gegnum
þetta hef ég ekkert lengur að fela,“
segir Jóhannes en í svona réttar-
haldi er allt lagt á borðið. Hvert
einasta smáatriði í lífi hins meinta
fjárglæframanns er krufið og eng-
inn steinn látinn liggja. Það er sama
hversu miklu þú hefur sópað undir
teppið, það er allt tínt til og ég trúi
Jóhannesi þegar hann segir mér að
hann sé ekki lengur hræddur við
álit annarra.
Ætlaði að verða ríkasti maður
í heimi
Eftir fangelsisvistina tók enn erfið-
ari tími við og meira óöryggi. Jó-
hannes fékk leigt herbergi í London
og gat unnið hjá Latabæ (þar stóð
fólk með honum í gegnum súrt og
sætt) en hann mátti ekki nota laun-
in sín. Honum voru skömmtuð 100
pund á viku til að borga leigu og
mat en það dugði ekki í jafn dýrri
borg. Sambýliskona hans, Lucy
Bednarek, hafði fram að þessu
verið ein með barnið á Íslandi. Hún
er frá Póllandi og naut stuðnings
fjölskyldu Jóhannesar vissulega og
sá fyrir sér og Viktoríu litlu með því
að vinna á Aktu/taktu.
„Ég veit það hljómar ekki rökrétt
en mér leið eiginlega verr eftir að
ég kom út,“ segir Jóhannes og ég
sé að hann kemst við. „Auðvitað
leið mér ekki vel í fangelsinu en
þarna stend ég einn úti í London og
á ekki fyrir mat. Konan og dóttirin
voru heima á Íslandi án nokkurra
peninga. Ég var með ökklaband og
að deyja úr hræðslu við að koma
kannski of seint á lögreglustöð-
ina [sem hann þurfti að mæta á á
hverjum morgni] og vera sendur
aftur í fangelsi.“
Svona liðu átta mánuðir og aftur
reyni ég að setja mig í spor Jóhann-
esar til að skilja hvað hann hefur
þurft að ganga í gegnum. Einu
sinni heyrði ég Magnús Scheving
útskýra hvað leti væri í hans huga.
Það er ekki að liggja uppi í sófa
og leggja sig, það fannst Magga
frekar hljóma eins og einhver væri
þreyttur. Hins vegar er það að hans
dómi leti ef þú sérð fátækan mann
eða einhvern sem á bágt og nennir
ekki að setja þig í spor hans. Það
er leti.
„Ég hef auðvitað gert fullt af mis-
tökum í lífinu og er eins langt frá
því að vera fullkominn og hægt er.
Það er margt sem ég vildi hafa gert
öðruvísi,“ segir Jóhannes og gerir
svo grín að sjálfum sér því mamma
hans segir að þegar þeir guttarnir
í Grindavík voru spurðir hvað þeir
ætluðu að verða þegar þeir yrðu
stórir þá sagðist einn ætla að verða
sjómaður eins og pabbi, annar
lögga og næsti smiður en Jóhannes
sagði alltaf: „Ég ætla að verða rík-
asti maður í heimi.“
Það var sá gutti sem fór og ætlaði
að sigra heiminn með símaveri
sem myndi vera hérna á Íslandi en
svara í símann fyrir fyrirtæki og
stofnanir í Bretlandi og á Norður-
löndunum. Viðskiptamódelið var
gott, segir Jóhannes og vísar meðal
annars í álit sérfræðinga sem báru
vitni fyrir dómi. En með þetta
plan að vopni réð hann sölumann í
vinnu til að finna verkefni og gerði
samning við aðra aðila sem söfnuðu
hlutafé. Allir sem störfuðu með
Jóhannesi voru sýknaðir í fyrra-
sumar; málið allt var risastórt en
aðeins tveir menn sem komu að allt
öðrum öngum þess voru dæmdir
sekir. Þetta var samt alvarlegt mál
og breskum yfirvöldum full alvara.
En enginn annar en Jóhannes var
í gæsluvarðhaldi eða með ökkla-
band. Vegna þess að sá hluti þess-
arar sögu fjallar eingöngu um að
ekki er framsalssamningur á milli
Íslands og Bretlands.
„Auðvitað er það súrt en ein-
hvern veginn lifði maður einn dag
í einu,“ segir Jóhannes en eftir
nokkra mánuði tókst honum að fá
Lucy og Viktoríu litlu út til sín því
alltaf frestuðust réttarhöldin sem
Jóhannes beið eftir. Hann var sann-
færður um að ef hann fengi tæki-
færi til að segja sína hlið þá myndi
þessari martröð ljúka.
Auðvitað er allt í klessu
Réttarhöldin sjálf tóku sex vikur
núna í maí og júní en það tók kvið-
dóm ekki nema nokkrar klukku-
stundir að komast að þeirri niður-
stöðu að Jóhannes væri saklaus.
Hann brotnaði niður og hágrét en
þegar hann segir mér frá þeim degi
sé ég barnslega gleði í augunum á
honum yfir því hvað allir aðrir voru
ánægðir. Sjálfur var hann í móki og
einni tilfinningaflækju. „Sem betur
fer voru allar þessar tilfinningar já-
kvæðar,“ segir hann og viðurkennir
að hafa verið hræddur. „Ég þekkti
kerfið þeirra ekki neitt og vissi ekki
hvað ég myndi gera ef þau dæmdu
mig sekan fyrir eitthvað sem ég
gerði ekki. Málið var reist á sandi,“
segir hann og þegar við ræðum
þetta aftur viku eftir að hann lýsti
þessu fyrir mér vill Jóhannes taka
það fram hvað hann var ánægður
að hafa tekist að standa sig fyrir
konuna sína og Viktoríu litlu.
Áttu mynd af þeim í símanum
þínum? spyr ég hann og hann seg-
ist vera með lítið annað en myndir
af þeim og réttir mér símann. Dótt-
irin er með blá augu eins og pabb-
inn en mamman er með græn augu.
Þær eru á ferðalagi með honum
og það er gras og sóleyjar og þær
brosa og skemmta sér.
Viktoría fæddist á sunnudegi en
á mánudeginum mætti Jóhannes
í samfélagsþjónustu út af skatta-
málinu sem hann var dæmdur fyrir
í kjölfar gjaldþrots Skúlason ehf.
Það hljóðaði upp á 32 milljónir og
Jóhannes reyndi hvorki að verja sig
þegar málið kom upp né á okkar
fundum.
En hvað verður til þess að sjó-
mannssonur úr Grindavík stofnar
útvarpsstöðvar og fyrirtæki og er
alltaf í þessu brölti?
„Ef ég á að segja satt þá held ég
að ég hafi lengi vel stjórnast af ótta
við álit annarra,“ segir Jóhannes og
það er augljóst að hann hefur fengið
tíma til að hugsa vel og lengi um
hvað það er sem hann hefur verið
að elta.
Og nú er hann allt í einu frjáls.
Sex ára göngu er lokið og Jóhannes
er enn að átta sig á því að hann á
sig sjálfur. „Auðvitað er allt í klessu
fjárhagslega en ég er hægt og hægt
að ná utan um líf mitt.“
Og ertu kominn yfir það að vilja
verða ríkasti maður í heimi?
„Já,“ segir Jóhannes og brosir.
Honum finnst í augnablikinu nóg
að geta gert plön og hann getur
ekki talið það hversu oft á dag hann
þakkar fyrir fjölskylduna og frelsið.
Mikael Torfason
ritstjorn@frettatiminn.is
Jóhannes var sýknaður „Réttarhöldin sjálf tóku sex vikur núna í maí og júní en það tók kviðdóm ekki nema nokkrar klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að
Jóhannes væri saklaus. Hann brotnaði niður og hágrét.“ Ljósmynd/Teitur
Jóhannes alskeggjaður á leið til
London eftir tvo mánuði lokaður inni í
klefa 22 tíma á sólarhring.
að Latabæ sést glitta í sölumanninn
Jóhannes og hann tekur ræðuna
um heilsu krakka og heilbrigðan
lífsstíl („rosalega skemmtilegt og
gefandi að taka þátt í verkefni þar
sem þú ert í alvörunni að reyna að
breyta heiminum“).
Strax við fyrsta fund okkar Jó-
hannesar hafði ég lítinn áhuga á
að taka við hann viðtal. Hann hafði
samband við mig og mér hefur
alltaf fundist efnahagsbrot svo
flókin og sönnunarbyrðin á þessu
óþolandi gráa svæði. Jóhannes
sjálfur er meira að segja ekkert svo
sannfærður um að hann fái nokk-
urn tíma uppreisn æru: „Kannski
er það ekkert hægt eftir svona.
Hversu oft hefur maður sjálfur
dæmt menn sem maður veit ekkert
um? Bara af því að maður skautaði
yfir grein í blöðunum. Ef fólk fer í
gæsluvarðhald hlýtur það að vera
vegna sektar. Saksóknari hlýtur að
hafa rétt fyrir sér því við viljum öll
trúa að kerfið virki.“
Þetta voru líka geggjaðir tímar
hér fyrir nokkrum árum og Jó-
hannes einn af þeim sem vildu fara
í útrás. Hann var í basli með síma-
og úthringiver á Íslandi og kynnist
Bretum sem fara að safna fyrir
hann hlutafé. Saksóknaranum úti
þótti hvað grunsamlegast hversu
háa þóknun þeir tóku fyrir það en
honum tókst ekki að sanna að Jó-
26 viðtal Helgin 12.-14. ágúst 2011