Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 31

Fréttatíminn - 12.08.2011, Page 31
 viðhorf 27Helgin 12.-14. ágúst 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. ingsályktunartillaga um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða landsins verður lögð fram von bráðar. Mögulega strax í næstu viku. Er það um það bil tveim- ur árum síðar en gert var ráð fyrir þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum vorið 2009. En þegar rammaáætlunin hefur verið samþykkt má gera ráð fyrir að hjól Lands- virkjunar fari að snúast af alvöru. Er þar mikið í húfi fyrir þjóðarbúskapinn eins og Landsvirkjun benti reyndar á í merkilegri skýrslu sem hún lét vinna og gaf út fyrir rúmlega mánuði. Þar er farið yfir möguleg efna- hagsleg áhrif af rekstri og arðsemi fyrirtæksins fram til ársins 2035. Til að setja þau áhrif í samhengi kemur fram í skýrslunni að árleg áhrif arðgreiðslna í ríkissjóð færu langt með að standa undir gjörvöllu heilbrigðis- kerfinu. Eða staðið straum af kostnaði við háskóla, framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál auk löggæslu, dómstóla og fangelsa landsins. Margt þarf þó að gerast áður en Lands- virkjun fer að mala svona mikið gull fyrir þjóðina. Fyrsti áfanginn er einmitt að ná niðurstöðu um rammaáætlunina. Maður þarf ekki að vera sérstaklega spá- mannlega vaxinn til gera ráð fyrir að sú niðurstaða verði aldrei að allra skapi. Skoð- anir virkjunarsinna og náttúruverndarsinna eru of skiptar til þess að svo geti orðið. Og rammaáætlunin verður örugglega tilefni verulegra átaka milli ríkisstjórnarflokk- anna. Fulltrúar VG hafa þegar sýnt fram á að þar á bæ er lítil stemning fyrir að hleypa Landsvirkjun á skeið. Í tveggja ára gömlum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er með- al annars fært til bókar að engar ákvarð- anir verði teknar tengdar virkjunum í neðri hluta Þjórsár fyrr en rammaáætlun liggur fyrir. Er sú klásúla örugglega komin frá VG og lýsandi fyrir stefnu flokksins. Fyrir liggur þó að virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru með bestu fyrirliggjandi virkjanakost- um landsins. Engin af þessum þremur virkjunum – Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urr- iðafossvirkjun – er á hálendinu, allar eru í byggð. Þetta eru fyrst og fremst rennslis- virkjanir, lónin í tengslum við þær eru til- tölulega hófleg, og umfram allt á landsvæði sem nú þegar er að stórum hluta markað af manna höndum. Þá þarf ekki að reisa nýjar stórar raflínur til að flytja orkuna, þau mannvirki eru fyrir hendi og orkufram- leiðslan er hlutfallslega mikil. Virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár eru sem sagt nánast eins ákjósanlegur kostur og hægt er að gera sér í hugarlund, ef virkja á fallvötn landsins á annað borð. Það gefur ákveðin fyrirheit um skoðanaskiptin fram- undan að VG hafi kosið að draga víglínuna við þessar virkjanir á sínum tíma. Hitt er annað mál að formaður VG, Stein- grímur J. Sigfússon, hefur ekkert útilokað í þessum efnum. „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urr- iðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverf- isfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði,“ sagði hann á Alþingi í nóvember 2005. Það verður athyglisvert að fylgjast með umræðum um þetta líklega helsta hitamál haustsins. Virkjun eða verndun Hitamál haustsins Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Þ Fært til bókar Ungar og önnur afkvæmi „Svona sofa gíraffaungar,“ segir í fyrir- sögn á vefnum bleikt.is þar sem birt er mynd af afkvæmi gíraffans þar sem það sefur með hálsinn langa hring- aðan ofan á skrokknum. „Er eitthvað sætara en þetta?“ spyr sá sem skrifar, greinilega í hrifningarvímu yfir fallegu ungviðinu, enda er bleikt.is vefur fyrir drottningar, eins og stendur í haus. Ef bærilegur prófarkalesari eða stjórnandi á drottningavefnum hefði farið yfir þetta hefði textagerðarmanninum væntan- lega verið bent á að gíraffinn er klaufdýr sem eignast kálfa en ekki unga. Fyrir áhugasama má það fylgja að gíraffar eru hjarðdýr og er fjöldinn í hverri hjörð oftast 12-15 dýr, karldýr sem er foringi hjarðarinnar, nokkur kvendýr, kálfar og ókynþroska karldýr. Þennan þekkingar- skort er þó auðvelt að fyrirgefa enda gír- affar dýr sem þrífast fjarri okkar köldu og norðlægu slóðum. Það átti hins vegar ekki við um annað dýr sem sagt var frá í ónefndu blaði fyrir allmörgum árum. Þar vær rætt um selunga. Einhverjir héldu að skrásetjarinn væri svona flámæltur og hefði átt við silunga. Við nánari skoð- un kom hins vegar í ljós að hann hafði dvalið árum saman í Danmörku og átti einfaldlega við afkvæmi selsins, kópinn. Það er ekki víst að Kópavogsbúar væru eins sáttir við nafnið á heimabæ sínum ef hann héti Selungavogur. Bent á sparnaðarleiðir Þingmenn stjórnarflokkanna sitja langa fundi þessa dagana enda fjárlagagerðin í fullum gangi. Fyrirséð er að ríkissjóður verður áfram rekinn með miklum halla. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra hefur látið hafa eftir sér að um 40-45 milljarða halli verði á ríkissjóði. Ekki takist að brúa bilið á næsta ári, eins og að hafi verið stefnt. Stjórnvöld standa því frammi fyrir frekari niður- skurði og hugsanlega skattahækkunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, fullyrðir að hækkun virðisaukaskatts á matvæli sé rædd af fullri alvöru innan stjórnarflokk- anna. Oddný G. Harðardóttir, formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, segir á hinn bóginn að þingmannahópur sem unnið hafi að fjárlagagerðinni leggi þessa leið ekki til. Steingrímur J. svarar formanni Framsóknarflokksins á Smugunni og segir hann úti í mýri með þessar æfingar sínar, hann sé að tjá sig um eitthvað sem hann viti ekkert um. Jónas Kristjáns- son ritstjóri metur stöðuna svo að engar pólitískar forsendur séu fyrir hækkun matarskatts. Málið snúist um fjölda fólks sem rétt hafi til hnífs og skeiðar. Hærri matarskattur myndi kljúfa þjóðina frá meirihluta stjórnarflokkanna á þingi. Því komist Steingrímur J. Sigfússon ekki upp með þetta. Jónas bendir hins vegar á aðra leið, sem væntanlega reynist kerfinu örðugri enda sé fjár- málaráðherrann lokaður fyrir kröfum um að skera suma þætti úr ríkisbákninu. „75 manna og næsta óþarfar stofnanir lifa góðu lífi, meðan reynt er að klípa af velferð þjóðarinnar. Hvað höfum við svo sem að gera við Útlendingastofnun eða Umhverfisstofnun, sem reglubundið taka rangar eða engar ákvarðanir? Hvað höfum við að gera við Fangelsisstofnun, sem stendur í vegi afplánunarfangelsis á Reyðarfirði? Hvað höfum við að gera við Matvælastofnun, sem reynir að hindra bakstur í heimahúsum?“ Svo spyr Jónas sem klykkir út með því að hægt sé að vernda velferðina með því að skera slíkar stofnanir niður við trog. Takmark- aðar líkur eru á því að fjármálaráðherra fari að þessum ráðum ritstjórans. E itt meginverkefni okkar sem sátum í stjórnlagaráði var að leggja til stjórnar- skrárákvæði um fyrir- komulag kosninga til Alþingis. Þingið hafði beinlínis kallað eftir því. Sama gerði þjóðfundur- inn haustið 2010. Megin- atriðin í tillögum ráðsins eru nýskipan kjördæma og persónukjör. Um þetta mikilvæga við- fangsefni verður fjallað í þessum og næstu pistlum undir samheitinu „Ný stjórnarskrá“. Kjördæmi, eitt eða fleiri? Mörg okkar vildum leggja niður kjördæmin og viðhafa landskjör einvörðungu. Fyrir því færðum við ýmis rök, svo sem að þingmenn sem kosnir eru á landsvísu hugsi best um hagsmuni heildarinnar. Aðrir töldu nauðsynlegt að tengja framboð afmörkuðum kjördæmum, ella myndu tengsl þingmanna við kjósendur sína rofna. Niðurstaða ráðsins var beggja blands. Grunn- reglan er sú að landið sé eitt kjör- dæmi, en í kosningalögum má þó kveða á um uppskiptingu í allt að átta kjördæmi. Hér verður gert ráð fyrir að skipt verði upp í kjördæmi, a.m.k. um hríð. Kjördæmin fá þó nýja merkingu. Listar verða boðnir fram á kjör- dæmavísu en líka landsvísu. Fram- bjóðandi á kjördæmislista má jafn- framt vera á landslista síns flokks eða samtaka, en þar mega líka vera frambjóðendur utan kjördæma. Kjósandi getur merkt við einn lista af hvorri tegundunni sem er. Hann getur líka valið einstak- linga, jafnvel af mörgum listum, eins og skýrt verður út í næsta pistli. Gagnvart kjósendum er landið því sem eitt kjör- dæmi. Frambjóðandi hlýtur að jafnaði að tala til kjós- enda í kjördæmi sínu en líka höfða til allra lands- manna, vilji hann hljóta stuðning utan kjördæmis síns. Þess er vænst að þannig náist kostir lands- kjörs, sem er ábyrgð þingmanna gagnvart öllum landslýð, en um leið sé trygging fyrir því að rödd hverrar byggðar heyrist á þingi. Tvískiptur kjörseðill Verði hugmynd ráðsins að veruleika verða kjörseðlar tvískiptir. Efri hlut- inn verður eins og verið hefur, með kjördæmislistum hlið við hlið. Hér er sýndur ímyndaður og einfaldur kjörseðill, þar sem aðeins tvö sam- tök koma við sögu. Kjósandi í Aust- vesturkjördæmi getur merkt við einn af listunum þremur. T.d. getur hann merkt við Z-lista íþróttamanna og hefur hann þá um leið gefið þeim tveimur mönnum sem eru á listan- um jafna hlutdeild í atkvæði sínu. Neðri helmingur kjörseðilsins tilgreinir lista sem eru í boði á öllu landinu og lítur því eins út í öllum kjördæmum. Frambjóðendur á kjör- dæmislistum mega jafnframt vera á landslista sömu samtaka. Fram- bjóðendur íþróttamanna í AV-kjör- dæmi nýta sér þetta, allir nema Hreiðar sem vill ekkert gera hosur sínar grænar utan síns kjördæmis. Á landslista íþróttamanna er auk þess Anna úr NS-kjördæmi, auk Þóru sem ekki er á neinum kjördæmis- lista. Listamannasamtökin bjóða aðeins fram á landsvísu. Kjósandi hvar sem er, t.d. í Austvesturkjör- dæmi, getur samt merkt við lands- lista þeirra. Hér er einungis fjallað um lista- kjör, ekki persónukjör. Það bíður næsta pistils. Flókið? Flest virðist flókið við fyrstu sýn. Þingmönnum fannst listakjör í stað einstaklingskjörs illskiljanlegt þeg- ar það var tekið upp fyrir rúmri öld. Fullyrða má að kosningafyrirkomu- lag það sem hér er reifað er ekki flókið. Það er til í ýmsum gerðum er- lendis, t.d. í Hollandi. Bland af kjör- dæmis- og landslistakjöri tíðkaðist líka hér á landi um áratugaskeið um miðbik liðinnar aldar. Undirritaður reifaði í framboði sínu til stjórnlagaþings,og aftur í stjórnlagaráði, sáraeinfalt kerfi þar sem kosið væri persónukjöri og einvörðungu á landsvísu. Hugmynd- in náði ekki fram að ganga en með góðu fólki í stjórnlagaráði varð sátt um ofangreinda lausn sem vissulega er nokkru flóknari – en nær flestum markmiðum. Ný stjórnarskrá Landið eitt kjördæmi – eða hvað? Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Kjörseðill í Austvesturkjördæmi (AV) Kjördæmiskjör x Z-listi íþróttamanna Hreiðar Árnason Inga Klemensdóttir Landskjör (kjördæmi innan sviga, sé því að skipta) Y-listi listamanna Z-listi íþróttamanna Ríkharður Gunnarsson Anna Önnudóttir (NS) Heiðdís Arnarsdóttir Inga Klemensdóttir (AV) Sigurvin Pétursson Þóra Ögmundardóttir Jakobína Ástráðsdóttir

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.