Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 46
Ástarilmur frá Kim seldur í takmörkuðu magni Helgin 12.-14. ágúst 201142 tíska Hausttískan sem kom á óvart Það er ótrúlegt hvað sumarið er búið að vera fljótt að líða. Það er eins og það hafi verið í gær sem sólin byrjaði að skína á Íslandi. Við eigum enn nokkra daga eftir af sólskini og hita sem við þurfum að nýta vel, en ýmislegt bendir þó til þess að haustið sé á næsta leiti. Sumarútsölur eru búnar í verslunum landsins og nýjar vörur komnar í staðinn. Öll þessi litagleði sumarsins, blómamynstur og blúndur, hefur verið lögð til hliðar og jarðlitirnir komnir í staðinn; brúnn, drappaður, grænn og svartur. Það sem mér finnst vera mest áberandi í nýju haustlínunum eru olnbogabæturnar á jökkum, peysum, kápum og bolum. Bæturnar tröllríða nú öllu og það liggur við að maður sjái hlýraboli með olnbogabótum. Þetta var nýtt, ferskt og flott í vor en mín skoðun er sú að það hafi því miður verið tekið skrefinu of langt. Ásamt olnbogabótunum býður haust- tískan upp á ýmislegt annað sem maður hefði ekki getað séð fyrir. 60’s-tískan hefur verið áberandi í verslunum og maður sér kjóla, blússur, dragtir og skó frá þessu tímabili úti um allt. Þessi hausttíska kom manni gríðarlega á óvart og það er heldur erfitt að meðtaka hana. Kannski er maður ekki alveg tilbúinn að taka á móti haustinu. Alla vega ekki ég. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Bieber selur notaða strigaskó Söngvarinn ungi, Justin Bieber, ákvað að selja á uppboði notaða Supra Skytop’s-strigaskó sem hann hefur átt lengi. Uppboðið kláraðist í vikunni og rann allur ágóði til styrktar rann- sóknum á krabba- meini í eggjastokk- um. Skóna áritaði hann til sönnunar því að þeir væru hans. Söluverðmætið var 157 þúsund íslenskar krónur. Konur taka snyrtivörur fram yfir karlmenn Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bretlandi, eyðir meðalkonan sem svarar 19 milljónum íslenskra króna í snyrtivörur um ævina. Snyrtivörur virðast skipta miklu máli í lífi kvenna og sögðust 57 prósent taka snyrtivörur fram yfir karlmenn. Könnunin sýndi einnig fram á að því eldri sem konan er, því dýrari vörur og meira magn kaupir hún í einu. Að meðaltali er innihald snyrtibuddunnar 25 þúsund króna virði. Nýr ilmur frá raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian hefur litið dagsins ljós í tilefni af brúðkaupi stjörnunnar. Hann kallast Love og hefur verið gefinn út í takmörkuðu magni eða aðeins eitt þúsund eintökum. Sjálf mun hún halda einni flösku, 200 flöskur verða gefnar í brúðkaupinu og restin, 799 flöskur, verða seldar aðdáendum. Kim segir ilminn endurspegla ást sína til körfuboltaleikmannsins Kris Humphries. Ilmandi ást Kim. Mánudagur Skór: H&M Buxur: Cheap Monday Bolur: Cheap Monday Skyrta: Spúútnik Miðvikudagur: Skór: Føtex Buxur: H&M Bolur: H&M Fimmtudagur Skór: Sautján Buxur: Cheap Monday Peysa: H&M Þriðjudagur Skór: Converse Buxur: Black Peysa: 2ND Bolur: New Yorker 5 dagar dress Föstudagur Skór: Havana Shoes Buxur: Weekday Skyrta: H&M Weekday og H&M í uppáhaldi Davíð Örn Símonarson er 21 árs nemi á öðru ári í iðnaðarverk- fræði í Háskóla Íslands og vinnur á Ruby Tuesday með skóla. Í sumar er hann búsettur í Danmörku að vinna og njóta veðurblíðunnar. ,,Ég myndi lýsa stílnum mínum sem mjög einföldum en samt einhvern veginn fjölbreyttum,“ Segir Davíð. ,,Ég klæði mig mest eftir skapi og því sem mér finnst flott hverju sinni. Fólkið í kringum mig hefur mikil áhrif á það hvaða fötum ég klæðist og dregst að almennt. Ég kaupi mest fötin mín í Weekday, H&M og öðrum klass- ískum verslunum.” HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fré atímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita me tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatim nn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.