Fréttatíminn - 12.08.2011, Qupperneq 54
Ég kúplaði
mig nú
alveg út úr
þessu strax
og sendi
hann á
strákana.
Brasilíska útgáfufyrirtækið Wave
Records gaf í lok júlí út 28 laga geisla-
disk með úrvali laga hinnar forn-
frægu pönksveitar Q4U. Ellý, söng-
kona hljómsveitarinnar, kann litlar
skýringar á því hvers vegna Alex
Twin, eigandi Wave, vildi ólmur gefa
út tónlist sveitarinnar en ljóst má
vera að hann er heillaður af gamla ís-
lenska pönkinu.
„Hann hafði bara samband við mig
á Facebook, þessi maður, og spurði
hvort ég væri Ellý í Q4U. Fyrst setti
hann lög frá okkur á safnplötu og
svo vildi hann endilega gefa út þessa
„best of“ plötu. Og maður varð bara
mjög hissa,“ segir Ellý.
Twin hefur viðrað hugmyndir um
að Q4U haldi tónleika í Suður-Amer-
íku og er greinilega mjög áhugasam-
ur um að hitta hljómsveitarmeðlim-
ina. „Já, hann vill líka koma hingað.
En ég veit það ekki. Við erum öll
svo upptekin og ég er náttúrlega
mamma og amma með mörg börn og
barnabörn og er kannski ekki alveg
tilbúin í einhverja túra,“ segir Ellý.
Q4U var áberandi í upphafi níunda
áratugarins og lét til dæmis hressi-
lega að sér kveða í kvikmyndinni
Rokk í Reykjavík. Sveitin kemur
saman af og til og verður næst með
tónleika á Dillon á Menningarnótt.
Heyrst hefur að þessi útgáfa Wave
muni berast til Evrópu en Ellý hefur
meiri áhuga á því að sinna myndlist-
inni en því hvað verður úr hugmynd-
um Alex Twin. „Ég veit bara ekki
neitt. Ég er bara á kafi í myndlist-
inni minni. Ég veit bara að við fáum
150 diska. Ég kúplaði mig nú alveg
út úr þessu strax og sendi hann á
strákana. Ég nennti ekki að standa
í þessu enda er þetta ekki alveg mín
deild.“ -þþ
brasilískt útgáfufyrirtæki Dustar rykið af íslensku pönki
Q4U eftirsótt í Brasilíu
tobba og ellý saman í sjónvarpi í fyrsta sinn
Við erum með
mjög mikið af
umdeildum og
krassandi hug-
myndum.
Ellý undrast
áhugann á
tónlist Q4U
í Brasilíu en
er samt enn
að og spilar
með félögum
sínum á
Dillon á
Menningar-
nótt.
Þ etta verður stelpuþáttur en samt ekkert fliss og þannig læti,“ segir Tobba. „En við munum láta ýmislegt flakka. Ellý vinkona
mín er nú svo opinská að ég sýp stundum
hveljur,“ segir Tobba sem sjálf er þó þekkt
fyrir að vera með munninn fyrir neðan
nefið. „Tobba skilur mig og stundum er
hún hissa á því sem ég segi. Ég veit ekki
hvort að hún sé tepran í þessu vináttu-
sambandi,“ segir Ellý. „Jú, svona þegar
ég hugsa um það þá er ég að kenna henni
og Kalla [Karli Sigurðssyni, unnusta
Tobbu] ýmislegt. Meira get ég ekki sagt.“
Tobba og Ellý ætla að fá gesti til sín í
þáttinn, vera með innslög og margt fleira.
„Það sem okkur dettur í hug verður bara
gert. Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri,
er búinn að lofa okkur því að við megum
flippa að vild. Við erum með mjög mikið
af umdeildum og krassandi hugmyndum.
Hann segist ætla að gefa okkur lausan
tauminn og standa með okkur í þessu
öllu,“ segir Tobba.
„Ætli það megi ekki segja að við séum
banvæn blanda,“ segir Ellý. „Og við ætlum
bara að spyrja spurninganna sem aðrir
þora ekki að bera upp og ræða mál sem
aðrir leggja ekki í og Hilmar ætlar ekki
einu sinni að grípa í tauminn ef við förum
á brokk, eða skellum jafnvel á skeið.“
Tobba segist vera yfir sig ánægð með
að fá tækifæri til þess að vinna með Ellý.
„Við erum búnar að vera vinkonur lengi
og ég þekki Ellý út og inn þannig að þetta
verður leikandi ljúft.“
Tobba og Ellý kynntust fyrir nokkrum
árum varð fljótt vel til vina og í dag telur
Tobba Ellý til sinna allra nánustu vin-
kvenna. Þær vita báðar hvernig það er að
vera á milli tannanna á fólki og Ellý viður-
kennir að vissulega megi segja að þær séu
umdeildar. „Ég myndi í það minnsta segja
að bak mitt hafi breikkað í gegnum árin,“
segir Ellý og ekki er annað á henni að
skilja að þær stöllur verði ófeimnar við að
nálgast viðfangsefni sín af hispursleysi.
„Við munum fjalla um allt sem konur
hafa áhuga á. Snyrtivörum, útliti, líkams-
rækt og svo má auðvitað ekki gleyma
kynlífinu,“ segir Ellý glottandi. „Það er
líka svo spennandi að geta tekið á þessum
málum myndrænt og það er eiginlega með
ólíkindum að við fáum að láta hugmyndir
okkar verða að veruleika í sjónvarpi.“
toti@frettatiminn.is
Banvæn blanda
Trúnaðarvinkonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marínós fá kærkomið
tækifæri til þess að vinna saman í fyrsta sinn þegar þær byrja með nýjan
sjónvarpsþátt á Skjá einum í haust. Ellý var um árabil ein dáðasta sjónvarps-
þula landsins en fær nú að spreyta sig í dagskrárgerð með Tobbu. Stelpurnar
ætla að vera frjálslegar á skjánum og láta allt flakka þannig að það er mikill
hiti og stuð í kortunum.
Ellý Ármanns og Tobba Marínós eru nánar vinkonur og ætla að skella á skeið saman í nýjum sjónvarpsþætti á Skjá einum í
vetur. Ellý mun samt halda áfram að flytja fréttir af ríka og fræga fólkinu í Hollywood á Vísi.is.
VOD-ið bítur
Barátta á sjónvarpsmarkaðnum tekur á sig nýja
mynd þegar splunkunýir þættir Stöðvar 2 „Love
Bites“ hefja göngu sína á mánudag. Nú er það ekki
í frásögur færandi nema vegna þess að Universal
hefur selt Skjánum/SkáBíó réttinn til að sýna hvern
nýjan þátt strax næsta dag á eftir frumsýningu
á Stöð2. Að líkum er hrifningin lítil hjá 365 en því
meiri hjá Skjánum þar sem menn bjóða einstaka
þætti á innan við verði þess sem margauglýstur
áskriftardagur kostar viðskiptavininn á Stöð2. Og
menn horfa þegar þeim hentar á VOD. Verði þetta
þróunin hriktir í gömlu stoðum.
Leikarar eiga til að lenda í því að
renna saman við persónur sem
þeir túlka að þeim getur reynst
erfitt að hrista sín þekktustu
hlutverk af sér. Nægir í þessu
sambandi að nefna Sean
Connery sem var áratugi að losa
sig við James Bond og Larry
Hagman sem er ennþá J.R.
Ewing í hugum margra. Lilja
Katrín Gunnarsdóttir, leik- og
blaðakonu, fékk að upplifa þetta
í vikunni eftir að tilkynnt var
að hún myndi taka við ritstjórn
Séð og heyrt. dv.is gerði skil-
merkilega grein fyrir sviptingum
hjá tímaritaútgáfunni Birtíngi og
upplýsti að Lilja Sigurðardóttir
væri nýr ritstjóri blaðsins. Lilja
Katrín lék einmitt nöfnu sína
Sigurðardóttur í sjónvarpsþátt-
unum Makalaus og mátti standa
í skugga persónunnar þar sem
mbl.is át vitleysuna upp eftir dv.is
þannig að skáldsagnapersónan
var orðin ritstjóri Séð og heyrt á
tveimur af mest lesnu vefmiðlum
landsins. Unnusti Lilju Katrínar
gerði athugasemd við fréttina á
vef DV og mátti skilja á honum
að sér þætti snautlegt að þar á
bæ þekkti fólk ekki fyrrum blaða-
mann með fullu nafni en Lilja
Katrín starfaði um tíma á DV.
DV leiðrétti ruglið snarlega en
Lilja ritstjóri Séð og heyrt er enn
Sigurðardóttir á mbl.is.
Sögupersóna verður ritstjóri
Líflegt á Fimm-
vörðuhálsi
Hópur vaskra kvenna ætlar
að ganga Fimmvörðuhálsinn
um helgina og ætla má að sú
ganga verði sérlega lífleg þar
sem í fararbroddi verða leik-
konan Selma
Björnsdóttir
og blaðakonan
Björk Eiðs-
dóttir ásamt
leikkonunum
Unni Ösp
Stefánsdóttur og Nönnu Krist-
ínu Magnúsdóttur. Hópurinn
veður galvaskur út í óvissuna
en Björk hefur þó á Facebook
viðrað óskir sínar um þolanlegt
veður svo hún geti séð eitthvað
af hálsinum að þessu sinni.
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatí ann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fré atímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
me tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatim nn.is
50 dægurmál Helgin 12.-14. ágúst 2011