Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 56
Boðið upp á Bernaisesósuís Kjörís heldur árlegan ísdag sinn í Hveragerði á laugardag. Þá færir Kjörís hluta starfseminnar út á bílaplan og gestum er boðið upp á ókeypis ís og skemmtiat- riði. Gestirnir fá að taka þátt í vöruþróun fyrir- tækisins með því að smakka hátt í tuttugu óvenjulegar ístegundir og í ár verða meðal annars bearnaise- sósuís, sláturís, rúgbrauðsís, rósaís, chiliís og koníaksís á boðstólum. Þessar ístegundir eru einungis í boði á ísdeginum, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár. -óhþ Of Monsters and Men á toppinn Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men, sem sigraði í Músík- tilraunum árið 2010, er komin á topp Laga- listans, lista Félags íslenskra hljómplötuút- gefenda yfir mest spiluðu lögin í íslensku útvarpi, fyrir síðustu viku með lag sitt Little talks. Ekki lítið afrek hjá ungri og bráðefnilegri hljóm- sveit sem skaut meðal annars ekki ómerkari listamönnum en Coldplay, Páli Óskari, Adele og Bubba Morthens ref fyrir rass í vikunni. Helgi Björnsson og Reið- menn vindanna halda toppsætinu á Tónlistanum með disknum sín- um Ég vil fara upp í sveit. Steindi Jr. er grjótharður í öðru sætinu með Án djóks ... samt djók. -óhþ Fjórar bækur Nesbös á topp 10 Norski rithöfundurinn Jo Nesbö hefur heldur betur skrifað sig inn í hug og hjörtu íslenskra bókaunn- enda. Nýjasta bók hans í ís- lenskri þýðingu, Frelsarinn, hef- ur slegið í gegn og fær meðal annars fjórar stjörnur í bókadómi í Fréttatím- anum í dag. Frelsarinn var á topp tíu lista Eymundsson yfir mestu seldu skáldverkin í síðustu viku og það eru líka allar hinar þrjár bæk- urnar, Rauðbrystingur, Nemesis og Djöflastjarnan, sem hafa verið þýddar á íslensku. Í haust kemur bókin Hausaveiðarinn en ólíkt hinum fjórum bókunum fjallar hún ekki um lögguna Harry Hole. Samnefnd mynd verður frumsýnd í Noregi í lok þessa mánaðar. -óhþ Snorri leitar að ljóskum Listamaðurinn Snorri Ásmunds- son leitar nú logandi ljósi að ljósk- um til að taka þátt í gjörningi með sér. Snorri segir í samtali við Fréttatím- ann að ljóskur séu ranglega markaðssettar en auðvitað megi finna skemmd epli í öllum hópum. „ Sumar sem eru jafn- vel mest áberandi eru hreinlega afbakaðar af hégóma, græðgi og heimsku, en það má ekki dæma alla undir sama hatt. Mér þykir jafn vænt um ljóshærðar konur og t.d. þær rauðhærðu. Ég á margar vinkonur sem eru ljóshærðar og þær eru allflestar skarpgreindar og passa engan veginn við svokall- aða ljóskubrandara. Það sama má segja um alla þjóðfélagshópa sem oft eiga undir höggi að sækja, eins og til dæmis múslima og hnakka,“ segir Snorri. -óhþ HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær borgarstjórinn Jón Gnarr sem fór á kostum í Gay Pride- skrúðgöngunni sem dragdrottning. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Lj ós m yn d/ Hå ko n Ei ke sd al H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 AFSLÁTTUR! 30-70% REKKJUNNAR ÚTSALA A rg h ! 1 2 0 8 11 • 5 svæðaskipt svefnsvæði • Lagar sig að líkamanum • Veitir fullkomna slökun • Stuðningur við bak • Tvíhert sérvalið stál í gormum • Steyptir kantar • 20% stærri svefnflötur BALTIC PILLOW 50% AFSLÁTTUR KING KOIL Queen Size rúm (153x20 3 cm) FULLT VERÐ 163.600 kr . ÚTSÖLUVERÐ 98.160 kr. ÞÚ SPARAR 65.440 kr. KING KOIL King Size rúm (193x203 cm) FULLT VERÐ 264.223 kr. ÚTSÖLUVERÐ 158.534 kr. ÞÚ SPARAR 105.689 kr. BALTIC PILLOWFull XL rúm (135x203 cm) FULLT VERÐ 243.423 kr. ÚTSÖLUVERÐ 121.712 kr. BALTIC PILLOW King Size rúm (193x203 cm) FULLT VERÐ 300.187 kr. ÚTSÖLUVERÐ 150.094 kr. AÐ EI NS FYRSTIR KOMA - ST YK KI ÖR FÁ FYRSTIR FÁ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.