Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 6
Utanríkismálanefnd í Evrópureisu Utanríkismálanefnd hefur verið á ferðalagi til Finnlands, Eistlands, Lettlands og Danmerkur frá því á sunnudag og kemur heim í dag, föstudag. Markmið ferðarinnar var, að því er fram kemur á vef Alþingis, að kynna sér ýmsa þætti er varða aðild ríkjanna að Evrópusambandinu. Í Helsinki áttu nefndarmenn m.a. fund með Alexander Stubb Evrópumálaráðherra, stóru nefnd finnska þingsins sem fer með Evrópumál og fulltrúum í skógar- og landbúnaðarráðuneytinu. Sérstaklega var horft til áhrifa Evrópusambandsaðildar á finnskan landbúnað auk þess sem staða evrunnar var rædd. Í Tallinn og Rígu var fundað með Evrópunefndum og utanríkis- málanefndum þinganna og sjónum annars vegar beint að aðildarviðræðum Eistlands og Lettlands við Evrópusambandið og hins vegar að viðbrögðum við yfirstandandi fjármálakreppu. Í Kaupmannahöfn átti utanríkismálanefnd m.a. fund með fulltrúum í utanríkisráðuneytinu um formennsku Dana í ráðherraráði Evrópusambandsins sem hefst um áramótin. Af hálfu utanríkismálanefndar tóku þátt í fundunum Árni Þór Sigurðsson formaður, Valgerður Bjarnadóttir varaformaður, Ólöf Nordal, Helgi Hjörvar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Birgitta Jónsdóttir. - jh  Tímabundnar ráðningar Bjarni ætlar ekki að verða þrásetumaður Bjarni Harðarson ætlar ekki að verða eilífur augnakarl í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þótt tímabundin ráðning hans í starf upplýsingafulltrúa sé sífellt framlengd. Stjórnsýslufræðingur segir ráðningar hjá hinu opinbera í miklum ólestri. T ímabundin ráðning Bjarna Harðarsonar í starf upplýs-ingafulltrúa í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu verður nú um mánaðamótin framlengd til áramóta. Bjarni hefur þá starfað í ráðuneytinu í vel rúmt ár. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lekt- or við Háskóla Íslands, segir að þar sem ráðning Bjarna sé sífellt fram- lengd vakni spurningar um hvort Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi eftir allt saman verið að fara fram hjá reglum um hvernig standa eigi að ráðning- um í opinber störf. „Ráðningar hjá hinu opinbera hafa verið í þvílíkum ólestri. Það er skelfilegt og skamm- arlegt að þetta skuli ekki vera lag- fært. Tillögur og hugmyndir um hvernig standa eigi að ráðningunum eru til og það er spurning hvort ekki sé vilji eða geta til að fara eftir þeim.“ Ekkert framtíðarstarf Bjarni var ráðinn í starfið í október í fyrra og samkvæmt fréttum DV náði fyrsti tímabundni samningur- inn til janúarmánaðar. Síðan hefur tímabilið ítrekað verið framlengt. Starfið hafði verið auglýst og 29 sóttu um. Enginn var boðaður í við- tal. Umboðsmaður Alþingis ályktaði að ráðningin hefði ekki verið brot á lögum þótt ekki hefði verið farið að góðum stjórnsýsluháttum. Sjálfur segist Bjarni, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og er nú í Vinstri grænum, ekki taka það nærri sér þótt hann sé aðeins ráðinn tímabundið í hvert sinn. „Ég hef verið að vinna [sem upplýsinga- fulltrúi] þrátt fyrir að eiga í rauninni gott starf fyrir austan. Ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi, enda reikna ég alls ekki með að verða hér augnakarl í ráðuneyti. Það er ekki framtíðarsýn mín.“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarf lokksins, segir að menn eigi hvorki að gjalda fyrir pólitíska fortíð sína né njóta hennar þegar ráðið sé í opinber störf. Sömu hæfnisreglur eigi að gilda um alla. Svo hafi virst sem ráðherrar hafi margir ráðið pólitískt í störf upplýs- ingafulltrúa ráðuneytanna, sem sé sárt fyrir þá sem sóttu um og höfðu til að bera mikla hæfni í störfin. Nýtt stjórnarráðsfrumvarp ætti að ráða bót á þessu. Myndi sækja um aftur hjá ríkinu Soffía Sigurgeirsdóttir, sem er með BA-gráðu í sálfræði og MSc í al- þjóðasamskiptum auk þess að hafa starfað til fjölda ára að kynningar- og markaðsmálum, var ein þeirra 29 sem sóttu um starf upplýsingafull- trúa á sínum tíma. Hún gagnrýndi hve ófaglega var staðið að ráðning- unni og segir útlistun ráðuneytisins ekki hafa breytt skoðun sinni. Ferl- ið kæmi þó ekki í veg fyrir að hún sækti um slíkt starf aftur, væri hún í atvinnuleit – sem hún sé ekki. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Tímabundið? Steindór Grétar Jónsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Ungra jafn- aðarmanna, vinnur enn í efnahagsráðuneytinu, sem Árni Páll Árnason stýrir, nú ári eftir að hann var ráðinn til átta vikna í starf sérfræðings. Pressan greindi frá þessu nú í vikunni og einnig að hann hefði verið fastráðinn eftir að starfið var auglýst og fjöldi sótt um. Ráð- herrann mun hafa vikið af fundi þegar kom að því að ráða Steindór. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með mannaráðningar sem hafa þótt pólitískar. Til að mynda ráðningu Runólfs Ágústssonar í starf umboðsmanns Alþingis. Bjarni Harðarson ætlar sér ekki að verða upp- lýsingafulltrúi í ráðuneyti til frambúðar. Hann hverfur til starfs síns austanfjalls þegar rétti tíminn kemur. Ljósmynd/Hari Helgin 23.-25. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.