Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 8

Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 8
 Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum? Auglýsinga- markaðurinn að braggast Velta auglýsingastofa hefur verið að aukast það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands sem vefur Viðskiptablaðsins vitnar til. Á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári var velta hjá aug- lýsingastofum nær 17% meiri en árið áður. Ársreikningar helstu auglýsingastofanna fyrir síðasta ár sýna að auglýsinga- markaðurinn hefur komið vel til baka og var hagnaður af rekstri þeirra stærstu á síðasta ári. Þegar skoðaðir eru ársreikn- ingar stærstu stofanna kemur í ljós að flestum tókst að sigla í gegnum samdrátt síðustu ára á auglýsingamarkaði réttu megin við núllið, að því er fram kemur á vef VB. Auglýsingastofan ENNEMM hagnaðist um 14 milljónir króna á árinu 2010 samanborið við tæpar tvær milljónir árið 2009. Fíton hagnaðist um 13,3 milljónir króna í fyrra. Hvíta húsið skilaði tæplega 10 milljónum króna í hagnað 2010 samanborið við 20 milljóna króna tap árið 2009. Tölur liggja ekki fyrir hjá Íslensku auglýsingastofunni en hagnaður hennar árið 2009 nam 31 milljón króna. - jh Elliðaárdalurinn. Íbúafundur hverfisráða Árbæjar og Breiðholts leggst gegn hugmyndum sem fram hafa komið í vinnu við aðalskipulag Reykjavíkur um að þétta byggð í dalnum á þremur stöðum. Ljósmynd/Hari RAX hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins Ragnar Axelsson, RAX, ljós- myndari Morgunblaðsins, hlaut á föstudaginn, á Degi íslenskrar náttúru, fjölmiðla- verðlaun umhverfisráðuneyt- isins. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Ragnari verðlaunin en í rök- stuðningi dómnefndar segir m.a. að hann hafi sérstaklega beint sjónum að samspili manns og náttúru á langri starfsævi. Ljósmyndarinn hafi bent á að náttúran sé viðkvæm en jafnframt voldug. Mikilvægt sé fyrir manninn að stíga varlega til jarðar með auðmýkt, ábyrgð og virðingu. - jh Lj ós m yn d/ U m hv er fi sr áð un ey ti ð  Skipulag Drög lögð að Stofnun hollvinaSamtaka Íbúafundur leggst gegn hugmyndum um þéttingu byggðar í Elliðaárdal Formönnum hverfisráða Árbæjar og Breiðholts kynntar aðalskipulagshugmyndir um þéttingu byggðar á þremur stöðum í dalnum. Þetta hljómar mjög illa, segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi og formaður hverfisráðs Árbæjar. m enn voru mjög ákveðnir í því á þessum fundi að vilja ekki meira inn í dalinn,“ segir Þor- leifur Gunnlaugsson, formaður hverfis- ráðs Árbæjar og varaborgarfulltrúi VG, en hverfisráð Árbæjar og Breiðholts boðuðu til fundar á dögunum um Elliða- árdalinn. „Ég greindi frá því á fundinum að uppi væru hugmyndir um að setja aukna byggð á þrjá staði í Elliðaárdaln- um í þeirri aðalskipulagsvinnu sem nú er í gangi í borginni,“ segir Þorleifur. Hann segir að á vinnufundi sem hverfisráðin tvö héldu fyrir íbúafundinn með ýmsum sviðum borgarinnar, þar á meðal skipulagsráði, hafi komið fram hugmyndir um að þétta byggð í Elliða- árdalnum. Um sé að ræða svæði fyrir neðan Ártúnsholt, undir Stekkjarbakka og gömlu námurnar. „Þetta hljómar mjög illa,“ segir Þorleifur. „Þessi fundur var með það að markmiði að skapa endanlega sátt um ytri mörk Elliðaárdalsins, að hann haldi sér eins og hann er. Þess vegna mætti eitthvað fara burt úr dalnum, t.d. gamla Toppstöðin.“ Þorleifur tók það fram að ekki hefði verið ákveðið að þétta byggð þarna en tillögur hefðu komið fram um slíkt í þeirri endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. „Við sáum að þarna voru þrjú nokkuð stór svæði merkt með bláu. Þetta er því komið á hugmyndastig. Íbúarnir eru að taka þetta upp tímanlega til að koma í veg fyrir þetta strax.“ Þorleifur segir að ákveðinn hluti Elliða árdals sé skilgreindur sem útivist- arsvæði en annar sem jaðarsvæði. Hann segir að allt svæðið þurfi að fegra og til umræðu sé að byggingar sem þjóni daln- um bætist við, klósett og þess háttar. Andi íbúafundarins hafi hins vegar verið sá að ekki komi nein íbúðabyggð til við- bótar í dalinn. Þar hafi verið ákveðið að stofna hollvinasamtök Elliðaárdals. „Þessi dalur er alveg einstakur. Það er ekki bara gróðurfarið heldur árnar með þetta mikla lífríki. Þá er mikil jarðsaga í dalnum og mikið af sögulegum minjum, sérstaklega neðst í honum, m.a. rúna- steinn. Svo er þarna ein stærsta hest- húsabyggð í heimi í borg, auk veiði- mennskunnar og fleira,“ segir Þorleifur. Hann segir vilja fyrir því meðal íbú- anna að tengja Árbæjarsafn, sem er í dalnum, meira við hann, en aðkoma að því er annars staðar. „Menn vilja að Ár- bæjarsafn verði hluti af Elliðaárdalnum. Ein hugmyndin sem fram kom var að leggja járnbrautarteina og láta eimreið- ina í Árbæjarsafninu ganga í dalinn.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þessi dalur er alveg einstakur. Þorleifur Gunnlaugsson. 8 fréttir Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.